9.5.2009 | 13:40
Horfum með bjartsýni og áræði fram á veginn !!
Ég er komin upp í kok af allri þeirri neikvæðni sem flæðir yfir þetta land. Okkur er svo nauðsynlegt að senda hvort öðru kærleika og jákvæða strauma, senda uppbyggilega orku og bjartsýni. Hugarorkan er svo sterk að hún getur lyft okkur upp og opnað fyrir flæði alsnægta alheimsins til okkar hvers og eins. Við setjum okkur markmið og hugsum um það, sendum alheiminum þau skilaboð að við viljum ná þessu markmiði. Ég hef reynt þetta á eigin skinni oftar en einu sinnu og við gjörólíkar aðstæður.
Þegar ég var ung kona, nýgift með lítil börn, gekk ég oft framhjá ákveðnu húsi og óskaði mér að ég mundi búa í húsinu. Ég eignaðist síðan þetta hús og bjó i því í 34 ár. Alheimurinn hafði hlustað.
Ég var meðhjálpari (annar tveggja) við kirkjuna á Hvammstanga í mörg ár. Eitt sinn var ég að skríða nokkra presta fyrir messu sem tengdist fundi þeirra í prófastdæminu. Presturinn okkar þá er töluvert hætti en ég. Þegar ég var að smeygja höklinum yfir höfuð hans, fór þáverandi Hólabiskup að tala um að ég ætti erfitt með þetta.
Ég svaraði að bragði. "Á þessu eru til þrjár lausnir, að fá minni prest, stærri meðhjálpara eða skammel" Biskup horfði á mig og sagði fátt. Skömmu síðar var lagt fyrir Alþingi frumvarp um breytta skipan prestakalla. Með þeim lögum urðu þær breytingar hér um slóðir að prestur sem þjónaði í Víðidagstungu í Víðidal, fluttist til okkar á Hvammstanga. Hann er talsvert minni/lægri en hinn. Aðalmeðhjálparinn hætti (lágvaxinn eldri maður) og ungur hávaxinn maður tók við af honum. Það með var búið að uppfylla tvær fyrstu óskir mínar og skammelið óþarft. Alheimurinn hafði hlustað
Nú sé ég fyrir mér nýtt manneskjulegt samfélag á Íslandi sem er hluti af Evrópu, við á landsbyggðinni munum þá njóta margskonar leiða til að byggja upp okkar nær umhverfi með sjálfbærum hætti. Atvinnu og mannlíf mun blómstra og jafnvægi mun aukast í byggð landsins. Fólkið í landinu mun njóta stöðugleika, jafnréttis, öflugrar þjónustu, góðrar menntunar og bættrar heilsu.
Okkur mun líða vel og okkar samfélag verður í framtíðinni fyrirmynd annarra samfélaga. Lýðræðið hér verður opið og skilvirkt með nýrri stjórnarskrá. Ríkiskerfið mun fara í gagngera endurskoðun og skilvirkni þar mun aukast mjög verulega.
Þetta er mín framtíðarsýn og ég hugsa um hana á hverjum degi.
Og alheimurinn hlustar eins og ávalt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:07 | Facebook
Um bloggið
20 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtilegur pistill
Sigrún Jónsdóttir, 9.5.2009 kl. 13:43
Ekki getur maður horft bjartsýnn fram á veginn, þegar þetta "sundurlausa, úrræðalausa og marklausa" lið er loksins að klára að mynda ríkisstjórn.
Jóhann Elíasson, 9.5.2009 kl. 17:44
Það er bara að ákveða að vera bjartsýn/bjartsýnn og þá er ég bjartsýn.
Þar fyrir utan er ég viss um að ríkisstjórnin sem er að taka við á morgun, á eftir að gera marga frábæra hluti.
Vertu bara áfram svartsýnn Jóhann minn, enda er það þín ákvörðun en ekki mín. Það er þér sem líður illa með það, en ekki mér. Ég er í góðum gír og ætla að vera það áfram.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.5.2009 kl. 17:56
Kveðja á Hvammstanga frá Fjallabyggð
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 9.5.2009 kl. 18:08
Ekki líður mér neitt illa en ég þakka umhyggju þína og sendi þér góðar hugsanir Hólmfríður mín.
Jóhann Elíasson, 9.5.2009 kl. 18:16
Góður pistill hjá þér Hólmfríður minn. Hann á svo sannarlega erindi inn á öll heimili. Þessi neikvæðni sem er í þjóðfélaginu gerir ekkert nema eyðileggja fyrir okkur til framtíðar litið. Eigðu gott kvöld Hólmfríður mín og njóttu þess vel.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 21:01
Sæll Valgeir minn
Þú skilur gildi þess að hugsa jákvætt og fá inn góða orku. Góða helgi
Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.5.2009 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.