4.10.2009 | 10:16
Ársgamlar og nýjar fréttir.
Það er hreint með ólíkindum að fylgjast með fréttum þessa dagana. Fréttir af atburðum líðandi stundar eru magnaðar og ekki síður upprifjun á atburðunum fyrir einu ári þegar óveðrið var að skella á okkur af fullum þunga.
Ég hlustaði á kastljósviðtal við Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra í gærkvöldi ásamt broti úr ræðu hennar af landsfundi Sambands ungra Jafnaðarmanna. Það talaði hún af fullri einurðum um ástand mála, en var um leið að gefa von um að nú værum við að ná árangri.
Ársgömul viðtöl við GHH og fleiri eru full af röngum eða engum upplýsingum. Það var aðalmálið að fela og láta svo sem þetta væri nánast stormur í vatnsglasi. Annað kom svo á daginn eins og við vitum og nú verið að rannsaka margt og mikið. Auðmenn orðnir gjaldþrota og almenningur enn í óvissu með sína fjárhagslegu framtíð.
Þó uppbyggingin sé vissulega byrjuð, eru svo margir endar enn lausir og svo margir enn hræddir og tortryggnin svo gríðarleg. Með því að upplýsa fólk jafnóðum eins og mögulegt er um gang mála eins og Jóhanna var að gera í Kastljósinu fyrir helgina, mun traustið koma smám saman, trúin á framtíðina verða meiri og vonin sömuleiðis.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innlitskvitt og ljúfar kveðjur.....
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.10.2009 kl. 13:24
Þetta var gott viðtal við Jóhönnu en við höfum því miður bara ekkert lært eftir hrunið. Fólk heldur áfram að spreða og eða eins og engin sé morgunn dagurinn. Þetta kalla ég lélegt.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.