Eins og ég vissi - Ragnar Ingólfsson fer með fleipur

Gott að sjá að Gylfi Arnbjörnsson hefur svarað fullyrðingum Ragnars Ingólfssonar þess efnis að ASÍ hafi lagt til að launahækkunum samkv. kjarasamningum yrði frestað sl. vor.

Ragnar og fleiri virðast hafa lagst í víking til að sverta ASÍ og forystu þess, með öllu mögulegu móti. Sú staðreynd að Ragnar  og co vilja að VR gangi úr ASÍ er að mínu mati þessari aðför algjörlega óviðkomandi. Úrsögn úr ASÍ hlýtur að vera byggð á því álita að hagsmunum félagsmanna í VR sé betur borgið utan ASÍ en innan. Slík ákvörðun má ekki og á ekki að byggjast á óvild til einstakar manna. Þannig ganga alvöru verkalýðsmál ekki fyrir sig.


mbl.is Segir fullyrðingar Ragnars rangar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Sæl Hólmfríður, ert þú meðvirk og ert þú tilbúin að kóa fyrir forystu verkalýðsins?

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 10.11.2009 kl. 12:34

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta viðhorf mitt á ekkert skylt við meðvirkni. Það vill bara svo til að ég þekki þennan feril og veit að Ragnar er ekki að fara með rétt mál. Svo einfalt er það nú. Það er alltaf einhverjir tilbúnir til að gaspra um hlutina án þess að kynna sér málin til hlýtar. Því miður er hann frændi minn í þeim hópi sem stendur.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.11.2009 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband