Uppbyggingin er hafin

Þrátt fyrir að vinnulið fyrrverandi bónda sé á búinu og tefji og spilli eins og því er unnt, þá er uppbyggingin hafin og áætlanir um endurreisnina komnar á skrið. Það er bara verst að óreiðufólk hefur verið í vinnuliðinu og því var fenginn góður og gegn hreppstjóri til að koma skikki áhlutina og innheimta landsskuldir sem eru útistandandi. Auk þess var úttekt fyrri bónda veruleg rífleg hjá kaupmanninum. Nýi bóndinn vill semja um skuldina, en vinnuliðið vill ekki svoleiðis nokkuð. Ekki má neitt laga eða bæta. Búskussinn verður að komast til baka og taka við öllu sukkinu og svínaríinu. Það má ekki komast upp um allt svindlið og falsið. Nýi bóndinn er sem betur fer með þrælvana bústýru sér við hlið og því eru ekki neinar líkur á því að skussinn komist aftur á búið. Samt verða allir vinnumenn og allar vinnukonur að vera vel á verði og gæta búsins sem allra best, það er jú sameign okkar allra


mbl.is Tók við af „búskussa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu ekki að grínast?

þessi vitleysingur ætlar drepa okkur!!!!!!!!!

Óskar (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 13:40

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er nú meira bullið hjá þér Hólmfríður.

Jóhann Elíasson, 25.12.2009 kl. 14:42

3 identicon

 jæja Hólmfriður , hvar hefur þú verið   ????     Hátiðakveðja

Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 14:43

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég hef verið á Islandi og fylgst mjög vel með í mörg ár. Bestu jólaóskir

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.12.2009 kl. 15:31

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er langt síðan "kompásinn" var stilltur, Hólmfríður?

Jóhann Elíasson, 25.12.2009 kl. 15:50

6 identicon

Það vellur endalaust vitleysan úr þér

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 16:25

7 identicon

Góð færsla Hólmfríður.

Við, sem viljum heiðarlega og raunsanna umræðu um þjóðmálin, þurfum að standa vaktina hér á moggablogginu, til varnar þess að "skussinn komist aftur á búið".

Þeir hafa ákafa klappliða í sínum röðum.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 16:31

8 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Hólmfríður,

nú er það þannig að kaupmaðurinn hefur samið greiðsluáætlun fyrir bóndann og hans fólk. Bóndinn gerir sér ekki grein fyrir því að hann mun ekki standast greiðsluáætlun kaupmannsins. Því mun kaupmaðurinn hirða jörðina af bóndanum. Þá verður bóndinn og allt hans fólk að leiguliðum kaupmannsins.

Gunnar Skúli Ármannsson, 25.12.2009 kl. 21:19

9 identicon

Sæl.

Það dugar skammt að koma með líkingar ef þær endurspegla engan veginn það sem þær eiga að varpa ljósi á.  Samlíking GSÁ er miklu nær lagi.

Við vitum ekki almennilega hve mikið við þurfum að borga vegna Icesave en það verður mikið. Skv. reglum ESB eigum við ekki að borga heldur tryggingasjóðurinn. Við gerðum vel við Breta og Hollendinga með samningnum sem við buðum þeim í sumar enda berum við líka nokkra ábyrgð ásamt Bretum og Hollendingum.

Þú opnar ekki fyrirtæki í Bretlandi eða Hollandi án þess að þurfa að fara eftir reglum þar, ekki satt? Það kemur málinu ekkert við að þú sért íslensk. Þarlend lög gilda, ef t.d. ég keyri eins og álfur í Bretlandi kemur það íslenskum stjórnvöldum ekkert við heldur breskum. Sama á við um Icesave, Bretar og Hollendingar áttu að fylgjast með en gerðu það ekki frekar en FME.

Fólk og eins og Steingrímur og Jóhanna sem halda því fram að aukin skattheimta muni skila okkur fyrr upp úr kreppunni er búið að tala sig úr leik, það er ekki hægt að taka mark á fólki sem segir svona dellu né fólki sem heldur að hægt sé að bjarga þjóðinni með því að drekkja henni í skuldum (Icesave). Þetta fólk þarf að snúa sér að einhverju öðru og það sem allra fyrst, ekki vil ég borga þessa Icesave vitleysu, Jóhanna og Steingrímur geta gert það fyrst þau vilja þessa ótakmörkuðu ríkisábyrgð!!

Jon (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 22:16

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Gunnar. Bóndinn er maður hyggin og kona hans þeim mun hyggnari. Þau hafa nú ákveðið að ganga til liðs við fleiri bændur sem sumir búa nokkuð stórt, en aðrir smærra. Þar mun vera gott skjól fyrir kaupmanni þeim sem samið er við. Brátt munu koma betri tímar þegar það samstarf er orðið að veruleika. Þá munu leiguliðar búskussans ekki lengur þurfa að greiða hinn allræmda krónuskatt og ekki að greiða ofurvexti til okrara skussans. Fólk mun fá að róa til fiskjar að nýu án þess að þurfa að greiða sægreyfum skussans okurfé fyrir. Þá mun verða mun jafnara með mönnum en nú er og mun flestum líka það vel.

Sveinn hinn ungi. Vel mælir þú ungi maður og eigi munt þú vera úr liði skussans, heldur fylgismaður bóndans og konu hans eins og ég. Við erum lánsöm að vera það heiðarleg og kjarkmikil að skrifa okkar skoðanir án kinnroða. Grun hef ég um að sumir sem hér skrifa vilji ekki styggja skussann, af ótta við að hann komist aftur til valda. Við berum ekki slíkan ótta í brjósti, heldur erum bjartsýn og vongóð.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.12.2009 kl. 22:25

11 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Jón.

Þú er greinilega ekki að skilja þessi mál og þá verður bara að hafa það. Viljir þú vera í hópi hinna áhyggjufullu, þá er það bara þitt val. Ég er ekki þar og verð þar ekki. Mín tilfinning er sú að við þurfum ekki að greiða þennan samning. En okkur ber samt að samþykkja hann. Ég skrifaði í október 2008 að aðalábyrgðarmaður hrunsins væri Davíð Oddsson. Því var auðvitað hafnað sem algjöru bulli, en þær raddir verða nú sífellt færri og færri.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.12.2009 kl. 22:31

12 Smámynd: Sigurjón

,,Niðurrif er hafið", væri réttur titill á lélegri grein...

Sigurjón, 26.12.2009 kl. 06:15

13 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þetta er rétt hjá Hólmfríði. Við munum aldrei þurfa að borga þetta en það þarf samt að samþykkja til að verja innistæðukerfi ESB. Því fyrr sem fólk áttar sig á þessu því fyrr er hægt að hætta þessum tilgangslausa pólitíska þrasi yfir málinu og beina kröftunum í annað. "Leynigögnin" skýra þennan veruleika en geta eðlilega aldrei eðli málsins vegna komið opinberlega fram. Þetta veit stjórnarandstöðuhyskið mætavel og hefur fengið allar upplýsingar um en þráast samt við í karpi sínu einungis til að sáldra efa, ótta og níð í þjóðina svo hugsanlega aukist fylgi þeirra. Þetta eru ómaklegar og eigingjarnar árásir hjá stjórnarandstöðuflokkunum og hin raunverulegu landráð í stöðunni.

Páll Geir Bjarnason, 26.12.2009 kl. 10:37

14 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Sigurjón. Takk fyrir tillöguna að nafni á mína ágætu grein, en hyggst ekki nota hana.

Páll Geir. Auðvitað veit stjórnarandstaðan þetta og lögfræðingastóðið líka. Einmitt þess vegna böðlast þau við að æsa upp sem flesta, ef ske kynni að fylgið mældist aðeins meira í könnunum. En nú á að setja málið í atkvæðagreiðslu á mánudaginn að mér skilst.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.12.2009 kl. 13:45

15 identicon

Hátíðarkveðja til þín Hólmfríður mín en þetta er ekki gott innilhald hjá þér. En hafðu það sem allra best vinur.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 14:33

16 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Valgeir. Þakkir fyrir góðar kveðjur og ég veit vel að þú ert ekki sammála mér. Hafði það gott og sparðu við þig áhyggjur af framtíðinni kæri vinur.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.12.2009 kl. 20:41

17 Smámynd: Gunnlaugur I.

Hólmfríður mín þú virðist enn og aftur ekki vera alveg í lagi í endalausum og ótakmarkAlausum stuðningi þínum við þetta SKÍTA-PAKK Í ÞESSARI AUMU RÍKISSTJÓRN ! Sjálfur kaus ég VG en get ekki fylgt þeim eða formanninum eftir í þessu ömurlega ESB- dekri og undirlægjuhætti í boði Samfylkingarinnar og landráðunum sem þeim fylgja, þar skilur á milli ! Nú er nóg komið þessi Ríkisstjórn er þjóðhættuleg og þarf að fara frá sem allra fyrst.

Gunnlaugur I., 26.12.2009 kl. 21:03

18 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þessi Ríkisstjórn hefur auk þess í öllu þessu hrikalega basli dirfst til þess á alversta tíma að splundra þjóðinni með þessari óskammfeilnu og ömurlegu ESB- umsókn.

Það verður ALDREI FYRIRGEFIÐ ! ALDREI !

                                               ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB !

Gunnlaugur I., 26.12.2009 kl. 21:12

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Enn mun ég verja Steingrím fjármálaráðherra fyrir ásökunum um óheilindi. Mín skoðun er sú að annað hvort sé hann afspyrnuheimskur í öllu því sem fjármálum viðkemur ellegar þá að hann sitji undir hótunum um einhver hryðjuverk á fjölskyldunni. Það á að vera hverjum meðalmanni auðskilið að enginn borgar umfram getu. Það á jafnt við um heimilin í landinu sem flest hver eru komin á hnén vegna þjófnaðar bankanna sem nú sannast að hafa játað og stefna innheimtu þýfisins á hendur heimilinum. Það er illt verk og slíkt gera ekki aðrir en þeir sem byggðir eru upp af illsku og siðleysi. Þetta ber fjármálaráðherranum að stöðbva tafarlaust jafnvel þótt honum sé hótað lífláti fyrir tiltækið.

Samfylkingin er innvígð deild frá regluverki ESB og hefur verið fengið það hluverk Þorbjörns rindils sem getið er um í Ljósvetningasögu og Guðmundur ríki sendi til Þorkels háks fjandvinar síns Þorgeirssonar Ljósvetningagoða til að draga lokur frá hurðum. Það tókst Þorbirni rindli og Guðmundur komst inn að næturþeli með liði sínu og drap Þorkel hák.

Nú fáum við brátt að sjá hvort Samfylkingunni tekst til jafn "giftusamlega" og Þorbirni sáluga rindli. Nógu eru þar margir innanbúðar rindlarnir.

Árni Gunnarsson, 26.12.2009 kl. 21:46

20 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Hólmfríður,

þessir hinir bændur sem þú ræðir um eru í liði með kaupmanninum, þar liggur hinn stóri misskilningur. ESB er ekki bandalag fyrir smælingja eins og okkur. ESB stendur með Bretum og Hollendingum í þeirri viðleitni að kúga okkur til að borga Icesave. Afleiðingin verður mun lakari lífskjör og landflótti frá Íslandi. Er öllu til fórnandi fyrir aðild að ESB?

Sæll Árni,

erfitt er að afgreiða Steingrím sem heimskan mann. Mín skoðun er að hann hugsi til eftirlauna og rólegs ævikvölds í fjarlægum löndum. Því skiptir það hann ekki miklu hvað hann aðhefst akkúrat núna.

Gunnar Skúli Ármannsson, 26.12.2009 kl. 23:01

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þær aðgerðir sem stjórnin hefur gripið til - það er í rauninni ekkert óvænt þar.  Ekki neitt.  Allt fyrirsjánalegt og einfaldlega nauðsynlegar bráðaaðgerðir sem sem öll stjórnvöld, hver svo sem þau hefðu verið, hefðu gripið til.  Spurning um útfærslu og fíneseringu en stóra myndin alveg fyrirsjáanleg.  Sjallar td. í stjórnarandstöðu hafa ekki komið með neitt runhæft inní umræðuna varðandi aðgerðir og einkennist málflutningur þeirra af "hókus pókus allt í gúddí " málflutningi.  Lýðskrum útí eitt.

  Orðið verulega þreytt og vandræðaleg  þessi barnalega þvæla í sjallabjálfum hérna en vekur að vísu furðu nokkra hvað þeir eru helv. vitlausir.  Gerir það vissulega - og þó.  Þeir náttúrulega kusu Búskussaflokkinn slag í slag áratugum saman með þeim afleiðingum að landið er í rúst.  Þarf auðvitað vitleysi til þess og það talsvert af því.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.12.2009 kl. 23:11

22 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Ómar,

hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn og kann því ekki vel að vera kallaður vitleysingur eða bjálfi. Að skuldsetja börnin mín að nauðsynjalausu er aftur á móti heimska.

Gunnar Skúli Ármannsson, 26.12.2009 kl. 23:30

23 identicon

Einstaklega athyglisverð færsla svo ekki sé meira sagt. Ég hef mikið verið að spá í og myndi gjarnan vilja fá svör við hvernig þið komist að þeirri niðurstöðu að við þurfum ekki að borga?

Ok með innistæðukerfi ESB og allt það, en hefði þá ekki verið skárra fyrir bóndann og húsfreyjuna, eða hvað hún var, að segja bara restinni af vinnuliðinu frá því og málið væri dautt? Er ekki svolítið fáránlegt af vinnuliðinu að ætla ekki að samþykkja þetta ef það veit að þetta mun hvort eð er ekki leggjast á þjóðina? Er sem sagt verið að segja hér að sumir flokkar á þingi óski þjóð sinni illt? Að þeirra megin tilgangur sé að þjarka og þrefa um Icesave á meðan Þjóðin líður?

Hvar er það skjalfest að við munum ekki þurfa að borga? Er það í "leynigögnunum"? Miðað við það sem maður er að lesa þá er nú meira verið að vara við birtingu ganga vegna þess að það muni gera Bretum og Hollendingum auðveldara með að fara í lögsóknir.

Ég er ekki alveg viss um hvort ég eigi að hlæja eða gráta yfir sumu sem hér er sett fram , en ef það er einhver 100 % vissa fyrir því að við eigum ekki að borga þá er það bara fínt. Aftur á móti ætti maður að hafa í huga að ESB hefur ekkert verið sérstaklega að hjálpa sínum eigin löndum í fjármálakreppu og/ eða fella niður skuldir þeirra. Hvers vegna ætti ESB að gera það fyrir okkur?

Af því við erum svo lítil og sæt, eða?

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 23:48

24 Smámynd: Theódór Norðkvist

Að skrifa undir samning og telja að þú þurfir ekki að standa við hann er ekki bjartsýni. Það er heimska.

Að skrifa undir á þannig forsendum samning sem mun kosta þjóðina líklega meira á ári hverju en rekstur aðalsjúkrahúss landsins er stórhættuleg heimska.

Theódór Norðkvist, 27.12.2009 kl. 00:33

25 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott kvöldið  piltar mínir. Í fyrsta lagi vil ég biðja alla sem skrifa á síðuna mína að láta það vera að kasta skít og fúkyrðum í persónur. Gildir þá einu hverjar skoðanir viðkomandi hefur.

Mér sýnist á skrifum ykkar sem hafa skrifað eftir síðustu athugasend mína, að það sé helst umsóknin að ESB sem er þyrnir í augum ykkar. Það þykir mér afar leitt, en get ekkert gert við. Ég er svo samfærð um að hag okkar sem þjóð verður betur borið innan ESB en utan þess. Næstu ár verða þung fyrir fæti og það vitum við öll. Ég vil biðja fólk vinsamlegast að bíða með algjörar fordæmingar á okkar stöðu sem aðildarþjóð að ESB þar til samningsdrög liggja fyrir. Mér kæmi ekki á óvart að þá komi mun betri kostur í ljós við inngöngu, heldur en nú er kynntur af andstæðingum þess, bæði ykkur og öðrum. Góða helgi

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.12.2009 kl. 00:37

26 identicon

Sæl Hólmfríður, ef þú tekur þér smá tíma og kynnir þér ESB, þá muntu komast að því að ESB er ekki samband sem kemur á óvart.

Það sem ég meina með því að ef maður kynnir sér samninga annarra þjóða við ESB, EMUII og fleiri upptökuskilyrði fyrir Evru þá er maður komin með ansi góðan grunn í sambandi við hvernig þetta muni líta út hjá okkur.

Hvað er það sem ætti að koma út sem kostur þegar við göngum í ESB? Að við þurfum ekki að borga?

Ég er ekkert sérstaklega með eða á móti ESB, þetta er bara samband byggt upp á reglugerðum og lögum sem það fer mjög strangt eftir.

Hvort hag okkar er betur borgið innan ESB skal ég ekki segja, þó að ég telji algert glapræði að ætla inn í ESB í dag.

Ég veit allavega að ESB er ekki aðalatriði í dag og af hverju það ætti að fara að breyta út af samningahefðum og annað því fyrir okkur skil ég ekki. Þetta ásamt því af hverju við ættum ekki að borga má gjarnan koma með svar við, því þetta gengur gegn allri sögu ESB.

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 07:10

27 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl Ásta, takk fyrir málefnalegt innlegg. Ég hef í mörg ár verið þeirrar skoðunar að við eigum að stiga skrefið til fulls inn í ESB. Við erum komin nú þegar með mikið af þeirra reglum og það finnst mér hafa verið til góðs fyrir þjóðina á margann hátt.

Ég er líka þeirrar skoðunar að sveitarfélög eigi í stórauknum mæli að sameinast, en það er allt önnur saga. Það að við munum ekki þurfa að borga ICESAVE er ekki eitt og sér neitt úrslitaatriði fyrir mig. Ég tel mig horfa heilstætt á málið og þá tel ég að okkar hag muni betur borgið innan ESB en utan.

Hvort rétti tíminn er nú eða síðar snýst hvorki um ESB eða okkur sem þjóð. Það er tilfinning hvers og eins. Ég segi bara nú er möguleiki og sitjandi stjórnvöld eru meðmælt samningagerð. Því tækifæri vil ég ekki sleppa, heldur láta á það reyna og ég er nokkuð viss um að niðurstaðan verður vel viðunandi fyrir okkur Íslendinga.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.12.2009 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband