Það kemur ekki á óvart að Kristinn H sé ekki sammála ISG og heldur ekki að Geir H sé það, en hvað sem því líður þá eru þetta okkar kostir í stöðunni hvað sem hver segir. Það hefur aldrei verið holt að berja hausum við steina, það koma bar kúlur á þá hausa. Í umræðum á alþingi í dag kom þessi afstaða Geirs H fram sem svar við fyrirspurn KHG
Færsluflokkur: Dægurmál
17.10.2008 | 00:16
Baugur
Þarna kemur fram allt annar vinkill en haldið hefur verið að okkur hér og er það vel. Afbrot Jóns Ásgeirs hér á landi hafa sennilega ætíð verið þau ein, að hann og faðir hans fóru að keppa við fólk og fyrirtæki sem ekki mátti snerta og nutu í raun ákveðinnar verndar þeirra blokka sem höfðu um árabil skipt með sér verslun á Íslandi. Þeir feðgar hafa í gegnum mörg undanfarin ár gert afar mikið fyrir launafólk á Íslandi með því að lækka verð á matvörumarkaði. JÁJ er nú orðinn einn af stærri glæpamönnum á Íslandi og það sem verra er að það er vegna þess að hann og fleiri eiga peninga og hafa fjárfest í útlöndum.
Egill Helgason sýndi Jóni Ásgeiri fádæma dónaskap í Silfrinu á sunnudaginn var. Að mínu mati er kominn tími á að Egill Helgason slaki á, fái hvíld í sjónvarpi um stund og leiti sér hjálpar í stjórnun á reiði sinni. Sendi ég honum ábendingu þess efnis fyrr í kvöld á bloggsíðu hans, sem hann svarði um hæl með því að kalla dónaskap og lokaði síðan fyrir færslur frá mér. Margur verður sannleikanum sárreiðastur.
Stjórn HoF vill kaupa Baug út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.10.2008 | 23:16
Hvað er skítkast og hvað eru ráð
Var að skrifa færslu á síðuna hjá Agli Helgasyni og mér varð það á að spyrja hann hvort það yrði þáttur með honum á sunnudaginn og hvort hann ætti þyrfti ekki frí. Hann væri svo taugaveiklaður og þyrfti trúlega á námskeið í reiðistjórnu.
Þetta kallar Egill Helgason skítkast um sig og henti færslunni út. Það má henda hverju sem er í alla aðra, en ekki gefa honum ráð. Ojæja, vesalings maðurinn
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.10.2008 | 23:12
Skortur á framtíðarsýn
Í því mikla moldviðri sem nú ríkir í peningamálum á Íslandi er fólgin gríðarleg óvissa um framtíðarsýn fyrir landið og þjóðina. Ég hef ekki tapað peningum nú í stormviðrinu, en ég hef áratugum saman tapað peningum á eldri óreiðu í peningastefnu stjórnvalda. Þar á við þann gríðarlega fórnarkostnað sem ég hef eins og allir aðrir íbúar þessa landa, greitt fyrir það að vera með "sjálfstæða mynt". Sé ég reið yfir einhverju þá er það að hafa eytt fé og fyrirhöfn í hlut sem ég hefði komist hjá undanfarinn einn og hálfann áratug ef stjórnvöld hefðu stigið skrefið til fulls inn í ESB þegar EES samningurinn var samþykktur. Nú er nóg komið og ég vil fá skýr svör við því hið fyrsta, hvort þessum krónudansi verður fram haldið eða við fáum hér loksins alvöru gjaldmiðil og stöðugleika. Ég er komin með uppí kok af þeim bábiljum sem andstæðingar ESB og evrunnar bera fram.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2008 | 23:32
Ágúst Einarsson
Ágúst talar hreint út og er það vel. Í mínum huga á Sjálfstæðisflokkurinn þessa ræðu að lagnamestu leiti og auðvita á Samfylkingin sitt. Ákvörðunin um Glitni var auðvitað fyrst og fremst tekin í Seðlabankanum, það tel ég að allir viti sem eitthvað hafa fylgst með. Geir H hefur síðan fylgt sínum foringja eftir eins og dyggur kórdrengur. Viðtalið við DO í Kastljósinu var ekki á vegum ríkisstjórnarinnar því þarna var sjálf aðalstjarnan í pólitík síðir ára á Íslandi að ausa úr sínum eigin skálum í nafni Seðlabankans. Það er svo ekkert grín að sópa upp brotunum eftir risafíl í glervörubúð og þar hafa mistök átt sér stað er ég viss um. En, upphafið var á svörtu loftum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2008 | 09:47
Sammála Samfylkingarfólki á Akureyri
Ég er hjartanlega sammála ályktun Jafnaðarmanna á Akureyri og vildi helst að nafn mitt væra þar líka á blaði.
Innganga í ESB eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2008 | 15:55
Hef ekki verið sammála Kristni og Geir um ESB og er það ekki nú
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2008 | 15:51
Hef ekki verið sammála Kristni og Geir um ESB og er það ekki nú
Það kemur ekki á óvart að Kristinn H sé ekki sammála ISG og heldur ekki að Geir H sé það, en hvað sem því líður þá eru þetta okkar kostir í stöðunni hvað sem hver segir. Það hefur aldrei verið holt að berja hausum við steina, það koma bara kúlur á þá hausa.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2008 | 14:44
Velkomin heim Ingibjörg
Ég vil byrja á því að gleðjast yfir því hve vel hefur tekist til með að fjærlægja meinið í höfði þínu Ingibjörg og hvað þú ert fljót að ná bata. Oft var þörf en nú er nauðsyn að hafa þig við stýrið á þjóðarskútunni, eða þjóðarskektunni eins og hún lítur út um þessar mundir. Við eigum gríðarlega möguleika í stöðunni með þeim leiðum sem þú talar um. Ég trúi því varla og tel reyndar að þeir sem tala um að segja upp EES samningum viti ekki hvað slíkt hefur í för með sér.
Þú talar um að móðir þin hafi þusað heil ósköp yfir smámunum, en tekið á málum af festu og myndugleika þegar mikið lág við. Móðuramma mín var líka þessi týpa. Elsta dóttir hennar slasaðist mjög alvarlega þegar skothylki sprakk í hendi hennar, fingur hennar tættust af og sumir fundust úti á túni. Stúlkan kom inn til móður sinnar sem tók í skyndi hendi dóttur sinnar undir handkrika sinn, teygði sig eftir laki sem var nýkomið inn af snúrunni og vafði því um stúfinn. Hún batt fast um handlegginn, sendi einhvern af krökkunum út til að "breiða á" þakið svo hjálp bærist. Hún var ein heima með barnahópinn og beið í 6 klukkutíma eftir læknishjálp. Dóttir hennar segir að hún hafi haldir ró sinni allan þann tíma.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ESB eru það sem koma skal, hjá því verður ekki komist. Almenningur á Íslandi hefur búið við háa verðtryggingu árum samana og svimandi vexti undanfarin misseri, þó harðni á dalnum um stund verður það því líkur léttir að komast loks í stöðugt fjármálaumhverfi og öflugt samband margar sterkar landa að við munum á endanum ekki skilja hvernig hitt var hægt.
Að starfa með öðrum er svo sjálfsagt að mér finnst óraunhæft að hugsa um annað. Sameining sveitarfélaga hér í minni heimabyggð hefur skilað okkur verulegum árangri. Ég tók 1992 við Verkalýðsfélaginu hér í V Hún þar sem allt var í kaldakoli, fjárhagslega og félagslega. Fimm árum seinna hafði félagið rétt við peningalega, búið var að styrkja inn viði þess félagslega og það gekk til samstarfa við 3 önnur félög í Húnavatnssýslum. Það félag er öflugt með góða þjónustu og virka félagslega starfsemi og því er stjórnað af konum.
Þegar við verðum orðin virk innan ESB þá munum við finna fjárhagslegt og félagslegt öryggi og það er einmitt það sem vantar svo sárlega í dag.
Ingibjörg Sólrún: Fyrst IMF og svo ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2008 | 16:49
Krossgötur
Við vitum oft ekki fyrr en eftir á að við höfum staðið á krossgötum í lífinu. Nú er það hins vegar svo að það fer ekki framhjá nokkrum manni sem á annað borð fylgist með þjóðmálum að við íslendingar í heild erum á virkilega afgerandi krossgötum. Stundum þurfum við áföll til að átta okkur og segjum svo á eftir, ekki hefði ég viljað missa af þessu. Ég held að það sé í raun ekki svo slæmt að svona sé komið hjá okkur, því nú neyðumst við til þess að horfast í augu við nokkrar staðreyndir með opin augum.
Við erum hluti af alþjóðapeningakerfinu og verðum það áfram. Örkrónan okkar er ekki lengur gjaldgeng og blessuð sé minning hennar. Til að taka upp aðra mynt (evru) verðum við að ganga í ESB. Við rekum núna um á björgunarfleka og höfum vistir til nokkurra vikna. Árabáturinn er sokkinn og land ekki í augsýn. Ætlum við að senda út neyðarkall og óska björgunar eða viljum við hýrast á flekanum??
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.10.2008 | 21:24
Nú er ég sammála Guðna Ágústsyni.
Ég beið í ofvæni eftir ræðu Geir Harde forsætisráðherra og hlustaði með "óskiftir athygli" á það sem ég og þjóðin vissi um marga góða kosti fyrirkomulagi margar mála hér á landi. Ekki er ég að vanvirða þessa góðu kosti, en ég var að bíða eftir stefnu ríkisstjórnarinnar á þeim mestu óvissutímum sem þjóðin hefur upplifað um áratuga skeið. Það er ekki nóg að flytja okkur fallega 17 júní ræðu og segja okkur hvað við værum dugleg og sterk.
Guðni Ágústson sagði einfaldlega í upphafi ræðu sinnar að stefnuræða forsætisráðherra hefði fjallað um ekki neitt. Ekki neitt sem okkur þyrsti að vita og það er hvað er framundan og hvað á að gera til að koma skikki á þessa gríðarlegu óreyðu sem er í peningamálum okkar sem eru heimatilbúin og koma til viðbótar heimsóreyðunni semer alveg næg.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
325 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar