Ríkistjórn Samfylkingar og VG að taka við völdum.

Ég veit ekki hvort almenningur hér á landi, gerir sér grein fyrir þeim stóru tímamótum sem eru að verða hjá okkur. Við erum að hefja algjörlega nýja vegferð inn í gjörbreytt samfélag á næstu árum. Ríkistjórn jafnaðar- og vinstrimanna að taka við með áherslur á velferð og jöfnuð.

Landið á leið inn í ESB sem þýðir efnahagslegan stöðugleika til framtíðar, aukinn kaupmátt almennings, fjölbreyttara atvinnulíf um allt land, aukna áherslu á félagslegan jöfnuð og rétt allra til ákveðinna grunnréttinda.

Mér líður núna eins og ég hafi verið á reki í vélarlausu skipi á hafi úti. Nú veit ég að vélarlausa skipið er á leið í land undir góðri stjórn öflugs björgunarskips sem skipið mitt er nú loks bundið við með sterku og öruggu sleftógi. Hvílíkur léttir og gleði sem gagntekur huga minn og hjarta.

Ég er ásamt fleirum að byggja upp fyrirtæki í ferðaþjónustu á Hvammstanga. Það var ekki fyrr en eftir að minnihlutastjórn Jóhönnu tók við 1. febrúar að ég tók þá ákvörðun með sjálfri mér að okkur væri óhætt að halda áfram. Ég sá ekki neina framtíð hér á landi með áframhaldandi stjórnarsetu Íhaldsins, þar sem hagsmunir efnamanna ráða meiru en velferð almennings í landinu.

Orðuð samkeppni þýðir þegar grannt er skoðað að skortur sé á öllu og þess vegna sé svo nauðsynlegt að berjast um það sem til er. Í Alheiminum er skortur ekki til og velferð til allra er svo sannarlega möguleg. Til að ég hafi nóg er ekki nauðsynlegt að hafa af öðrum, nema síður sé. Þegar samfélag er rekið með orðið samkeppni á vörum alla daga, seint og snemma þá verður eitthvað undan að láta með tímanum. Við erum búin að prófa svoleiðis samfélag og kominn tími á breytingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært bara. Þetta er góður og hlýr dagur. Mjög góður fyrir okkur jafnaðarmenn og vinstri menn. Hafðu það sem best vinur og njóttu dagsins.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 18:31

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Kær kveðja.

Jón Halldór Guðmundsson, 12.5.2009 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

221 dagur til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 110307

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband