Össur á ögurstundu

Nú er utanríkisráðherrann okkar, Össur Skarphéðinsson búinn að afhenda formlega umsókn okkar un aðild að ESB. Til hamingju Össur og við öll með þetta stóra framfaraskref. Þarna eru við Íslendingar að leita eftir því að gerast aðilar að bandalagi sjálfstæðra þjóða og það er vel.

Þegar verið er að reikna og reikna okkar fjárhagslegu framtíð, er hins vegar alltaf látið svo að við verðum ein að basla með okkar ónýtu krónu um alla framtíð. Ég segi nú bara, er ekki hægt með neinu móti að setja dæmið upp á þann veg að við verðum komin í skjól þarna inni og gefa okkur einhver líkindi á bærilegri framtíð með aðild að ESB.


mbl.is Umsókn Íslands um ESB bíður afgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú farin að efast um það að okkur sé betur borgið innan ESB. Þetta er svolítið flókið mál. En ég held að þetta verði mjög tæpt í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem haldin verður um þetta mál núna á næstu mánuðum. Það er mitt mat. Eigðu góðan dag.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband