Færsluflokkur: Dægurmál

"Húsin ykkar eru svo heil"

Ég sá í kvöldfréttunum frá heimsókn Ingibjargar Sólrúnar Miðausturlanda. Hún var að ræða við konu sem hafði fengið sprengju á húsið sitt fyrir fáeinum dögum. Þá rifjaðist upp fyrir mér samtal sem ég átti við konu frá Ísrael sl. sumar um borð í ferðabátum okkar, Ákanum. Við vorum að koma úr skoðunarferð og Hvammstangi var fyrir stafni. Veðrið var yndisleg og konan horfði hugfangin á litla þorpið okkar. Svo segir hún, "húsin ykkar eru svo falleg", ég játti því og þakkað hrósið.  "Húsin ykkar eru svo vel máluð og í svo fallegum litum" ég játti því með brosi á vör. Hún þagði um stund og sagði svo. "Húsin ykkar eru svo heil"  Ég var orðlaus augnablik, heil hvað meinar hún, en svo kom skýringin. "Þau eru ekki brotin og engar rústir"  

"Við íslendingar erum ekki þjóð í vopnuðu stríði, höfum ekki verið um aldir. Það er ekki hastað sprengjum á húsin okkar og við erum mjög mjög lánsöm þjóð." Þessar setningar flugu í gegnum hugann og reyndi af fremstamegni að útskýra þetta fyrir konunni. "Mikið eruð þið heppin" sagði hún brosandi um leið og báturinn skreið inní hafnarkjaftinn. "Já við erum það" sagið ég og brosti á móti um leið og ég teygði mig eftir endanum til að binda bátinn.


Höfðingi allur

Einar Oddur Kristjánsson er allur.  Það er mikill sjónarsviptir þegar slíkur höfðingi yfirgefur leiksviðið á þessari jörð. Ég kom í heimsókn til hans í fiskvinnslu Hjálms á Flateyri á níunda áratugnum og er það ógleymanlegt. Skrifstofan hans frekar þröng og næstum fátækleg, síðan var haldið í aðstöðu starfsmanna og þar hvað við allt anna tón. Stór og rúmgóð matstofa, matsveinn í fullum skrúða bak við glæsilegt veitingaborð sem hefði sæmt sér á hóteli og góður fiskur með öllu tilheyrandi á borðum. Fyrir innan matsalinn, lítill tónleikasalur með vönduðum flygli. Ég skynjaði þá að þar bjó og starfaði höfðingi með stórann hug og stórt hjarta.

Ég votta fjölskyldunni, ættingjum, vinum og Vestfirðingum öllum mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu Einars Odds Kristjánssonar. Hólmfríður Bjarnadóttir


mbl.is Einar Oddur Kristjánsson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaðan koma peningarnir???

Þarna kom það, þar er veitt þjónusta. Þjónusta, peningar, ál, fiskur og margt margt fleira er " VARA Á MARKAÐI". Vara er eitthvað sem er keypt og selt, við getum ekki alltaf þreifað á vöru og við þurfum ekki endilega að geta borðað hana eða klætt okkur í hana. Vara er eitthvað sem við notum í okkar daglega lífi, ekki endilega nauðsynjar enda er orðið nauðsynjar afar teygjanlegt. Orð eins og verðmætasköpun og velta er mikið notuð í daglegu tali, en það er örugglega mismunandi hvernig við skiljum þessi orð. Ég starfa við verkalýðsmál og tel að ég sé að skapa verðmæti. Það eru verðmæti fólgin í kjarabótum til verðafólks, í því að veita launþegum meira öryggi með bakstuðningi á vinnumarkaði, með þjónustu á mörgum sviðum o. s frv. Ég var fyrir nokkrum árum gagntekin að þeirri hugsun að það væri fyrst og fremst framleiðslugreinarnar sem sköpuðu tekjur fyrir þjóðarbúið, byggju til peningana eins og það er kallað og það hefur trúlega einhvertíma verið þannig, en nú eru svo margar nýjar atvinnugreinar komnar til sögunnar sem skapa einnig tekjur inn í landið og milli aðila innanlands. Ég tel það nokkuð ljóst að við erum ósammála í grundvallaratriðum um þessa skilgreiningu og þá er það bara þannig.

Nýjar tekjulindir

Það er nú einmitt þannig að mikið af tekjum verður til í bönkunum, þá er ég að meina gjaldeyristekjur. Viðskipti með peninga er leiga á vöru - fjármagni. Verðbréfaviðskipti eru líka stunduð í ábataskyni og "kaldhæðnin" þín ágæti Jóhann er bara gömul hugsun síðan bankarnir voru í eigu ríkisins og stunduðu ekki viðskipti erlendis. Þeir sem ríkasti eru hér á landi er fólk sem verslar með peninga og hefur tekjur sínar af ávöxtun verðbréfa, svo það væri kannski besta hjálpin til þess fólks sem er að missa vinnu vegna kvótaskerðingar að hver fjölskylda fengi ákveðna upphæð sem henni væri skylt að ávaxta í tiltekinn tíma á markaði.

Ferðamenn sem koma til Íslands þurfa að greiða töluverða upphæð í gistingu og bílaleigu og þykir mörgum nóg um. En er það ekki hreinn lúxus að koma hingað og skoða þetta framandi land sem er svo ólíkt mörgu öðru í heiminum. Við skulum ekki fara að hafa fjárhagsáhyggjur fyrir þeirra hönd, heldur leggja okkur sérstaklega fram í að veita þeim góða þjónustu, persónulegt og gott viðmót.

Þar er mikið verk óunnið við að mennta starfsmenn í ferðaþjónustu og því líkur aldrei.


Færum okkur til nútímans.

Það er alveg ljóst að gömul hugsun gerir meiri skaða enn margan grunar. Til eru milljónir dæma því hvernig slíkir fordómar hafa gegnum tíðin valdi ómældu tjóni og slíkt gerist á hverjum degi um allan heim. Við getum tekið viðskiptahöft, ofstjórnun, spilling, trúarofsóknir o.fl.

Og gamla hugsunin er víða hjá okkur sjálfum, eins og þetta með útiborðin á veitingastöðum á góðviðrisdögum, löngu úrelta landbúnaðarstefnu, launamun kynjanna, stöðug mótmæli í skipulagsmálum og svona mætti lengi telja. Ég þekki sjálf mín gömlu hugsun sem bankar uppá þegar minnst varir. Eins og þegar gerð Hvalfjarðarganga stóð yfir. Ég ætlaði sko ekki að að fara þágu, ónei. En hvað gerðist svo, auðvitað fór ég göngin strax eftir opnun og hef gert æ síðan. Í dag er ég mjög ánægð fyrir þessa miklu samgöngubót og VEIT að þeir sem fá á næstu árum miklar samgöngubætur, verða líka ánægðir og sjá sínum hag betur borgið.

Að mennta fólk er eilífðarverkefni og hvort það er til að selja verðbréf eða veita aðra þjónustu, þá er þjónustustörfum að fjölga í heiminum í dag og svo verður áfram. Það er gömul hugsun að tala með lítilsvirðingu um nýjar leiðir í atvinnumálum. Við skulum fagna öllu framtaki og öllu sem er til hagræðis fyrir íbúana.


Mótvægisaðgerðir til langs og skamms tíma.

Það er nú einu sinni svo að mótvægisaðgerðir í svona stöðu koma ekki eins og að smella fingri. Sennilega væri flutningur starfa frá Höfuðborgarsvæðinu það fljótlegasta. Við erum að ganga í gegnum breytingar á vinnumarkaði í mörgum sjávarplássum í dag og það er bara partur af þróun sem ekki verður stöðvuð. Væntanlega eru á þessum stöðum starfandi fyrirtæki á öðrum greinum  sem hægt er að efla. Ég sá á dögunum viðtal við Sveinbjörn Jónsson vestfirðing sem hefur undanfarin ár verið að þróa pokabeitu og segir að sitt fyrirtæki hafi ekki notið mikils stuðnings. Það er örugglega um fleiri slík dæmi að ræða sem vert er að skoða og unnt er að skapa fleiri störf með skömmum fyrirvara. Ef fólkið á stöðunum veit að það er verið að gera eitthvað raunhæft það verður það bjartsýnna og rólegra um sinn hag. Nýjar kennitölur í útgerð og fiskvinnslu bjarga ekki á þessari stundu. Við þurfum nýja hugsun í hafrannsóknir, nýja hugsun í uppbyggingu atvinnu og að fleira sé vinna en að tína orma og rusl úr þorski og rækju, nýja hugsun í uppbyggingu menntunar eina og að bjóða fólki á þessum svæðum að setjast á skólabekk með öflugum stuðningi. Við þurfum að átta okkur á því að þjónustustörf eru líka vinna, að það sé ekki nauðsynlegt að koma bullsveittur úr vinnunni. Ég gæti haldið lengi áfram í þessum dúr, en ætla að stoppa núna.

 


Mótvægisaðgerðir

Nú er ríkistjórnin að koma fram með mótvægisaðgerðir vegna kvótaskerðingarinnar og er fyrsta versið að flýta samgöngubótum. Þar finnst mér vera tekið myndarlega á málum og brugðist hratt við. Ráðherra talað fyrir þessum breytingum með skýrum og skörulegum hætti og það var uppörvun í máli hans.

Nú er beðið næstu tilkynninga og ég vænti þess að áfram verði haldið á þeirri braut að taka myndarlega á og koma þeim landsvæðum sem verið hafa með neikvæðan hagvöxt uppundir núllið. Það væri mjög stórt skref í rétta átt og eru þar margar leiðir til sem hægt er að fara. Bætt fjarskipti eru gríðarlega aðkallandi. Aukin námsúrræði, flutningur stofnana, vaxtarsamningar með verulega auknu fjármagni þar sem einnig væri slakað á mótframlögum heimaaðila.

Frekari stuðningur við nýsköpun þar sem komið er að verkefnum með auknum sveigjanleika miðað við það sem nú er. Hlutverk Byggðastofnunar endurskoðað og opnað fyrir meiri sveigjanleika þar á bæ. 

Á svæðum þar sem átvinnutengd áföll ríða yfir þarf að koma meira inn með jákvæð sjálfstyrkingarverkefni til að auka fólki tiltrú að sig sjálft og umhverfi sitt. Huga þarf sérstaklega að því fólki sem er andlit samfélaganna út á við í fjölmiðlum og víðar. Það fólk verður að gæta sín vel á hvernig það lýsir ástandinu.

Ef uppgjafartónn er í því fólki þá smitar það mjög sterkt út frá sér. Það er hægt að tala um atburði á svo marga vegu. Hugarástand í samfélögum skiptir sköpum og getur ráðið úrslitum um hvernig spilast úr  


Stillum strengina saman. NÚ ER NÓG KOMIÐ

Mörg sjónarmið eru á dagskrá núna í fiskveiðistjórnun. Mörg þeirra eiga það sammerkt að telja ákvörðun Hafró og stjórnvalda í kvótaúthlutun ranga og byggða á einsleitun forsendum. Ekki er ætlunin að fara út í einstaka þætti í þessum skoðanaskiptum, en benda á þá einföldu staðreynd sem við erum flest öll sammála um og það er að auka hafrannsóknir, færa þær undir Umhverfisráðu-neytið og kalla fleiri vísindamenn/stofnanir á rannsóknarvinnunni. Hafrannsóknir við Ísland eiga að vera óháðar hagsmunaaðilum. Eiga að vera það fjölþættar að allar tegundir veiðarfæra séu ekki settar undir einn hatt. Eiga að vera það sjálfstæðar að unnt sé að gefa ráð óháð hagsmunum einstakra útgerðarforma. Eiga að hafa burði til að meta hin raunverulegu umhverfisáhrif einstakar veiðiaðferða og kjark til að gefa ráð sem eru óþægileg fyrir þá stóru jafnt og þá litlu.

Ég skora á okkur öll sem viljum breytingar að ganga fram fylltu liði, safna undirskriftum á netinu undir gagnorða, einbeitta, en kurteisa áskorun þess efnis að stokka upp í þessum spilastokk.

Ég er flokksbundin í Samfylkingunni og því stjórnarsinni, en það breytir ekki þeirri skoðun minni að NÚ ER NÓG KOMIÐ


Hefur "Hafró" eitthvað að fela

Það var býsna fróðlegt að hlusta á Kristinn H. lesa uppúr skýrslum frá Hafró í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í hádeginu ái dag. Það eru sem sagt ekki allar niðurstöðurnar sem styðja þessa ákvörðum þeirra að leggja til 130 þúsundir tonna afla. En það eru einmitt niðurstöður úr togararallinu sem eru notaðar sem rök í máli Hafró. Hverjir eru það sem njóta góðs af þessum niðurstöðum, það skyldu þó ekki vera stóru útgerðirnar sem eru búnar að safna kvóta undanfarin ár í skjóli kerfisins. Nú á að ganga á milli bols og höfuðs á kvótalitlum og kvótalausum útgerðaraðilum. Kvótaleiga verður svo svimandi dýr að þessar útgerðir geta ekki meir. Kvótaskerðing lítilla útgerðaraðila skerðir líka verulega veðin og hvað gerist þá. Jú bankarnir krefjast greiðslna vegna lána sem ekki eru veð fyrir. Boltinn rúllar og fyrirtækin með. Þarna er verið að fremja viðskiptalegt ofbeldi í skjóli laga sem skipulega hafa verið misnotuð og brotin þvers og kruss árum saman. Krafan um að fleiri kom að hafrannsóknum við Ísland er orðin svo hávær að það verður að bregðast við. Þjóðin verður að gangna fram fyrir skjöldu og krefjast þess að hafrannsóknir við Ísland verði færðar frá sjávarútvegsráðuneyti og til umhverfisráðuneytis. Kalla verður til fleiri aðila, hlusta á fleiri sjónarmið og vinna að málinu á faglegan hátt svo sem allra flestir vísindamenn geti lagt sitt álit á vogarskálarnar.

Gert út á ferðamenn frá Hvammstanga

Já Savar Gestsson þarf ansi mikið til að vera kjaftstopp og það er líka fullmikið sagt að hann hafi orðið það þarna um árið, en það kom hik á kauða.  Stjórnmálamenn eru eins og annað fólk, þeir falla í gildrur sem fyrir þá eru lagðar og Einar K Guðfinnsson er einfaldlega fastur í einni slíkri.  Það hefur verið talað um að gera krókaveiðar frjálsar og algjörlega utan kvóta og vissulega tel ég að það sé óhætt. Kvótinn ætti eingöngu að vera fyrir veiðar í troll það er nótaveiðar og svo á að loka landgrunninu fyrir þeim veiðum líka. Þá er ég að tala líka um flottrollin því að þau hreinsa upp eins og hin, bara ofar í sjónum. Einhvern veginn er þetta svo rökrétt þegar við hugsum um það og skiptir einhverju máli hverjir eiga trollin, við eða Bretar. Í mínum huga skiptir það ekki máli. Ég er ekki að agnúast út í einn eða neinn persónulega enda er fiskveiðistefnan ekki persónulegt mál eins eða neins. En frjálsra krókaveiðar verða eins og allt annað að koma í áföngum, því við erum einfaldlega þannig mennirnir að við förum á hælana eins og asninn í heyflekknum ef breytinar eru boðaðar of snökkt.

Talandi um útgerð þá er ég sjálf að gera út, ekki á fisk heldur ferðamenn. Fiskveiðar koma þó óbeint inn í þá starfsemi því sjóstöngin er hluti af minni útgerð.

Þar er "brottkast" ekki leyft, en "sleppingar" eftir greiðslu viðtekin venja. "Þannig fiskur" sem einu sinni hefur bitið á er líklegur til að "veiðast" aftur og er bara ekkert "særður" eftir fyrri "sleppingar".

 Skoðunarferðir af sjó eru einstök upplifun og við íslendingar höfum ekki sjálf nýtt okkur þá tegund afreyingar í ferðamennsku svo neinu nemi.

Við hér á Húnaflóasvæðinu erum með bestu sellátur landsins og erum að vakna til vitundar um áhuga erlendra ferðamanna á selaskoðun. Hann er gríðarlegur og í fjölda ára báru útlendingarnir sig sjálfir eftir selnum, nánast án okkar tilstuðan. Nú erun við á Hvammstanga búin að opna Selasetur Íslands, ég og maðurinn minn gerum út bát til selaskoðunar, sellátur hafa verið merkt á Vatnsnesi og verið er að koma upp selaskoðunaraðstöðu á Illugastöðum á Vatnsnesi. Allt er þetta gert með því hugarfari að ganga ekki nærri dýrunum eða trufla þau á nokkurn hátt. Verið er að kynna þessa nýju grein og svoleiðis tekur alltaf tíma og kostar fullt af peningum.

Sjóstöngin er að koma mjög sterk inn fyrir vestan og þar eru gríðarlegir möguleikar. Við verðum bara að stýra þessu sjálf og gæta þess að selja ekki svo grimmt á miðin að ferðamenn og fiskar fái yfir sig nóg. Reyndar held ég að ferðamennirnir verði "ofveiddir" á undan fiskinum. Þá er ég að meina það að fjöldi báta á einstökum svæðum verði of mikill og sjarminn hverfi og veiðimennirnir líka. Sjóstöngin er sem sagt nýtt útgerðarform og verulega vænlegt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband