30.8.2009 | 21:37
Japanar að skipta um stjórnarmynstur
Japanskir kjósendur hafa sent frá sér sterk skilaboð. Þar hefur sami stjórnmálaflokkurinn haldið um stjórnartaumana í hálfa öld. Það er að skilja á fréttum að kjósendur hafi viljað stokka verulega upp og kring um fyrri stjórn hafi myndast valdablokkir sem nú sé hafnað. Mannkynið virðist vera að vakna til vitundar um þann gríðarlega ójöfnuð sem svo víða ríkir. Til að bæta slíkt er líka best að byrja heima og jafna kjör þegna í eigin landi. Það hefur verið rætt mikið um ójöfnuð milli heimshluta og hann er vissulega mikill. En til að vera trúverðug á heimsvísu, er fyrsta skrefið að taka til í eigni ranni og vera góð fyrirmynd. Stjórnir jafnaðarmanna eru líka líklegri til að aðstoða á grundvelli jafnréttis, en þær ríkisstjórnir sem hampa þeim sterkari á kostnað þeirra veikari. Það verður fróðlegt að fylgjast með Japönum og þeirra nýju ríkisstjórn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 110484
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.