17.12.2009 | 21:27
Sannsögli getur borgað sig - sláandi dæmi um afleiðingar ósannsöglis.
Það hefur löngum verið talin dyggð að segja satt. Þeirri dyggð hefur þó ætíð verið framfylgt að mismikilli festu. Stundum er raunar bannað að segja eins og er og þá er talað um trúnaðarmál.
Þegar embættismaður í hárri stöðu í stjórnkerfinu ber að hann hafi ekkert vitað um atburðarás sem tengist vinnunni hans mjög mikið, þá hættir ýmsum til að rengja þá yfirlýsingu. Nú hefur reyndar komið á daginn að þessi sami embættismaður sagði ósatt og það sem verra er að hann nýtti sér vitneskjuna til að selja eign sem hann sjálfur vissi að væri jafnvel lítils eða einskis virði.
Vantraust er mikið í okkar samfélagi nú um stundir og þessar fréttir sem hér eru til umfjöllunar munu enn auka á það vantraust. Þetta mun vafa laust bitna á ýmsum starfsmönnum stjórnkerfisins og valda því að þeir verða að áliti margra, taldir óheiðarlegir.
Krafa embættismannsins um að mál hans yrði látið niður falla, bendir líka mjög til þess að á undanförnum árum og jafnvel áratugum hafi fólk í svipaðri stöðu, getað treyst á að um mál þeirra væri þagað og jafnvel að þau hafi verið felld niður, þrátt fyrir grun umsekt.
Slík skilaboð eru ekki það sem okkur vantar núna, en þau eru eigi að síður staðreynd. Rotnun samfélagsins virðist því vera mjög víðtæk og hafa viðgengist lengi. Hrun fjármálakerfisins hefur leitt það af sér meðal annars að við erum nú knúin til að taka algjörlega til í okkar samfélagi frá a til ö.
Sem betur fer eru núverandi stjórnvöld meðvituð um þessa þörf, en tæplega hefur nokkur haft heildaryfirsýn á hið gríðarlega umfang málsins. Hreinsun er þó hafin og ekki vanþörf á.
Baldur staðinn að ósannindum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:29 | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.