3.1.2010 | 02:44
Formenn Hrun-flokkanna
Sigmundur Davíð hefur alla sína formannstíð hjá Framsókn hegðað sér eins og hann væri formaður í öfgahóp sem væri eingöngu til þess ætlaður að valda usla. Það er svo langur vegur frá ábyrgð í hans fari. Hann talar oftast eins og það sé enginn morgundagur og hann muni ekki þurfa að standa skil á sínum málflutningi gagnvart neinum.
Bjarni Ben Íhaldsformaður er að því leiti í annarri stöðu að hann er með innbyggða stýringu sem haldið er utanum í Hádegismóunum. Það eru líka svo ótrúlega margir sem enn bakka upp greifann þar. Ef ekki væru fúlgur fjár í því spili, er ég hrædd um að fljótt muni þynntist í liðinu og batteríið klárast af stýringunni í hendi greyfans. Stóra spurningin er, hvað mun BB segja þá?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
249 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 110599
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alla tíð, Sigmundurm hann er búinn að vera formaður í ár.....
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 3.1.2010 kl. 03:42
Og hefur spilað sömu plötuna frá upphafi
Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.1.2010 kl. 04:10
Og Samfylkingin er væntanlega með í hópi hrunflokkanna vænti ég?
Jón Steinar Ragnarsson, 3.1.2010 kl. 06:40
Samfylkingin er ekki Hrun-flokkur og það veist þú vel Jón Steinar.
Samfylkingin er flokkur sem er að leiða okkur frá hruni til heiðarlegra samfélags. Er að hreinsa út áratuga spillingu úr margflæktu valdaklíkusamfélagi þar sem embættismönnum hefur verið raðað inn, fyrst og fremst eftir flokksskýrteinum. Það varð svo bara að koma í ljós hvernig þeir hinir sömu dygðu í starfinu.
Áratugaseta Íhaldsins í Dómsmálaráðuneytinu hefur leitt af sér að dómarar landsins hafa orðið að vera flokksbundnir Sjálfstæðismenn, svo náðaraugu ráðherra kæmu auga á hæfni þeirra til starfs í réttarsölum landsmanna.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.1.2010 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.