Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
7.2.2012 | 20:47
Skuldaklafi er mjög heilsuspillandi !!!
Ég hef ekki vantreyst kunnáttu Vilhjálms Þorsteinssonar eða Marinós G Njálssonar til að leysa reikningsdæmi fram að þessu miðað við forsendur sem þeir gefa sér er útkomurnar örugglega réttar.
Þeir eru með gjörólíka sýn á vanda heimilanna og fá þar af leiðandi mjög ólíkar niðurstöður. Ég er sammála Marinó og mörgum fleirum um að leiðrétta verði forsendubrestinn sem varð hjá húsnæðiseigendum eftir Hrunið.
En málið snýst um fleira en að karpa um tölur á blaði það snýst um líf og heilsu fjölda fólks líf eða dauða í sumum tilfellum það snýst um að stórir hópar eru í raun þrælar okurs og slíkt rýrir lífsgæði mjög verulega. Ég þekki þessa hluti á eigin skinni og veit um hvað málið snýs.
Ég varð gjaldþrota 1985 í kjölfar þess að verðtryggingin var sett á gildandi lánasamninga í óðaverðbólgu vorum með rekstu á eigin kennitölu sem ekki þoldi breytinguna með neinum hætti. Algjör forsendubrestur þar og vafalaust á gráu svæði lagalega.
Ég (við) var/vorum í áratugi að greiða niður lán með persónulegum ábyrgðum vina og fjölskyldumeðlima svo þau féllu ekki á ábyrgðarmenninga. Á sama tíma keyptum við til baka (því miður) húsið okkar á verðtryggðum lánum frá Húsnæðisstofnum ríkisins samkvæmt lögum frá 1986.
Skuldafjötrar eru mikið böl og afar heilsuspillandi ég ræddi þessa hluti við Sparisjóðsstjórana sem sátu á móti mér við borðið það var eins og þeir gerðu sér ekki grein fyrir þeirri hlið málsins því miður skildu ekki sálarangistina vissu ekki um kvíðann magabólguna svefnleysið og þar fram eftir götunum.
ÞVÍ SEGI ÉG ÞAÐ VERÐUR AÐ LEIÐRÉTTA FORSENDUBRESTINN ÞÓ ÞAÐ KOSTI ÞAÐ ER SVO RÁNDÝRT AÐ GERA ÞAÐ EKKI.
6.2.2012 | 01:40
Til umhugsunar - stjórnarkjör í verkalýðsfélögum !!!
Skipan/kjör stjórna í verkalýðsfélögum er að mínu áliti eftir afar fornfálegu kerfi - bjóða þarf fram lista yfir alla aðal og varamenn í stjórn - í stað þess að kosið sé um hvert og eitt embætti - engin ákvæði eru um takmörk á því hvað hver og einn stjórnarmaður sitji lengi í embætti.
Ef þú ert einu sinni komin/n í formannstólinn - þá hefur þú hann meðan þér sjálfri/sjálfum þóknast. Slíkt fyrirkomuleg er ekki í samræmi bestu lýðræðislegu vinnubrögð nútímans
Að mínu áliti er mjög nauðsynlegt að endurskoða lög og reglur um skipan/kjör stjórna í verkalýðsfélögum - ásamt því að setja tímamörk á því hvað hver einstaklingur getur gengt hverju embætti lengi. Þessi breyting mundi vafalaust skapa stjórnarmönnum meira aðhald og minnka líkur á því að klíkutengsl myndist milli aðila.
Mér finnst rétt að varpa þessu fram til skoðunar og umhugsunar - við erum núna með Lífeyrissjóðina undir smásjánni - og það er vel:
2.8.2011 | 02:57
Auðjöfrar stýra hingnun stórveldis !
BNA eru komin að fótum fram vegna skulda. Rökrétt svar við stöðunni er að hækka skatta og þá sérstaklega á breiðu bökun svokölluðu, gera róttækar breytingar á innviðum samfélagins og endurskoða útgjöld til hermála með verulegan niðurskurð í huga. Hækkun skatta er eitur í beinum hægri (öfga)manna og þeim hefur tekist í þessari lotu að standa gegn skattahækkunum. Niðurskurður ríkisútgjalda skal það vera og hann mun vafalaust bitna harðast á lágtekjufólki sem er illa statt fyrir. Obama tókst ekki að gera breytingar á heilbrigðiskerfinu vestra, sem er bæði fokdýrt og afar óréttlátt. Útgjöld til hermála verða trúlega áfram ósnertanleg svo vopnaframleiðendur og aðrir sem sjá hernum fyrir rándýrum varningi, missi ekki spóna úr sínum stóru og yfirfullu öskum. Hve lengi þessi stefna verður rekin í viðbót, liggur ekki fyrir á þessari stundu, en lítið virðist hafa lærst af kreppunni vestra.
