23.8.2009 | 15:32
Samningurinn um ICESAVE.
Mikið hefur verið rætt og ritað um ICESAVE og þann samning sem vonandi er á lokastigi. Talað er um skuldahöft, reyðarslag og hvað þetta heitir allt saman. Bloggarar fara mikinn og vitna í lögfræðiálit út og suður sem hugnast þeirra málflutningi. Á sama tíma er gert lítið úr þeim sem ekki er sammála, hvort sem það eru lögfræðingar, alþingismenn eða aðrir.
Það er mikill misskilningur að þarna sé á ferðinni einhverft reiðarslag fyrir þjóðina. Búið er að setja inn fyrirvara þess efnis að að við greiðum miðað við afkomu þjóðarbúsins hverju sinni. Svo má ekki gleyma því að mikið getur breyst í laga umhverfi okkar og ESB, en við verðum komin þar inn áður en afborganir hefjast.
Það eru líka dæmi þess að ESB hafi tekið við stórum skuldum ríkja við inngöngu, ef þau eru talin og illa stæð. Þetta er mikið frekar gott skref fram á við í uppbyggingunni. Það eru fyrst og fremst áróðursmeistarar stjórnarandstöðunnar sem reka svokallaðan hræðsluáróður um málið til að veikja ríkisstjórnina. Þetta snýst um völd en ekki hag þjóðarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.