Færsluflokkur: Dægurmál

Burt með Davíð Oddson

Það er miklu meira en nóg komið af Davíð Oddssyni og svo var reyndar fyrir margt löngu síðan. Hann semur munnleg skilaboð til stjórnar Glitnis í skjóli aðfaranætur mánudags og boðar svo blaðamanna fund áður en tekist hefur að koma munnlegu skilaboðunum á undirritaðan pappír í bítið morguninn eftir. Síðan mætir hann á ríkistjórnarfund næsta dag og vill að mynduð sé þjóðstjórn og að KB banki og  Landsbankinn fái sömu meðferð og Glitnir. Hvað er maðurinn að hugsa, veit hann ekki í hvaða vinnu hann er, eða er farið að slá útí fyrir honum. Slík valdníðsla er svo yfirgengileg að engu tali tekur.

Krónan fellur svo hratt  að við erum helst borin saman við Zimbabe. Er kannski eitthvað líkt með Mugabe og Davíð. Þeir eru reyndar hvor af sínum kynstofni hvað varðar litarhátt, en valdasýki þeirra, hefnigirni og andúð á erlendu samstafi er þeim báðum ofarlega í huga. Þó aðstæður þjóðanna eru gjörólíkar hvað varðar marga hluti. En þar sem við stærum okkur af lýðræði, aldagömlu þjóðþingi og háu menntunarstigi þjóðarinnar. Þeim mun ótrúlegra er að einn maður geti við slíkar aðstæður haldið þjóð í þvílíkum heljargreipum að við blasir hrun í efnahagsmálum.

Krónan er ónýt og okkur vantar sterkan og stöðugan gjaldmiðil og okkur vantar aðgang að öflugu og fjölþættu fjármálakerfi sem Evrópa býr við. Þar eru margskonar sjóðir sem styrkja atvinnuvegi sem stundaðir eru á okkar breiddargráðu. Þar má nefna landbúnað, ferðaþjónustu, menntun, menningu og margt fleira.

Efnahagskreppan úti í heimi er algjörlega nægt verkefni við að fást, þó við glímum ekki á sama tíma við handónýtan gjaldmiðil, selabankastjóra með brenglaðar hugmyndir um hagsmuni þjóðarinnar og lafhrædda hjörð í forystuflokk ríkisstjórnarinnar sem hleypur undan í "rétta átt" þegar forystusauðurinn í Seðlabankanum tekur stefnuna, þó bjargbrúnin sé á næsta leiti.


Peningaáhyggjur - til hvers.

Þegar maður hlustar í fréttir dagsins af markaðnum, sem sífellt verða svakalegri, er manns eigin umfang á þeim vettvangi svo agnarsmátt og svo auðleyst að því er virðist. Hvað þýðir að gera sér rellu út af einhverju sem verður allt öðruvísi á morgun. Þó vaxtabrjálæðið sé svakalegt hér og ekkert að fá nema okurlán, þá er það víst hátíð hjá erlendu lánunum sem hafa hækkað um ca 40% að ég held það sem af er ári. Þetta minnir bara á svæsnar ýkjusögur eða bullusögur. Nú er ég að dunda mér meðan ég bíð eftir fréttum af svörtu loftum við Kalhofsveg þar sem landfeður og mæður funda með alvaldi Íslands og félögum hanns. Hvað skyldi koma gáfulegt út úr því, best að gá.


Þorsteinn talar skýrt

Skrif Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í dag, eru afar skýr og skorinorð. Hvað þarf að segja það oft svo afturhaldið í sjálfstæðisflokknum með Davíð Oddsson í broddi fylkingar skilji að nú verður að skipta um gír.

Viðurkenna að stefna fortíðar með krónuna sem gjaldmiðil, er gjörsamlega gjaldþrota. Það brýnt fyrir okkur fólkið í landinu, brýnt fjárhagslega,  heilsufarslega, félagslega og svona mætti lengi telja.

Ég kalla ráðamenn þjóðarinnar til ábyrgðar vegna fjölda örvinglaðra fjölskyldna, fársjúkra einstaklinga, brostinna hjónabanda, þjáðra barna o. s. frv. Þar á ég við afleiðingar fjármálakreppunnar sem vissulega eru enn sérstaklega slæm hér á landi fyrir hinn almenna borgara þar sem við erum með handónýta krónu.

Hefðu stjórnvöld brugðist strax við og leitað eftir aðildarviðræðum við ESB væri þó alltaf von um betri tíma í gerð fjárhagsáætlana fyrir einstaklinga, fjölskyldna og fyrirtækja. Nú veit maður bara að Neagrafossar eru framundan, en ekki alveg hvenær við föllum fram af.


Ásmundur Stefánsson farsæll sáttasemjari

Mikið varð ég fegin að heyra að komin væri fram miðlunartillaga í deilu ljósmæðra og ríkisins. Þetta er góður endir á farsælum ferli Ásmundar Stefánssona og ekki síður gott ef satt reynist að í tillögunni sé verulega komið til móts við kröfur ljósmæðra.

Hlutur fjármálaráðherra í málinu er aftur á móti afar lágkúrulegur svo ekki sé meira sagt.

Það hefur verið mín skoðun frá upphafi að ljósmæður hefðu ekki þurft að beita miklum þrýstingi til að fá þá sjálfsögðu launaleiðréttingu að halda launum hjúkrunarfæðinga eftir sér/framhaldsnám.

Yfirleitt er það eðli sér/framhaldsmenntunar að hækka fólk í launum, en þar sem engin regla er án undantekninga hlaut það að koma í hlut kvennastéttar að vera beitt síkum órétti, eða hvað??


Framfarir í Framsókn

Öðruvísi mér áður brá og Framsókn líka. Er sá flokkur að komast til nútímans, það eru miklar og góðar fréttir. Ég er alveg hjartanlega sammála þeim að það verður að höggva á þennan peningahnút sem íslenska þjóðin er komin í. Kannski er þeirra aðferð ágæt að láta kjósa um aðildarumsókn í vor. Ég held hinsvegar að ef fram fer sem horfir þá sé það einfaldlega of seint. Alþingi þarf hið fyrsta  að taka upp og samþykkja að ganga til aðildarviðræðna sem allra fyrst. Fyrirtæki og heimili á Íslandi eru í frjálsu falli fjárhagslega. Biðtíminn er á enda, nú VERÐUR að gera eitthvað og það strax.


Ljósmæður

Kjaradeila Ljósmæðra við ríkið er gott dæmi um stöðu réttlætis og óréttlætis á Íslandi. Ljósmæður standa fast á sínu og krefjast réttlætis, það er launa samkvæmt menntun sinni sem hjúkrunarfræðingar. Ríkið vill viðhalda áratuga óréttlæti sem felst í því að einu sinnu var það talið minna verðmætt að vera ljósmóðir en "hjúkka". En það var nótabeni áður en ljósmæður þurftu að byrjða á því að læra hjúkrun. Nú eru þær hjúkrunarfræðingar með framhaldsmenntun sem felur í sér að þær eru sérhæfðar í því að sinna fæðingarhjálp, ungbarnaeftirliti og mæðravernd.

Eru hjúkrunarfræðingar með annarskonar framhaldsmenntun lækkaðar í launum ??


Árangur við í Sinbabe

Í Sinbabe hefur náðst samkomulag um fyrsta skrefið í að vinda ofan af þeirri gríðarlegu ógnar og óstjórn sem þar hefur ríkt. Það er vissulega ekki ýkja stórt skref í fyrstu, en þetta skref var tekið eftir samningaviðræður og væntanlega á eins lýðræðislegum forsendum, eins og unnt er við aðstæður. Mér finnst ekki skipta höfuðmáli hvað skrefið er stórt nú, heldur að ferðin til réttlætis sé hafin og að hún skuli hafa hafist við samningaborð, en ekki framan við byssukjafta.

Auðvitað er óskaplega langt í land með efnahags og stjórnmálaástand í þessu landi einræðis. Það tekur tíma að breyta hugsun heillar þjóðar sem hefur búið við ógn og ofríki árum saman. Það tekur líka tíma að koma atvinnulífinu í gang, fá fjárfesta til að leggja peninga í uppbyggingu, koma heilbrigðis, mennta og félagskerfi í gang og svo mætti lengi telja. Þarna er þó verið að vinna á jákvæðum nótum og það skapar von fyrir svo svo marga.


Breytingar í peningakerfi

Miklar hræringar eru nú um stundir í peningakerfum heimsins. Það er eins og einhver hafi tekið peningabox heimsins og hrist það duglega í hendi sér. Er ef til vill verið að hrista okkur jarðarbúa betur saman. Ísland er gott dæmi þar sem sífellt minnkandi hópur heldu því fram að við getum verið með okkar litlu krónu eins og ekkert hafi  í skorist, í fjármálaheimi þar sem stöðugt sterkari gjaldmiðlar eru notaðir til að skapa meira jafnvægi í peningamálum. Þó tölulegar staðreyndir liggi á borðinu um hvað þessi örkróna er rándýr, þá brosa menn og segja. "Það er ekkert að hjá okkur, þetta er bara alþjóðlegt vandamál." Það sem er alvarlegast í þessum dansi er að það er lifandi fólk sem er að líða óskaplega fyrir þráhyggju krónuunnenda. Fólk er að missa vinnuna, eigur sínar, hjóna- og fjölskyldubönd rofna og fólk er jafnvel að taka líf sitt af fjárhagsáhyggjum. Hvað á að ganga langt í að halda þessum úrelta, ónothæfa gjaldmiðli. Ég bara spyr???


Forréttindi að vera Íslendingur

"Það eru forréttindi að vera Íslendingur" segir Ólafur Stefánsson handboltasnillingur. Hann hefur víða farið, mikið lesið og margt prófað.  Dagurinn í gær var engu líkur, við vorum að taka á móti afrekshóp á heimsmælikvarða og fögnuðum af heilum hug. Já af heilum hug og það er ekki á hverjum degi sem það er gert. Hugarfar þessa hóps skilaði honum þangað sem hann er kominn, að stilla saman hugi svona hóps er gríðarlegt afrek en samt vel mögulegt.

Það var frábært að fylgjast með því hvernig tekið var á móti hinum silfruðu handboltasnillingum þegar þeir komu til síns kæra heimalands. Gleðin, stoltið og fögnuðurinn skein úr hverju andliti og þeir voru undrandi og glaðir kapparnir að sjá og finna þjóðina bókstaflega faðma þá að sér við heimkomuna. Tilfinningaríkir eru þessir ungu menn og sýna það óhikað. Toppurinn var svo að sjá forsetann okkar sæma þá heiðursmerkjum og fá að fylgjast með þeirri athöfn í beinni útsendingu.

Já það eru forréttindi að vera Íslendingur og finna í hjartanu að við getum gert stór hluti á heimsmælikvarða, brotið upp allar hefðir, meðaltöl og höfðatölureglur. Svo er forsetafrúin okkar svo frábær og sýnir okkur svo vel að hún er lifandi manneskja, en ekki brúða sem hagar sér hreyfir eftir einhverri uppskrift. Hún segir með stolti. "Ísland er stórasta land í heimi" og ég tek undir það.

 

 


Hugarfar handboltaliðsins

Það hefur verið afskaplega mikil upplifun að fylgjast með íslenska handboltaliðinu í Peking. Þeir spiluðu frábærann handbolta (annars hefðu þeir ekki fengið silfrið) og ég met þó afskaplega mikils vegna sinnar íþróttafærni. Það er þó hugarfarið hjá liðinu sem hefur heillað mig almest. Það er þvílíkur fjársjóður að helst vildi ég að þeir hættu allir sem einn að spila handbolta og færu að halda námskeið og fyrirlestra hér heima og erlendis til að kenna okkur hinum að nota hugaraflið til góðra verka, til framfara á öllum sviðum og til að gera okkur að betri manneskjum. Fyrir þau okkar sem ekki eru mikið fyrir námskeið og fyrirlestra, gefa þeir bara út bækur með þessum frábæru aðferðum sem þeir breyta. Að segja gott eða bib, nota ekki neikvæð orð eða hugsa neikvæðar hugsanir. Þetta er svo mikill fjársjóður sem verður að viðhalda og ávaxta af mikilli alúð.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband