Færsluflokkur: Dægurmál

Að sjá tækifærin

Fyrir svona 5 árum fannst mér að æskustöðvararnar mínar á Vatnsnesinu væri sveit án framtíðar, án tækifæra. Þar væri engin laxveiði á og þetta væri bara útkjálki sem enginn vildi neitt með hafa. Ég sá sem sagt enga möguleika þar til uppbyggingar bara eina leið og það niður. En síðan eru liðin 5 ár eins og áður sagði. Nú hafa augun opnast og möguleikarnir eru ljósir. Það er ferðaþjónustan sem geymir gullmolana. Selurinn liggur þar á skerjum og steinum á og við ströndina. Frá því snemma á vorin og fram eftir hausti koma ferðamenn frá öllum heimshornum að skoða þessi fallegu dýr í náttúrlegu umhverfi. Þessi erlendu ferðamenn eru okkar sjóður og það er okkar að koma til móts við þá og þjóna þeim sem best. Koma upp skoðunaraðstöðu fyrir þá, veita þeim upplýsingar, bjóða upp á afþreyingu sem höfðar til þeirra o.fl. o.fl.

Ferðaskrifstofur erlendis leita nú eftir að komast í samband við ferðaþjónustu á landsbyggðinni með vetrarþjónustu í huga. Nú er það okkar að svara kalli og finna afþreyingu að vetrarlagi sem vekur áhuga og eftirsókn. Hugsum málið.


Mínar fyrirmyndir

Mikið er ég glöð með að vera farin að blogga með ykkur kæru Skutlarar. Það eru ekki nein smá forréttindi. Mikið getur hugurinn verið stórkostlegur og þær myndir sem verða til inni í kúpunni. Þegar ég var lítil sveitastelpa á Vatnsnesinu, átti ég með fyrirmynd sem hét Jósefína Helgadóttir. Hún var formaður sambands kvennafélaganna í Vestur Húnavatnssýslu og átti öðrum fremur þátt í að á Hvammstanga var byggt sjúkrahús og elliheimili með ca 30 árumum. Í mínum huga var hún svooo stór og kjarkmikil. Ég ætlaði sko að vara svona eins og Jósefína þegar ég yrði stór. Eins og þið vitið þá er forsetafrúin okkar hún Doriet smávaxin og nett. Þegar Ólafur Ragnar var settur inn í embætti síðast, þá var Doriet í glæsilegum skautbúningi sem upphaflega var gerður fyrir áðurnefnda Jósefínu. Hún er samt og verður ætíð stór í mínum huga, hún stóð nefnilega fyrir stórkostlegum sumarhátíð til að fjármagna spítalann. Þá fengu allir að fara og við krakkaskottin fengum pening fyrir öllu mögulegu.

Nú er komin ný fyrirmynd og ekki er hún stórvaxin heldur, en svo stórkostleg persóna og mikill leiðtogi að leitun er að öður eins. Þetta er hún Ingibjög Sólrún Gísladóttir formaðurinn okkar í og það er svo góð tilfinning að vera í Samfylkingunni. Með jafnaðarmannakveðju Fríða Bjarna


Vorum svo heppin að fá ekki togara.

Þessa setningu sagði ég fyrir nokkrum árum við Svavar Gestson, þá þingmannþegar hann kom í heimsókn á þáverandi vinnustað minn Meleyri á Hvammstanga. Togaraskorturinn gerði það að verkum að við höfum nú á síðustu 2 til 3 áratugum stofnað ýmiskonar fyrirtæki. Sum hafa lifað en önnur ekki. Sum hafa verið seld burtu og önnur ekki eins og gengur. Sem betur fer vorum við ekki dæmd í frystihúsavinnu, sem er einhver leiðinlegasta starf sem ég hef kynnst. Rækjufæribandið er heiladautt starf, en þó þrifalegra en fiskvinnan. Þó að við séum ekki svo mörg í sveitarfélaginu eða um 1200 þá erum við nú með nokkuð fjölbreytt atvinnulíf og það eru mörg ár síðan einhverjum hér datt í hug í alvöru að setja hér á stofn fiskvinnslu aðra en rækjuvinnslu sem hefur verið hér síðan 1972. Ég er svo ánægð með togaraskortinn í dag og sé hér grósku sem ekki er eins virk þar sem treyst er á einn stórann aðila.


Verðkannanir

Það eru slæmar fréttir að gert skuli í því að blekkja verðtökufólk sem kemur í stórmarkaði hjá lágvöruverslunum. Það eru líka slæmar fréttir að dýrari varan sé höfð á þeim stað þar sem er aðgengilegast fyrir viðskiptavininn. Við þurfum kannski bara námskeið í því hvernig er best að leita í búðum að því ódýrasta. Er það niður við gólf svo kannsk er næsta skrefið að við verðum nánast á fjórum fótum við að ná okkur í það sem kostar minnst. Þegar ég set mig í spor kaupmannsins er þetta sennilega bara hluti að þeirri viðskiptasálfræði sem uppröðun í verslunum byggir á. Eru gangarnir milli hillurekka svona mjóir til að við séum síður að bogra eftir því sem er neðst? Og eru körfurnar svona stórar í sama tilgangi?

"Erlendir" peningar!!

Það er í raun fáránlegt að tala um erlenda og innlenda peninga. Í mínum huga er fjármagn eitthvað sem streymir um hagkerfi heimsins án landamæra. Þetta er jafn fáránlegt og að tala um að halda peningum í heimabyggð með því að leggja aurana sína inn á bók í bankaútibúinu "heima". Það sem skiptir mái er að fjármunir séu í veltunni á svæðinu og skapi kaupmatt þegnanna. Lánsfé á skaplegum kjörum er mun líklegra til að skapa hagsæld í byggðarlaginu, en fé sem situr ekki er hreyft. Auðvitað eykur það líkur á meiri veltu í byggðarlaginu, ef fé er lagt inn í Sparisjóð á svæðinu, en stóru bankarnir eru með ákveðnar útlánareglur og veðhæfni eigna á landsbyggðinni er léleg á sumum svæðum. Hinir svokölluðu erlendu peningar streyma munu streyma hér út og inn, hér eftir sem hingað til. Það eru tekjurnar af peningastreyminu sem skipta máli og við íslendingar höfum verið að klifa upp tekjustigann undan farin ár.


Umhverfismál á heimsvísu.

Mikið er ég stolt af þeirri framsýni sem lýsir sér í útrás orkufyrirtækjanna. Nýting jarðhita er afskaplega mikilvægur þáttur í grænu orkunni sem öll heimsbyggðin þarf svo mikið á að halda. Fyrirtækin sem að þessu standa eru afrakstur mikils hugvits sem hefur orðið til á undanförnum áratugum. Eins og kom fram í máli forstjóra OR hefur útrásarþátturinn verðið aðskilinn frá orkusölu til neytenda hér. Auðvitað er það krafa okkar neytenda á Íslandi að orkusala til okkar sé á samfélagslegum grunni og verðlagi stillt í hóf. Okkar auðæfi felast fyrst og fremst í þeirri gríðarlegu þekkingu og framsækni sem einkennt hefur rannsóknir jarðhita á Íslandi. Að fjárfestar erlendis hafi áhuga á að leggja fé í útrásin er af hinu góða. Við teljum eðlilegt að íslenskir fjárfestar kaupi sig inní rekstur erlendis og þá er eðlilegt að slíkt sé gagnkvæmt.


Bílaeign á Íslandi.

Við erum dugleg að kaupa okkur bíla og það er líka mikið gert til að halda þeim að okkur. Auglýsingar, bílalán og hvers kyns áróður hefur markvisst fjölgað bílum hér á landi árum saman.  Það er ekkert nema sjálfsagt að við eigum bíla og það hefur ekki verið unnið með sýnilegum árangri að því að beina fólki í almenningssamgöngur. Stærð landsins torveldar slíkt vissulega. en hefur verið einhver raunveruleg framþróun á því sviði undanfarin ár. Höfuðborgarsvæðið ætti að vera orðið mjög þróað á því svið og slíkar samgöngur fólki að kostnaðarlausu. Nú er verið að ráða eftirlitsfólk í vagnana hjá SVR til að koma í veg fyrir kortasvindl. Gatnakerfi borgarinnar er á sama tíma að springa og er kannski löngu sprungið. Það er vel þess virði að gera tilraun í tiltekinn tíma með fríar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og skíra af heiðarleika frá niðurstöðu úr þeirri tilraun. Þarna mætti í leiðinni gera tilraun með umhverfisvænni farartæki, breytilegar stærðir og fleira. Við verðum að prófa allar leiðir til að minnka umferð einkabíla, minnka mengun og auka hagkvæmni og umhverfisvernd.


