13.5.2009 | 16:26
Jóhanna Guðrún frábær fulltrúi Íslands
Það var hrein unun á hlusta og horfa á Jóhönnu Guðrúnu flytja íslenska lagið í Moskvu í gærkvöld. Hún er glæsileg stúlka með frábæra rödd sem hún hann vel að nota. Umgjörðin var líka falleg og látlaus, en þó svo stórglæsileg. Þarna var ekki verið að fela hæfileikaskort með alls kyns glysi og glingri, eða draga athyglina að kynþokka á kostnað tónlistarinnar.
Það er líka mjög gleðilegt að Ísland skuli hafa komist í gegn um þá þjóðernissíu sem símakosningin er að stórum hluta. Það virðist sem dómnefndin vinni af fagmennsku og er það vel. Ég sendi baráttukveðjur til Moskvu og bíð spennt eftir Laugardagskvöldinu
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:27 | Facebook
Um bloggið
19 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég var að lesa pistilinn þinn hérna á blogginu á áðan. Þetta er flottur pistill og já Jóhanna Guðrún stóð sig alveg frábærlega í gær í Moskvu. Þetta var bara frábært. Meiriháttar hjá henni.
Hafðu það sem best Hólmfríður mín.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.