30.3.2011 | 01:57
Stjórnlagaráð komið á koppinn.
Mitt í öllum fréttunum um húsleitir - handtökur og yfirheyrslur - kemur vonargeisli til okkar. Stjórnlagaráð er orðið að veruleika og byrjar að vinna eftir nokkra daga. Það eru ekki nema rúm 2 ár síðan Njörður P Njarðvík kom í Silfrið til Egils þann 11. janúar 2009 og vakti máls á brýnni þörf fyrir nýja Stjórnarskrá.
Ég sat heilluð - horfði og hlustaði - undirskriftasíða fór í loftið nokkrum dögum síðar - framhaldið þekkjum við. Þrátt fyrir að Íhaldið gerði ALLT sem í þess valdi stóð til að kæfa málið - er það nú staðreynd að Stjórnlagaráð kemur saman eftir nokkra daga.
Eiríkur Bergmann tók sætið sitt í Stjórnlagaráðinu í dag með þeim orðum að hann hefði góða vissu fyrir því að niðurstaða Stjórnlagaráðsins færi í þjóðaratkvæði áður en hún verur lögð fyrir Alþingi. Hvílíkur sigur LÝÐRÆÐISINS:
30.3.2011 | 01:43
Orkuveita Reykjavíkur
Það var sagt berum orðum í dag að Orkuveita Reykjavíkur sé í raun gjaldþrota. Baktrygging eiganda kemur þó í veg fyrir að af því verði. Á blaðamannafundi í dag var kynnt ný stefna OR, sem í raun er upphaflegt markmið þeirra veitna sem eru hryggjarstykkið í fyrirtækinu. Sem sagt að sjá íbúum svæðanna fyrir orku sem framleidd er í veitum fyrirtækisins. Orkusala til stóriðju tekin út af borðinu - minnisvarðar Alfreðs Þorsteinssonar og Davíðs Oddssonar falir, ásamt öðrum eignum sem ekki tengjast beint starfsemi fyrirtækisins. Nú skal tálga bruðlið burt og bæta þar með fjárhaginn.
Helgi Seljan ræddi við Bjarna Bjarnason nýráðinn forstjórna OR og Kastljósinu og hugðist fá hann til að gagnrýna fyrri stjórnendur fyrirtækisins. Helgi hefði ekki erindi sem erfiði því forstjórinn var kominn til að veita upplýsingar um framtíð, en ekki fortíð og þar við sat. Góð tilbreyting frá skammadembum stjórnmálanna sem dynja á manni daginn út og inn.
Sjálfstæðismenn hjala um útreikning á gjaldskrá sem þeir telja ekki fullnægjandi.
26.2.2011 | 17:15
Málsskotsréttur
Ég tel mig mikinn lýðræðissinna og er meðmælt þjóðaratkvæðagreiðslum. Ég er hins vegar á móti því að einn maður (þó hann sé forseti) geti gegnið gegn vilja meirihluta Alþingis (sem er nærri því að vera aukinn) í máli sem varðar milliríkja samning um fjárhagslegar skuldbindingar.
Málsskotsréttur þarf að vera til staðar og um hann verða að gilda ákveðnar reglur samkvæmt stjórnarskrá. Ég tel það ekki lýðræði að slíkur réttur sé í höndum eins manns. Ákveðið hlutfall kjósenda sem kemur vilja sínum á framfæri með óyggjandi hætti á að hafa rétt til að krefjast þjóðaratkvæðis. Sömuleiðis tel ég að stjórnarandstaðan á Alþingi eigi að hafa slíkan rétt sem hún getur beitt í afgreiðsluferli ákveðinna tegunda mála. Slíkur réttur mundi þá skylda stjórnarmeirihluta til að semja niðurstöðu máls.
5.2.2011 | 02:45
ICESAVE og Sjálfstæðisflokkurinn
Ég hef þá skoðun að þetta útspil BB skipti þá aðila sem nú vinna að stofnun flokks og Guðbjörn Guðbjörnsson hefur fjallað nokkuð um, frekar litlu máli. Að sjálfsögðu einhverju, en þó ekki nóg til að þau áform verði slegin af með það sama.
Flokkurinn hefur verði klofinn um áratugaskeið, en verið haldið saman með skrúfstykki. Skrúfurnar í því gáfu sig endanlega á Landsfundinum þegar Guðbjörn og fleiri sögðu sig úr flokknum.
Það er fleiri stórmál en ICESAVE sem ráða þar miklu og má þar nefna ESB og kvótann. Auðvitað skarast áherslurnar eitthvað eins og gengur, en í heildina tel ég að flokkurinn sé að gliðna æ meira með hverjum árinu sem líður.
Bankahrunið hefur líka afhjúpað á mjög sterkan hátt hvernig flokkurinn hefur unnið gegnum tíðina og slík vinnubrögð breytast ekki einn - tveir og þrír.
Það tekur samt tíma fyrir margann Sjálfstæðismanninn að viðurkenna þessi vinnubrögð og snúa sé annað. Trúlega mun nýi flokkurinn sem Guðbjörn og félagar eru að stofna, verða skjól fyrir marga sem ekki sjá neinn vænlegan kost sem stendur.
Hvað verður um harðlínukjarnann ræðst svo mjög af niðurstöðunni í kvótamálinu. Ætla rétt að vona að ríkisstjórnin gangi þar hreint til verks og afvopni kvótaauðvaldið sem heldur mörgum byggðarlögum í heilgreypum.
3.2.2011 | 16:06
Verkfallsboðun í loðnubræðslum dæmd ólögmæt !
Úr dómnum af vef www.sgs.is
Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að um sérkjarasamning í fiskimjölsverksmiðjum sé að ræða og því beri ríkissáttasemjari að miðla málum vegna þess samnings. Dómurinn segir: Eins og kröfugerð stefnda er háttað, þ. á. m. um fyrkomulag væntanlegs sérkarasamnings og stöðu hans gagnvart öðrum heildarkjarasamningum, verður ekki séð að hún sæti að lögum slíkum takmörkunum að leitt geti til þess að boðað verkfall teljist af þeim sökum ólögmætt né heldur að ríkissáttasemjari láti kjaradeilnuna til sín taka eins og mælt er fyrir í lögum í 2. mgr. 24. gr. laga nr. 80/1938.Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.2.2011 kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2011 | 02:44
Hver er ábyrgð Kristjáns Gunnarssons verkalýðsformanns í Keflavík ?
Ég skil vel þá kröfu að Kristján Gunnarsson axli sína ábyrgð. Það skiptir ekki máli hvar í forystu við erum, það verður að virða þá ábyrgð sem manni er falin. Hvort það er varsla á fé eða forræði í félagi launafólks.
Spillingarpytturinn á Íslandi fer stöðugt stækkandi og þeim fjölgar jafnt og þétt sem sennilega hafa ánetjast foraðinu. Kristján Gunnarsson virðist ekki hafa staðist þá freistni sem peningaloftbólan fól í sér og gengið græðginni á hönd.
Það skiptir í mínum huga ekki máli hvort hans pólitísku skoðanir samræmast mínum (Samfylkingin) eða ekki. Hann virðist hafa verið í þeim hópi sem fór ógætilega með það fé sem ávaxta átti í Sparisjóð Keflavíkur og má telja nokkuð líklegt að hann beri líka allmikla ábyrgð á tapi Lífeyrissjóðsins Festa.
Á netinu er talað um aðför að Vilhjálmi Birgissyni verkalýðsformanni á Akranesi frá öðrum verkalýðsforingjum, eins og Guðmundi Gunnarssyni hjá Rafiðnaðarsambandinu. Það eru nokkrar hliðar á því máli eins og öllum öðrum.
Þegar maður tekur að sér formennsku í Verkalýðsfélagi (og það hef ég gert) þá verður maður partur að stærri heild. Sú stóra heild hefur ákveðin megin markmið sem felast í því að ná sem bestum árangri fyrir heildina (svipað og ríkisstjórnin fyrir þjóðina) Við tölum um "villikettina" í VG og að einleikur í stjórnmálum sé "leikur að eldi"
Sama lögmál gildir í verkalýðshreyfingunni - þar er það samstaða fjöldans sem gildir. Vilhjálmur Birgisson er mikill baráttumaður og vill gera vel fyrir "sitt" fólk sem er gott. Hann segir líka margt sem fellur vel í fólk með tóma vasa.
Stóra spurningin er þá þessi - eru meiri líkur á að verkalýðsformenn eins og VB sem spila ákveðinn einleik, nái fram verulegum kjarabótum fyrir fjöldann - eða er best að allir leggist á sömu árina og rói í takt. Þarna er ég EKKI að verja þær persónur sem skipa forystu ASÍ, heldur að velta upp grundavallar spurningu um einleikinn eða samspilið.
Ég er nokkuð viss um að SA gleðst verulega yfir hverjum einasta "einleikara" sem kemur fram í verkalýðsforystunni.
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar