Nú er ég ekki sammála Steingrími Joð.

Steingrímur Joð talar um að krónan okkar sé vel nothæfur gjaldmiðill og muni svo vera áfram. Sérstaka athygli vekur að hann skuli telja hana sérlega hagstæða okkur nú um stundir. Er það ekki einmitt staða krónunnar sem hefur sett fjölmörg heimili hér á landi á vonarvöl.

Gengishrunið og verðbólgan hafa þanið út skuldapakka heimila og fyrirtækja með þeim ógnarkrafti að leita verður til landa í hinum svokallaða þriðja heimi til að finna hliðstæðu. Það er að vísu rétt að útflutningsgreinarnar hafa það mun skárra núna en áður, hvað varðar verð sem fæst erlendis frá.

En þessi sömu fyrirtæki eru að kljást við okurvexti, verðbætur, gjaldeyrishöft og fleiri vandamál sem tengjast því að við erum með krónuna. Það að hann skuli segja þetta er auðvitað fyrst og fremst tengt andstöðu hans við aðild að ESB.

Hrunið hér varð líka mun stórkostlegra en það hefði ella orðið, vegna þess að við vorum og erum með sjálfstæðan gjaldmiðil. Þetta vita allir sem það vilja viðurkenna og örugglega Steingrímur líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er heldur ekki sammála honum. Ég hefði viljað taka upp dollar hér á Íslandi. Það er mjög sterk og góð mynnt. Það er alveg raunhæft að taka hana upp hér. Það held ég allavega. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur er með því að taka upp dollar hér. En Evruna. Það held ég ekki. Hún er ekki framtíðin að mínu mati.

Með bestu kveðju.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

30 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband