21.4.2009 | 13:38
Björgun eða höft !!
Hlustaði á panelumræðum á fundi Samfylkingarinnar um leiðir jafnaðarmanna í atvinnu- og velferðarmálum, þar sem fjallað var um ávinning af umsókn um aðild að ESB og fleira. Sjá hér
Ég er algjörlega sammála því sem þarna kemur fram. Kristínu hjá Auði Capital kallar hina leiðina (ekki ESB) jafngildi sjálfsmorði og því verður að forða. Vilhjálmur Þorsteinsson talar um kalda vatnið sem renni milli skinns og hörunds, ef ekki verði bugðist við og aðildarviðræður hafnar .
Ég ætla ekki að búa hér á þessu landi mikið lengur ef ekki verður farið í þessar viðræður í sumar, það er bara svo einfalt. Ég er tæplega 65 ára og hvað með allt unga fólkið með börnin, það fer og hvað verður þá eftir. Jú þrákálfar sem berja hausum við grjót, gamalt ósjálfbjarga fólk og einhverjir sem ekki teysta sér að taka sig upp og flytja.
Verið er að þrugla um hluti eins og rétt gengi í gjaldmiðilsskiptum og einhverja hugmyndafarsa. Hvað er fólk að hugsa, mín upplifun er að við séum að sigla inn í þröngan fjörð með háum fjöllum á alla vegu. Fjörðurinn mun síðan lokast, sambandið við útlönd rofnar og að nokkrum tíma liðnum verðum við komin á einskonar Breiðavík þar sem alskyns ómanneskjulegar reglur gilda. Matur lítill og einhæfur, allt skammtað og skorið við nögl. Ekki má fara neitt og engar heimsóknir mögulegar, úff. Ég vil ekki þetta, en þú ?????????????
Nei við erum á strandstað og björgun er möguleg. Við eigum auðvitað að skoða hvort leiðin er fær og hvað það kostar okkur. Ég er reyndar ekki í nokkrum vafa um að leiðin er fær og mun aldrei kosta okkur svo mikið að hún borgi sig ekki. En auðvitað gerum við samning á okkar forsendum, höldum sjálfstæðinu og sjálfsforræðinu. Höldum lífskjörunum og sjáum fram á að þau batni á komandi árum. Jöfnuður mun aukast enn frekar og við getum með okkar atorku og dugnaði byggt upp fyrir myndarsamfélag, með auknu lýðræði, jafnræði og sjálfstæði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algjörlega sammála. Takk fyrir skýran og skilmerkilegan pilstil, Sigurbjörg.
Við eigum að kynna okkur hvað er í boði, með því að fara í aðildarviðræður við ESB og það sem fyrst. Síðan mun þjóðin eiga síðasta orðið.
Takk, takk,
Kolbrún Bára
Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.