20.4.2009 | 10:36
Vald Björns Bjarnasonar
Merkilegt að lesa skrif Björns Bjarnasonar um aðild að ESB og ægivald Íhaldsins. Ekki veit ég í hvaða hugarheimi BB dvelur, en ég er þeirrar skoðunar að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki lengur sá valdaflokkur sem hann var fyrir 01.02.09.
Þá var flokkurinn í ríkisstjórn og með flesta þingmenn allra flokka. Þingmannafjöldinn er að vísu enn til staðar, en trúlega verður nokkur grisjun um næstu helgi. Fari þingmannafjöldi Íhaldsins niður fyrir 21 þá sé ég ekki hvernig þeir geta stöðvað afgreiðslu mála í Þinginu, jafnvel þá aukinn meirihluta þurfi til að samþykkja mál. Tuttugu þingmenn duga ekki því það er minna en þriðjungur þingheims.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:38 | Facebook
Um bloggið
29 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.