5.10.2009 | 21:54
Ríkisstjórnin verður að halda velli.
Það bara getur ekki verið að ríkisstjórnin sé að falla. Ábyrgð VG er meiri en svo að þau láti þetta stóra tækifæri um gjörbreytingu á Íslensku samfélagi renna frá sér.
Það bara má ekki gerast og ég trúi því ekki fyrr en í fulla hnefana að þau hleypi helmingaskiptaflokkunum aftur að kötlunum, þegar mest á ríður að halda þeim frá. Þau hafa ásamt Samfylkingunni unnið mikla undirbúningsvinnu fyrir endurreisn samfélagsins.
Verið er að endurskoða stofnanir ríkisins, endurskoða á fiskveiðistjórnunarkerfið, velferðarkerfið og auka verulega jöfnuð í samfélaginu. Ég skora á báða stjórnarflokkana að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að lenda þeim ágreiningi sem uppi er, eins fljótt og vel og mögulegt er.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:55 | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 110484
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ljóst að í VG er fámennur hópur sem ekki sér skóginn fyrir trjánum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.10.2009 kl. 22:07
Það verður þá bara að leiða þau frá trjánum
Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.10.2009 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.