Færsluflokkur: Dægurmál

Velkominn til valda Obama

Til hamingju heimur að hafa fengið nýja tíma með kjöri Obama, Þakkir til máttarvaldanna fyrir þessa gleðifrétt.


Bogi sagði sig frá skoðun eða

Mótmæli almennings við ættartengslum þeirra sem stýra átti forathugun eða svokallaðri "kortlagningu" á hruni fjármálakerfisins á Íslandi, eru byrjuð að skila árangri. Bogi Nilsson hefur sagt sig frá verkinu og er það vel. Við verðum að meta það sem okkur finnst rétt gert, þó margt sé vafasamt í samfélaginu.
Þetta er góð byrjun hjá þér Bogi og vonandi taka fleiri mark á þjóðinni.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir fengið bæði hrós og ofanígjöf.

Gott að heyra frá Ragnheiði Ríkharðsdóttir í kvöldfréttum og hún stendur keik með sinni skoðun. Hún hefur jú fengið ofanígjöf en ekki skammir. Fleiri hafa þó hrósað henni og það er gott. Þessir sömu þingmenn eru vonandi að safna kjarki til að stíga fram. Athugið það bara að við höfum ekki mikinn tíma, klukkan tifar og margir eru skelfingu lostnir yfir ástandinu í þjóðfélaginu.

Björn Ingi og "stærsti" stjórnmálaflokkur á Íslandi.

Fyrirgefðu Björn Ingi, en ertu ekki að tala um þriðja stærsta stjórnmálaflokkinn eða þann þriðja minnsta sem kom mönnum inn á þing, Sjálfstæðisflokkinn.

Varaformaður í stærsta stjórnmálaflokknum, Samfylkingunni er karlmaður og auk þess í góðu málefnalegu jafnvægi við sinn formann.

Sjálfstæðisflokkurinn er að heyja sitt stóra tapstríð núna og Þorgerður Katrín er einfaldlega ásamt Ragnheiði Ríkharðsdóttir að ganga fram fyrir skjöldu og segja sínar skoðanir, en ekki að taka við ordum frá Davíð Oddssyni.

Þá fer auðvitað ófrægingarvélin í gang, þessi vél sem Geir H H óttast svo mikið.

Ég er þess fullviss að ÞK og RR eru báðar það sterkar og sjóaðar að þær þola þessa rógsherferð.

Ég væri ekki hissa þó fleiri af þingmannaliði Sjálfsstæðisflokksins kæmi út úr skápnum næstu daga.

Það er nefnilega betra að þola baktal sem er rangt, en að láta troða bullinu í Davíð ofan í kok á sér og skemma þannig eigin orðstír.


ESB og Evran er leiðin

EES samningurinn hefur haft margt mjög gott í för með sér fyrir okkar samfélag, en því verður ekki á móti mælt að þeir sem héldu utanum peningamálastefnu á Íslandi brugðust kolrangt við.

Opnuðu allar leiðir uppá gátt í stað þess að fara varlega af stað og halda vel utanum málin með þar til gerðu regluverki.

Að Framsókn skyldi vera boðið í vagninn með Sjálfstæðisflokknum eftir undirritun EES samningsins, gerði það að verkum að helmingaskipti fóru fram eftir "bókinni þeirra" með banka og aðrar ríkisstofnanir sem seldar voru til enskaaðila.

Í skjóli flokkanna gátu gömlu blokkirnar komið sér vel fyrir í einkavinakerfinu. Þeir gleymdu því bara að gamla einangrunarstefnan var farin og allt hennar skjól.

Og svo voru nýir aðilar að hasla sér völl í viðskiptum og það passaði bara ekki. Þá var lögreglan kölluð til og upphófst einn almesti skrípaleikur sem fram hefur farið í íslensku réttarkerfi síðustu áratugi, Baugsmálið svokallaða.

Svo var vesalings krónunni ýtt á flot og um leið upphófst tilraunaverkefni með efnahagsmál á Íslandi.

Þetta tilraunaverkefni er orðið okkur afskaplega dýrt sem nú er ljóst orðið.
Og hefur verið mjög dýrt fyrir fólk og fyrirtæki þessa lands, allan tímann með vöxtum og verðtryggingu í ýmsum hæðum og nú á háaloftinu eins og gálgi með snöru sem eingan langar að hanga, en allir óttast.

Til að taka snöruna, gálgann og allt sem honum fylgir er nú orðin eina leiðin okkar að sækja um aðild að ESB.

Stolteinberg kæfði umræðuna um að norsku krónuna sem björgunarleið í viðtali í gærkvöldi.

Hvort sem fólki líkar betur eða verr, þá er þetta staðan.

Innganga í ESB með aðlögun að gjörbreyttu umhverfi með stöðugleika, án verðtryggingar og með lágum vöxtum.

Eða krónan með gálga hávaxta, verðbólgu og fátæktar.

 


Aðildarviðræður hefjist nú þegar.

Er svo sannarlega sammála Björgvin G um aðildarviðræður við ESB. Mikill meirihluti þjóðarinnar vill það og við verðum að vita þá kosti og galla sem það þýðir fyrir okkur sem allra fyrst.
mbl.is Ísland endurskoði ESB-afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lagaumhverfi heimsviðskipta.

Skattaumhverfi fyrirtækja er örugglega eitt af því sem verður endurskoðað um allan heim í kjölfar þess sem gerst hefur. Sömuleiðis lagaumhverfi fjármálastofnana og alþjóðaviðskipta almennt.

Aukning á alþjóðaviðskiptum verður örugglega töluverð á næstu árum og áratugum. Nauðsynlegt er að slík viðskipti séu greið og gagnsæ. Höft í viðskiptum er afturhvarf til fortíðar sem ekkert okkar vill. Það er hinsvegar regluverk slíkra viðskipta sem verður að breyta og það verður gert.

Hvort sem okkur líkar betur eða ver þá veltur mikið á því núna hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. Við erum öll svo samtengd á jarðakringlunni að gjörðir einnar þjóðar hafa áhrif um allan heim.

Það er auðvitað nauðsynlegt að skoða hvað olli þessum ósköpum, en ég tel að margt sem lesa má hér á blogginu sé afar mikil einföldun á því hvað veldur. Stjórnarskipti nú mundu einungis tefja björgunaraðgerðir og gera illt verra.

Þegar aðeins líður frá og við sjáum betur hverjar framtíðaráætlanir stjórnvalda eru, þá er rétt að skoða málin. Núna er verið að slökkva eldana og það verður að klára, þó öllum líki ekki við slökkviliðið. Uppbyggingastarfið er vart hafið svo við skulum aðeins draga andann.

Fyrir mér eru tvær megin leiðir uppi.

Önnur er sú að draga okkur inn í skel þjóðernishyggju og lifa sem mest á landsins gæðum og því sem framleitt er hér heima, takmarka samskipti við útlönd sem allra mest og ríghalda í okkar verðtryggingu, verðbólgu, sveiflur, vexti og allt sem við þekkjum svo vel. Lífskjör mundu rýrna hér verulega og stöðnun verða viðvarandi á mörgum sviðum.

Hin er að ganga til liðs við ESB og taka upp evru, henda verðtryggingu, hárri verðbólgu, miklum sveiflum, háum vöxtum og efla viðskipti við útlönd enn frekar. Hagsæld mundi aukast hér jafnt og þétt og jöfnuður sömuleiðis.


Á netinu er kynt undir sleggjudómum og ofstæki.

Þó ég vafri ekki mikið á netinu, þá fer það ekki framhjá mér að þar er kynt undir sleggjudómum og ofstæki og það meira að segja af Agli Helgasyni á eyjan.is. Þar birtir hann sögur frá fólki sem honum eru sendar sem eru gjarnan þess eðlis að fólk hefur ákveðið sjálft að það sé að lenda í hinu og þessu slæmi. Í stað þess að taka þessar sögur inn án þess að reynt sé að finna út hvort þetta eða hitt sé staðreynd, er mikill ábyrgðarhluti. Ef sá háttur væri hins vegar hafður á að kanna eina og unnt er hvernig þessu eða hinu sé varið, þá væri það mikið til hagsbóta fyrir þá fjölmörgu sem er hræddir og reiðir.

Ég skora því á EH að koma á þannig þjónustu að fólk geti lagt fram spurningar og hann leitaði svara sem hann síðan birti.


Gagnrýni á ekki viðmálefnlegar spurningar starfsmanna RUV

Ég er ekki sammála Tryggva Gíslasyni á Akureyri um það að RÚV sé að kynda undir sleggjudómum og ofstæki í þáttum á RÚV sjónvarpi. Ég hef hinsvegar gagnrýnt Egil Helgason fyrir framgöngu hans í viðtalinu við JÁJ. Þar á ég við það að EH missti sig í reiðikast og var þar af leiðandi ekki málefnalegur. Hann var auk þess ekki nægilega undirbúinn að því er virtist. Hann hefur viðurkennt að hafa reiðst fyrir hönd þjóðarinnar og sennilega er hann skapbráður maður. Fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis Þorsteinn Már Baldvinsson, er sagður afar skapbráður maður, en þó sá ég hann ekki missa sig með þessum hætti í viðtölum við fjölmiðla þegar Glitnir var tekinn yfir af ríkinu, að því er virðist að undirlægi aðalbankastjóra Seðlabankans. Það eru vissulega miklar tilfinningar í gangi í þjóðfélaginu þessa dagana, en ég hygg að heitast sé fólki í hamsi á Höfuðborgarsvæðinu. Þar hefur launaskrið, hækkun húsnæðisverðs og lífsstílsbreytingar verið mestar. Við hér á Norðvestur landi höfum verið í neikvæðum hagvexti það sem af er þessari öld og þó við höfum lent í dýfum hvað eftir annað, þá hefur það ekki verið svo mikið tiltökumál fyrir þjóðfélagið í heild.

Sigmar var málefnalegur í Kastljósinu þó að spurningarnar væru vissulega krefjandi, en málið er svo stórt að það verður að spyrja krefjandi spurninga. Hann fékk líka GHH til að segja ýmislegt sem ella hefði legið ósagt. 

 


mbl.is RÚV sagt kynda undir sleggjudómum og ofstæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

580 milljarða lán frá Bretum

Eru Bretar að linast og taka okkur af hryðjuverkalistanum. Darling hefur séð sig um hönd, blessaður.

 


mbl.is 580 milljarða lán frá Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

235 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 110257

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband