1.1.2010 | 21:32
Tunglskin 2010
Bý á bökkum Miðfjarðarár þar sem heitir að Laugarbakka. Þrjár kirkjur í sjónmáli sem allar komust óskemmdar í gegnum áramótin. Árið 2010 er að heilsa og fer afar ljúft og varlega af stað.
Fegurðin er svo sannarlega mikil núna hér fyrir norðan. Var að koma inn úr gönguferð með litla hundinn minn. Himinninn svo óendanlega blár með Tunglið skínandi aðeins austan við miðju.
Miðfjörðurinn allur silfursleginn í tunglskininu með litlum ljósum á sveitabæjunum og norður Húnaflóann liggur dimmblágrá dulúðin yfir. Það marrar í snjónum og innöndunin er smá köld. Ekta vetrakvöld á Íslandi, ómetanleg söluvara fyrir erlenda ferðamenn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
249 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 110599
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að heyra Hólmfríður mín. Gott að þér líði vel þar sem þú býrð. Hafðu það sem best vinur og vegni þér vel í lífinu og á árinu sem nú er gengið í garð.
Kær kveðja.
Valgeir.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 20:09
Tunglið er búið að vera ótrúlega flott siðustu daga.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 20:37
Hann er fallegur Miðfjörðurinn og húnvetnska dúlúðin er mögnuð.
Guðmundur St Ragnarsson, 2.1.2010 kl. 21:17
Og það sem meira er að hér er ekki sú neikvæðni sem virðist vera syðra. Hér erum við öll staðráðin í að halda áfram og byggja upp okkar samfélag bæði fjær og nær.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.1.2010 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.