Að "lækna" samkynhneigða!

Sú fullyrðin að "lækna" samkynhneigð er álíka fáránleg að að "lækna" freknótta. Og ég spyr, lækna hvað. Við erum öll einstök og okkur eru gefnir einstakir hæfileikar, einstakar tilfinningar og einstakt útlit. Hvernig í ósköpunum dettur einhverjum í hug að kynhneigð til annarra fullorðinna einstaklinga flokkist sem veikindi. Kynhneigð til barna er veila sem nauðsynlegt er að meðhöndla og þá af þar til lærðu fagfólki. Gagnkynhneigð, tvíkynhneigð og samkynhneigð eru kenndir sem þjóðum heims ber að virða og taka sem sjálfsögðum rétti hvers og eins. Allar þröngar túlkanir á trúarbrögðum eru til þess fallnar að skapa fordóma, réttlæta kúgun, ofsóknir og manndráp. Skoðanafrelsi, trúfrelsi og frelsi til einkalífs svo sem eru grundvallarmannréttindi. Mannréttindi eru því miður fótum troðin um víða veröld. Það er í mínum huga mannréttindi að fá að giftast maka sínum, hvort hann er að gagnstæðu kyni eða ekki. Þó samkynhneigðir njóti margskonar réttinda hér á landi, hefur þetta skref ekki verið stigið til fulls. Að bjóða samkynhneigðum "lækningu" á ekkert skylt við neina trú eða réttindi. Það eru einstaklega ýktir fordómar sem enginn ætti að hafa í okkar upplýsta samfélagi.


Umhverfisvernd - hvað er það

Umhverfisvernd er mikið notað orð á Íslandi nú um stundir. En hvað felst í því orði, er það afturhvarf til gamals tíma þegar aðeins mannshöndin og bitlítill torfljár sáu um að gera smá túnskika svo fóðra mætti fáeinar rollur og eina kú heimilisfólki til lífsviðurværis. Ef ekki má hreyfa við landinu til að byggja á því atvinnuskapandi fyrirtæki, höfum við þá leyfi til að gera ný tún í sveitinni, byggja sumarhúsahverfi og nýja byggðakjarna. Skiptir það kannski mestu máli hvort til verða peningar við jarðrask eða ekki. Fyrir nokkrum árum fór ég að Blönduvirkjun og sá mannvirkin þar. Mér fannst þau til prýði og allt var snyrtilega frágengið og fallegt. Til að komast til fjalla að virkjuninni fór ég um sveitir og þar blöstu við sveitabæirnir hver af öðrum. Þar höfðu i sumum tilfellum verið framin umtalsverð umhverfisspjöll. Draslið blasti við um allt, gamlar vélar, bílaflök, aflögð gripahús að hruni komin, girðingar í alla vegana ástandi, for og drasl við útihús og svona mætti lengi telja. Bændurnir hafa að vísu verið skráðir eigendur fyrir viðkomandi jörðum. Og svo er búskaparhokur til sveit ævaforn kúnst á Íslandi. Ég get bara ekki sætt mig við að fólk geti í skjóli eignaréttar og fornra hefða, gengið um eins og það sé eitt í heiminum og engum komi við hvort það safnar drasli eða ekki. Margir bændur ganga vel um og það skal ekki frá þeim tekið, en hinir eru ennþá alltof margir sem enn lifa í einangruðum hugarheimi og skeyta lítt um umhverfisvernd í eigin nær umhverfi. Það eru kannski sömu aðilarnir sem fara svo á límingunum þegar annarskonar atvinnustarfsemi vill hasla sér völl í sveitinni þeirra.


Það sem fólkið vill??

Ágúst Einarsson skólastjóri Háskólans á Bifröst telur að leggja eigi niður Byggðastofnun og láta af þeirri byggðastefnu sem ríkisstjórnir á Íslandi hafa rekið undanfarna áratugi. Meirihluti þjóðarinnar býr á suðvesturhorninu og stjórnvöld eiga að hlusta á það sem fólkið vill. Borgríkið er staðreynd segir Ágúst. Byggðastofnun hefur líka verið eins og tómt vatnsglas í eyðimörk undanfarin ár. Á þeim forsendum er ég sammála Ágústi, en ég tel að koma verði á málinu á nýjan hátt.

Verðgildi hluta er viðhorf sem sannast best á því að nú eru jarðir um allt land allt í einu orðnar mjög háar í verði og sá sem keypti sér skika fyrir einhverjum árum á nokkrar krónur, getur ná allt í einu fengið fúlgur fjár fyrir sama blettinn án þess að hafa lagt nokkuð í að gera hann verðmætari. Fasteignir í þorpum og bæjum eru hins vegar afar lágt metnar og láshæfi þeirra mjög rýrt. Við sem erum að koma upp atvinnurekstri út á landi eigum í erfiðleikum með lánsfé þar sem veðin okkar eru ekki tekin gild og það er ekki talið fýsilegt að lána út á rekstur utan höfuðborgarsvæðisins. Okkur vantar aðgang að lánsfé sem tekur tillit til aðstæðna. Á austfjörðum hefur farið fram stórfelld uppbygging þar sem stórfyrirtæki fær orkuna á bestu kjörum sem gerir fjárfestingu mun áhugaverðari en ella. Þar er að skapast stórkostlegt tækifæri til uppbyggingar á atvinnulífi sem gerir það að verkum að önnur starfsemi á svæðinu blómstrar. Menntun, menning og mannlíf er á brunandi siglingu og lífskjörin eru örugg og jöfn. Á svæðum eins og í norðvesturkjördæmi þarf að koma til einhver innspýting sem munar um. Ég er ekki að biðja um álver eða stóriðju, þó ég sé ekki á móti slíku, heldur þolinmótt lánsfé þar sem afborganir hefjast ekki fyrr en eftir ca 3 til 5 ár. Fylgst væri með rekstri fyrirtækjanna og gripið inní með ráðgjöf eða beinum stjórnunaraðgerðum ef virkilega væri þörf á. Rekstraráætlanir sýndu hve langur tími væri þar til fyrirtæki skilaði hagnaði og greiðslubyrgði hagað samkvæmt því. Styrkveitingar í formi markaðssetningar væru umtalsverðir og þá er verið að tala um peninga sem skipta máli. Ekki að sletta nokkrum hundraðþúsundköllum í atvinnurekendur til að friða samvisku stjórnmálamanna eins og gert hefur verið undanfarin ár. Eða vaxtarsamningum uppá eina kjallaraíbúð á ári fyrir stórt landsvæði. Slíkt verkar eins og lítill plástur á kviðarholsskurð, í stað þess að sauma saman. Eða ein kexkaka handa hungraðri fjölskyldu.

Við vitum að fiskiðnaðurinn er á undanhaldi og æ færri vilja starfa við hann þó störf séu í boði. Landbúnaður hefur að sumu leyti tekið miklum breytinguna, en meðan sölukerfið og innflutningshöftin eru við lýði þá mun viss hluti hans hjakka í sama farinu. Ég hlýddi á umræður fyrir skömmu um kjötgæði og mér eru minnisstæð orð ein ungs bónda. "Því skyldum við hugsa um þessa hluti, við fáum ekkert meira fyrir kjötið með því móti" Svo mörg voru þau orð.

Við þurfum ný vinnubrögð og fyrst og fremst nýtt viðhorf til uppbyggingar atvinnulífs á köldum hagvaxtarsvæðum. Þar verður að koma myndarlega inn og styðja við þá sem áhuga hafa á að byggja upp atvinnulíf á nýjum forsendum og styrkja þau fyrirtæki sem talist geta lífvænleg. Það er búið að moka allt of miklum peningum í draumóra í fiskverkun og útgerð.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband