27.12.2009 | 20:31
Nú er ég ekki sammála Steingrími Joð.
Steingrímur Joð talar um að krónan okkar sé vel nothæfur gjaldmiðill og muni svo vera áfram. Sérstaka athygli vekur að hann skuli telja hana sérlega hagstæða okkur nú um stundir. Er það ekki einmitt staða krónunnar sem hefur sett fjölmörg heimili hér á landi á vonarvöl.
Gengishrunið og verðbólgan hafa þanið út skuldapakka heimila og fyrirtækja með þeim ógnarkrafti að leita verður til landa í hinum svokallaða þriðja heimi til að finna hliðstæðu. Það er að vísu rétt að útflutningsgreinarnar hafa það mun skárra núna en áður, hvað varðar verð sem fæst erlendis frá.
En þessi sömu fyrirtæki eru að kljást við okurvexti, verðbætur, gjaldeyrishöft og fleiri vandamál sem tengjast því að við erum með krónuna. Það að hann skuli segja þetta er auðvitað fyrst og fremst tengt andstöðu hans við aðild að ESB.
Hrunið hér varð líka mun stórkostlegra en það hefði ella orðið, vegna þess að við vorum og erum með sjálfstæðan gjaldmiðil. Þetta vita allir sem það vilja viðurkenna og örugglega Steingrímur líka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
30 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er heldur ekki sammála honum. Ég hefði viljað taka upp dollar hér á Íslandi. Það er mjög sterk og góð mynnt. Það er alveg raunhæft að taka hana upp hér. Það held ég allavega. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur er með því að taka upp dollar hér. En Evruna. Það held ég ekki. Hún er ekki framtíðin að mínu mati.
Með bestu kveðju.
Valgeir.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.