25.7.2009 | 22:54
Allt hangir þetta saman.
Við verðum að horfa raunhæft á þá hluti sem eru að gerast hjá okkur núna. Búið er að leggja óhemju mikla vinnu á að koma saman aðgerðapakka til að koma okkar efnahagslífi á lappirnar að nýju. Þetta vita allir sem fylgst hafa með undanfarna mánuði og ég hygg að það séu ansi margir. Þegar verið er að gera björgunaráætlun fyrir heilt þjóðfélag og það með utanaðkomandi aðstoð, þá verður að gera fleira en gott þykir. Það er auðvitað engin óskastaða að þurfa að borga Icesave skuldirnar, en það er samt bláköld staðreynd sem við komumst ekki framhjá. Nú leggur stjórnarandstaðan allt kapp á að gera samninginn tortryggilegan og sendir hverja stórkanónuna af annarri fram á völlinn þeirra erinda.
Farið er að bera á árangri þeirrar vinnu í formi þess að ýmis lán erlendis frá, til ríkis og fyrirtækja eru strand. Fólk verður auðvitað undrandi og hneykslað. Furðar sig á þessu og skilur ekki neitt í neinu. Gömlu helmingaskiptaflokkarnir halda enn í þá von að komast aftur til valda. Og að margra mati bókstaflega verður það að gerast til að "bjarga" þessu og hinu sem ekki má fara forgörðum og alls ekki þolir dagsins ljós.
Það má alls ekki gerast að stjórnarandstöðunni takist að splundra þessu starfi sem nú er hafið. Ég veit að forystumenn ríkisstjórnarinnar eru með gríðarlega reynslu á bakinu. Jóhanna á engan sinn líka og hún er líka langhlaupari á stjórnmálasviðinu, með gríðarlega mótuð markmið og nú er hennar tími kominn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 110484
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég styð Jóhönnu. Reyndar finnst mér Steingrímur hafa vaxið. En enginn er ofvaxinn í dag til að taka á þessum málum. Nú koma fram úr fylgsnum sínum lýðskrumararnir sem halda að þeirra tími sé kominn. Atli og Jón og Birgitta Borgaranna.
Gísli Ingvarsson, 26.7.2009 kl. 14:36
En við þurfum jú að semja um Icesave. Það er risa verkefnið í dag. Það verða örugglega án efa stjórnarslit vegna þess máls.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 17:45
Sæll Gísli. Tek undir með þér að Steingrímur hefur vaxið í áliti hjá hjá mér líka.
Hafði aldrei mikla trú á að þingmenn Borgarhreyfingar mundu gera stóra hluti, enda algjörlega óvant fólk. Þráinn má þó eiga það að hann tók ekki þátt í kollsteypunni við ESB atkvæðagreiðsluna.
VG er auðvitað að sýna lit með því að strögla til að forðast meiri úrsagnir úr flokknum.
Valgeir við þurfum að semjaum Icesave án stjórnarslita. Guðbjartur Hannesson er vanur að fást við óþæga krakka sem fyrverandi skólastjóri. Hann virðist valda formenn fjárlaganefndar mjög vel, þó krakkarnir þar séu öll búin í grunnskóla.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.7.2009 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.