24.7.2009 | 02:08
Löggæslan í vanda
Var að lesa framhaldsbréf frá nafnlausa lögreglumanninum og er afar hugsi eftir. Þar kom margt fram sem ég er viss um að við, almenningur í landinu erum okkur ekki grein fyrir, varðandi þeirra störf og starfsumhverfi. Eftir því sem sérhæfing hefur orðið meiri í þjóðfélaginu, þá er þekking okkar hinna orðin næsta takmörkuð.
Þessi ágæti maður er örugglega búinn að hugleiða skrifin lengi. Og nú er mælirinn fullur að hans mati og tímabært að segja frá. Stjórnendum landsins er mikill vandi á höndum, enginn efast um það. En það er líka mikill vandi fyrir það fólk sem á að sinna jafn kefjandi verkefni og löggæslunni eins og málum virðist komið.
Ég vil þakka þessum nafnlausa lögreglumanni fyrir þessi skrif. Þau sýna mikinn kjark, þau eru á mannamáli og án þess að verið sé að kasta skít í nokkurn. Það er verið að segja okkur hinum frá stöðu mála og um það vitna viðbrögð annarra lögreglumanna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.