Rannsókn á hvítflibbum.

Eva  Joly hefur verið og er okkur mikill fengur til að ráðleggja við þá gríðarlegu rannsókn sem nú er hafin. Málið er ógnarstórt og teygir sig til annarra landa. Kröfur um handtökur voru háværar fyrstu mánuðina eftir hrun. Slíkt var mjög skiljanlegt,en sem betur fer var ekki rasað að neinu, heldur farið af stað af varfærni. Þá er ég að tala um upphaf þess að Ólafur Þór Hauksson tók til starfa. Ég hef mikla trú á að þessi rannsókn verði árangursrík og upplýsi það sem raunverulega gerðist og olli þessum óskaplegu hamförum.


mbl.is Vonaðist til að hitta Björk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það mun aldrei neitt koma út úr þessum rannsóknum. Þessir menn sem komið hafa okkur í þessi vandræði munu allir sleppa. Það er ég viss um. Það er mín meining.

En eigðu gott kvöld og góða nótt.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 22:12

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég ætla bara rétt að vona að þú hafir ekki rétt fyrir þér núna, góða helgi

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.11.2009 kl. 22:48

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Ég held að ég verði að taka undir með Valgeiri, því miður. Og það sem verra er að Samfylkingin er að tortíma sjálfri sér, sjálfstortíming eins og hjá læmingunum. Góða helgi Hólmfríður.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 13.11.2009 kl. 23:49

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ekki þessa svartsýni, það er bara ekki í boði. Rannsóknin gengur að mínu áliti vel og þetta með tortímingu SF er trúlega flökkusaga. 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.11.2009 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband