5.12.2009 | 17:41
Óskað eindregið eftir betri aðgerðum fyrir heimilin
Að sögn Marinós G Njálssonar ritara Hagsmunasamtaka Heimilanna HH, sóttu allt að 1800 manns fund Samtakanna á Austurvelli kl 15 í dag 5 desember. Þar var áréttað það eindregna álit HH að aðgerðir stjórnvalda til bjargar heimilunum í landinu væru alls ófullnægjandi. Hópur sem kallar sig Nýja Ísland stóð einnig að fundinum.
HH hafa frá því í upphafi þessa árs bennt á nauðsyn þess að koma af sanngirni og með heilsteypum hætti til móts við heimilin í landinu. HH hafa frá upphafi ástundað vandaðan og vel rökstuddan málflutning, sem fylgt hefur verið eftir með vel útfærðum talnadæmum. HH hefur ekki fallið í þá gryfju að stunda mótmælaaðgerðir með hávaðasömum hætti á neinn hátt.
Þau hafa á móti uppskorið virðingu og að á þau hefur verið hlustað. Árangur þeirra er því góður og nú þegar farið er fram með eindregnar óskir/áskoranir til stjórnvalda, sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur tekið undir að vissu/töluverðu marki, er góð von til þess að ásættanlegur árangur náist.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:19 | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 110484
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.