Er að bresta á með flótta af moggablogginu???

Ekki skal mig undra þó margir hugsi sinn gang núna með veru sína hér á moggablogginu og ég hef vissulega velt þessu fyrir mér. Ég hef hins vegar ákveðið að ég ætla hvorki að láta DO eða aðra í móunum stjórna því hvar ég blogga. Svo er líka annað og það er að ef við sem erum ekki í jáliði Íhaldsins, hverfum mörg á braut þá vantar vissuleg okkar rödd hér inn. Hún má ekki þagna og það er ekki rétt að láta einn mann hrekja okkur af moggablogginu. Hann er ekki svo merkilegur í mínum huga að hann sé þess virði. Set þetta hér inn svona til umhugsunar, en það gerir auðvitað hver það sem honum/henni finnst rétt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ert þú hrædd við Davíð Oddsson og þá af hverju ?

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.9.2009 kl. 01:14

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Bíddu kona góð. Nei ég er ekki hrædd við DO og veit ekki af hverju það ætti að vera. Ég er yfir höfuð ekki hrædd við fólk hef heldur enga ástæðu til.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.9.2009 kl. 03:18

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þú þarft ekki að óttast um þinn hag fari svo að Davíð setjist í ritstjórnarstól Morgunblaðsins. Hann er þekktur af því að menn haldi frelsi sínu til orðs og æðis.

Hann fagnar því vafalaust að menn bloggi hver um annan þveran, hversu vitlaust sem það er sem menn kunna að vilja skrifa.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.9.2009 kl. 03:22

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er ekki þekkt fyrir að vera með neina vitleysu hér á blogginu, nema síður sé. Þetta með frelsið er og hefur verið nokkuð afstætt gegnum tíðina eins og allir vita.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.9.2009 kl. 04:01

5 identicon

Af hverju ætti DO að hrekja þig af blogginu Hólmfríður mín hefur hann sent þér eitthvað um það að þú verðir að hætta að blogga ef hann fer í ritsjórnarstólinn?

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 15:32

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er aðeins að velta upp máli sem ég hef sáð hér á blogginu að fólk sé að íhuga að hætta hér á moggablogginu. Vissulega hugleiddi ég þetta til að byrja með, en það var ekki af ótta við manninn, heldur hef ég megnustu skömm á honum. Síðan tók rökhugsunin við og mér dettur ekki í hug að hætta hér. Einfaldlega af því netviðmótið hér hentar mér vel.

Sæl Jónína. Hvernig datt þér þetta í hug, þetta er hugmyndaflug í lagi

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.9.2009 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband