Glannaskapur stjórnmálamanna.

Nú keppist stjórnmála menn hver um annan þveran við að yfirbjóða í mikill yfirlýsingagleði um bjargráð fyrir okkur Íslendinga. Þetta minnir helst á óreynda ökumenn sem hyggjast fara í kappakstur í fljúgandi hálku á akbraut ekki fjarri hárri bjargbrún. Sagan um tröllin sem hentu á milli sín fjöregginu kemur líka upp í hugann.

Glannaskapurinn er slíkur að mér hreinlega ofbýður. Segja nei við ICESAVE. Segja upp samningi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Vinna okkur ein út úr kreppunni.

Ef þessar og viðlíka yfirlýsingar kallast ekki að henda á milli sín fjörekki þjóðarinnar, þá veit ég ekki hvað.

Mig grunar reyndar að þarna sé verið að tala upp í eyrun á kjósendum, en ekki verið að bera framtíðarhagsmuni þjóðarinnar fyrir brjósti. Það eru svo margir reiðir og halda að þarna séu einhverjar lausnir. En því miður er verið að að blekkja fólk í stórum stíl með þessum glannalegu yfirlýsingum.

Það er ljótt og hættið að leika ykkur að eldinum, hann er hættulegur og eyðileggingamáttur hans er mikill.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst bara að fólk í stjórnmálum þurfi að fara sér hægt hér á Íslandi. Það gengur ekki að ana út í óvissuna á þessum erfiðu tímum. Það var líka merkilegt að hlusta á stjörnuspekingin Gunnlaug Guðmundsson á Bylgjunni í dag. Hann kom inn á marga góða punkta. M.a. þá að hann sægi það fyrir sér að ríkisstjórnin myndi jafnvel springa í næstu viku. Þetta var áhugavert viðtal strákanna í Reykjavík Síðdegis við hann.

En eigðu gott kvöld Hólmfríður mín og góða nótt.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 23:24

2 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Innilega sammál. Þeir sem vilja segja nei við Icesave, og segja upp samningi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn átta sig ekki á að þjóðarskútan er að sökkva, og við þurfum bæði að kalla á aðstoð, og reyna stoppa lekann.

Bjarni Líndal Gestsson, 8.10.2009 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband