31.12.2009 | 18:05
Áramótin 2009 - 2010
Árið 2009 hefur að mínu áliti verið ár mikillar afneitunar og einkennilegra hluta. Við vitum öll að miklar breytingar eru að eiga sér stað og ný sýn er að birtast okkur á svo mörgum sviðum. Það er bara svo erfitt að horfast í augu við breytingarnar, að láta eitthvað gamalt fara, að rífa niður eitthvað sem er orðið úrelt og óþarft.
Mér dettur í hug gamla eldhúsið mitt í húsinu mínu sem ég seldi korteri fyrir hrun. Það tók manninn minn töluverðan tíma að fá mig til að samþykkja að brjóta niður búr í einu horninu. Ég vildi sko hafa búrið, af hverju vissi ég ekki en það mátti alls ekki fara. Ég gafst loks upp, en var þó ekki sátt. Búrið fór og ég fékk nýtt og rúmgott eldhús, með nýrri innréttingu, nýjum tækjum og var mjööögggg ánægð. Það var svo ekkert mál að ákveða að selja húsið.
Það verður margt sett til hliðar og nýjar leiðir valdar. Við verðum öll að hafa víðsýni og skilning á nauðsyn breytinganna, taka nýjum leiðum vel og gefa þeim tækifæri. Hættum að vera meðvirk með einhverju sem er úrelt, slæmt, flókið, spillt og óþarft. Gleðilegt nýtt ár.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:08 | Facebook
Um bloggið
257 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 110593
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.