Færsluflokkur: Dægurmál

Guðni að snúast á átt að ESB

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/15/gudni_vill_skoda_esb_adild/

Það er sannarlega góð tíðindi ef Guðni Ágústsson er að koma til nútímans. Hann er meiri maður fyrir vikið, en hann veit líka að nú duga gömlu spjótin ekki lengur. Það sannaðist vel á dögunum þegar skotið frá Bjarna Harðarsyni geigaði og hann skaut sjálfan sig í fótinn


mbl.is Guðni vill skoða ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gunnar Páll og VR

Mér sem fyrrverandi verkalýðsformanni finnst Gunnar Páll Pálsson hafa tekið skynsamleg ákvörðun í stöðunni.

Það er ábyrgðarhluti að segja af sér, sem hefði einungis skilað því varaformaður hefði tekið við og félagsmenn ekki átt kost á að velja sér formann.

Mér finnst hann hafa tekið rétt á málinu að gera tillögu um að flýta stjórnarkjöri og leggja það til að kosið verði um stöðu formanns þó rúmlega eitt ár sé eftir af hans kjörtímabili.

Þá hafa félagmenn tækifæri til að skipta út og bjóða fram þá sem þeir treyst betur. Þessi leið er mun betri en bein afsögn og líklegri til að skapa sátt.

Þeir sem ætla að gera hallarbyltingu í svona félagi verða að þekkja lög félagsins betur en þessi hópur virðist hafa gert.

Ef þið þarna úti eruð ekki búin að átta ykkur á því, þá erum við komin af frumskógastiginu.


Hvað eru 11 milljarðar á milli vina !!

"Ríkið lagði peningamarkaðssjóði 9 í Glitni til ellefu milljarða króna eftir að honum hafði verið lokað vegna þess að Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var stjórnarmaður í sjóðnum. Þetta fullyrti Sigurður G. Guðjónsson, fyrrverandi stjórnarmaður í Glitni, í Íslandi í dag.

„Ríkið lagði þessum sjóði til peninga sérstaklega eftir að búið var að loka honum," sagði Sigurður og bætti við að það hefði verið ákvörðun fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Hann sagði að slíkt hið sama hefði ekki verið gert við aðra sjóði.

Sigurður sagði ljóst að litið hafi verið svo á að ríkið væri orðið hluthafi í bankanum á þessum tíma og stjórnvöld hafi ekki viljað að sjóður sem þingmaður bæri ábyrgð á væri lokaður. „Þetta er eina skýringin," sagði Sigurður.

Vísir hefur reynt að ná tali af Illuga Gunnarssyni í kvöld, en án árangurs. "

Svo segir í frétt á Vísi.is

Hvað eru 11 miljarðar milli vina!!


Bjarni Harðar og Valgerður

Bjarni Harðar og Valgerður. Þarna eigast við 2 armar Framsóknarflokksins sem eru að mínu mati armur fortíðar (Guðni, Bjarni og co) og armur framtíðar (Valgerður og co). Auðvitað má gagnrýna margt sem VS gerði í sinni ráðherratíð og ekki fer ég út í það hér. Vinnubrögð Bjarna er líka afspyrni klúðursleg og ljót.

Svo er annað, fyrir hönd hverra eru bændur í Skagafirði að skrifa. Þar er enn starfandi öflugt Kaupfélag með kaupfélagsstjóra sem kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að ná eignum og völdum til KS.

Hvað vita bændur í Skagafirði um ESB.  Hafa þeir lesið skýrslu Evrópusetursins við Háskólann á Bifröst,  Hverju mundi ESB aðild breyta fyrir íslenska neytendur sjá hér Skýrsla er ný, frá apríl á þessi ári.

Við höfum öll gott af því að lesa hana og taka svo afstöðu, en ekki eingöngu hlusta á hagsmunafólk hins gamla kerfis.


Burt með Davíð !!

Afsagnir ráðherra og þingmanna eru vinsælar í dag. Það er í mínum huga ein afsögn sem er svo brýn að hún getur ekki beðið og hún ætti reyndar að vera löngu afstaðin. Það er afsögn Davíðs Oddssonar Seðlabankastjóra. Þegar hún er frá getur ríkisstjórnin farið að vinna og vinna saman. Það eru smjörklípur af verstu gerð að henda vantrausti í fólk út og suður, þegar ábyrgðin liggur hjá sjálfskipuðum einræðisherra landsins. Burt með Davíð og svo er hægt að skoða sakir annarra síðar.

 


Ekki einangra Ísland.

Ekki einangra Ísland !!!!! 

Árni Þór skrifar grein í Moggann í dag og fer mikinn yfir þjösnaskap Breta og annarra þjóða. Þar segir í níðurlagi;

Tilvitnun hefst;

 “Ekki er nóg með að Bretar hafi beitt hryðjuverkalöggjöfinni, nú kemur Evrópusambandið nánast eins og það leggur sig og reynir að kúga þjóðina til undirgefni og hlýðni. Það er þjösnaskapur sem mikilvægt er að þjóðin viti um. En við skulum ekki láta kúga okkur. Við Íslendingar kunnum að bogna lítið eitt um sinn en við brotnum ekki. Ef við trúum á okkur sjálf, á auðinn í okkur sjálfum sem þjóð, á landið og gögn þess og gæði, ræktum menningu okkar og tungu, þá höfum við okkur út úr þessum erfiðleikum eins og öðrum sem við höfum ratað í. Í því sambandi er freistandi hugsun að betra sé að sleppa því að taka öll hin erlendu lán. Herða þess í stað sultarólina aðeins fastar um sinn, en eiga í staðinn von í betri og bjartari framtíð fyrir okkur og börnin okkar innan ekki allt of langs tíma. Áratuga þrautaganga með skuldaklafa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins á herðunum, sem mun skerða lífskjör og takmarka möguleika okkar um áratugaskeið, er skelfileg tilhugsun.”

Tilvitnun lýkur

og VG ekki að kynna aðferð Bjarts í Sumarhúsum. Að svelta frekar en biðja um aðstoð og er það ekki hin svokallaða “Finnska leið”, það er að segja sá hluti hennar, sem Sigurbjörg Árnadóttir varar svo sterklega við. EKKI LÁTA KÚGA OKKUR.

Er fólk að hugsa málin til enda, ég held ekki.

Ég er ekki tilbúin til að berjast í bökkum það sem ég á eftir ólifað á þessu annars fallega og góða landi, fyrir einhverri dauðadæmdri hugsjón.

ESB er auðvitað bæði með kosti og galla, en það er samt skásti kostur okkar nú, við höfum ekki um margt að velja.

Ég á í fórum mínum gamalt umsóknareyðublað frá 1947 frá Fjárhagsráði. Afabróðir minn var þá að byggja hús yfir sig og 6 aðra einstaklinga, sem bjuggu í gömlum torfbæ. Það varð að sækja um leyfi fyrir öllu og meira að segja nöglum. Hvaða byggingarefni stóð til boða, jú hrákatimbur og asbest til að klæða með að utan. Hann og bróðir hans urðu í ellinni yfirkomnir astmasjúklingar. Svo voru skömmtunarseðlar fyrir öllu mögulegu. Bændur lögðu inn í Kaupfélagið og fengu út það sem þar fékkst, gegn skömmtunarseðlum. Ég svalt ekki, en mér var svo oft kalt á fótunum af því gólfin voru ekki einangruð og það varð svo kalt á nóttunni vegna þess að það var svo dýrt að kynda allan sólarhringinn. Gluggar með einföldu gleri frusu að innan yfir veturinn, veggir einangraðir með torfi héldu hitanum ekki úti. Foreldrar mínir höfðu flúið að sunnan, undan atvinnuleysi og örbyrgð. Þau voru hluti hópsins sem flutti í þetta “vandaða nýja hús”.

Látum ekki einangra okkur, hvað sem það kostar. Ekki aftur skömmtun, fátækt og niðulæginugu


Obama leyfir rannsóknir á erfðvísum - gleðifrétt

Gleðifréttir að Obama ætlar að leyfarannsóknir á erfðavísum. Það eitt og sér ergríðarlega mikilvægt fyrir heilbrigðiskerfi heimsins. Áfram Obama !!
mbl.is Obama hyggst snúa ákvörðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldarnir brenna - við þurfum að skipta út krónunni á næstu vikum

Þessi grein eftir B.P. er eins og töluð út úr mínu hjarta. Ég er ekki tilbúin til að borga meira með þessum ómaga okkar, krónunni ef ég get með einhverju móti komist hjá því. Þarna er leið og ef hún er fær (eins og greinarhöfundur heldur fram) þá vil ég að hún sé farin strax.
Baldur Pétursson

Við erum í kapphlaupi við tímann, eldarnir brenna enn og við þurfum að skipta út krónunni á næstu vikum. Þetta segir Baldur Pétursson, aðstoðarframkvæmdastjóri Þróunarbanka Evrópu.

Daginn sem bankaútrásin dó - mánudaginn 6. okt. og allar götur síðan hafa satt að segja fáir mælt krónunni bót. Söguleg tíðindi urðu á ársfundi ASÍ nýverið þegar sambandið lýsti yfir löngun til að Ísland færi í Evrópusambandið og tæki upp evru.

Lengra er síðan að Samtök atvinnulífsins lýstu krónuna steindauða og Samtök iðnaðarins hafa í mörg ár barist fyrir upptöku evru. Þá er ótalinn fjöldinn allur af málsmetandi mönnum, ráðherrum í öðrum ríkisstjórnarflokknum, varaformaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið að fikra sig í þessa átt og kynstrin öll af blaðagreinum frá áhyggjufullum almenningi hafa verið birtar nú í blábyrjun kreppunnar.


Ofríki og mistök Davíðs Oddssonar

Var að horfa á Sigurð Einarsson í Markaðnum hjá Birni Inga. Þar kom ýmislegt fram sem varpar ljósi á það sem verið hefur að gerast undanfarið. Mér er reyndar gjörsamlega hulið hvernig Davíð Oddsson hefur á sínum valda tímatekist að ná þvílíku kverkataki á öllum í kringum sig að hann hefur í mög ár getað hagað sér eins og fíll í glervörubúð, án þess að vera stöðvaður.

Að geta með hótunum (þó hann sé Seðlabankastjóri) komið í veg fyrir að stærsti banki landsins gerði upp í evrum, þó það væri fyllilega lögleg, bara af því það hentaði ekki hans duttlungum.

Að fjármálaráðherra landsins væri nánast á hnjánum að biðja Kaupþing um að draga umsóknina til baka, svo hann þyrfti ekki að úrskurða í málinu. Trúlega vegna þess að hann hefur ekki talið sig  lagalega séð, geta úrskurðað að Kaupþing hefði ekki heimild til að gera upp í evrum og ef hann gerði á móti vilja foringjans þá væri hann sjálfur úti í kuldanum.

SE talaði líka um skýrslu frá 2003 sem ekkert hefði verið gert með neitt með, en þar var bent á leiðir til að bæta umhverfi á fjármálamarkaði. Það væri fróðlegt að komast í innihald hennar og sjá hvað tillögur þar væri að finna.

Mér er til efs að ráðherra eða háttsettur einstaklingur í stjórnkerfi lands í okkar heimshluta hefði komist upp með að gera eitt af þeim mistökum sem DO hefur gert, hvað þá meira og sitja enn sem fastast.

Mistök og geðþóttaákvarðanir DO hafa kostað þjóðarbúið, fyrirtækin og fólkið í landinu, gríðarlegt fjárhæðir.

Hér eru 3 dæmi sem ég vil kalla pólitísk og stjórnunarleg mistök og rekja má til ofríkis DO.

  1. Að Ísland gekk ekki í ESB á 10. áratugnum. Þá værum við ekki í þeim gríðarlega vanda sem er hér í dag. Davíð var því andsnúinn og fékk sitt fram.
  2. Að bankarnir fengu ekki að gera upp í evrum. Þá værum við ekki í þeim gríðarlega vanda sem er hér í dag. Davíð var því andsnúinn og fékk sitt fram.
  3. Að Glitnir hefði ekki verið þjóðnýttur. Þá værum við ekki í þeim gríðarlega vanda sem er hér í dag. Davíð var því andsnúinn og fékk sitt fram.

Þið sem missið vinnu, greiðið áfram félagsgjald

Þið sem eruð að missa vinnuna, gætið vel að félagsgjald sé áfram greitt af atvinnuleysisbótunum ykkar til þess stéttarfélags sem þið hafið greitt til. Ef það er ekki gert, þá missið þið rétt ykkar hjá félaginu. Þar er verið að tala um sjúkrasjóð, námsstyrki, orlofsdvöl og annað sem félögin er með til styrktar sínu fólki.

Réttast væri að félagsmálaráðherra setti inn þá breytingu að skylda þá sem þyggja atvinnuleysisbætur að greiða félagsgjald af bótum. Skylda fólk til að viðhalda réttindum hjá sínu stéttarfélagi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

248 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 110188

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband