14.4.2009 | 19:46
Nú er ég bæði sár og reið
Það er alveg með ólíkindum að Sjálfstæðisflokkurinn hafi getað kúgað meiri hluta Alþingis Íslendinga með þessum hætt. Og að meirihlutinn hafi látið undan Íhaldinu með það að fella kaflann um Stjórnlagaþingið út úr Stjórnarskrárfrumvarpi stjórnarflokkana. Og enn strönglar Íhaldið um kaflann um eignarhald ríkisins á auðlindum. Hvað ætlar þetta íhaldslið að ganga langt.
Þessi flokkur sem hefur stjórnað landinu með hagsmuni flokksgæðinga í huga um árabil, hindrar nú framgang þess að auka lýðræði á Íslandi með því að leggjast gegn því að Stjórnlagaþing endurskoði stjórnarskrána okkar. Hvernig má það vera að þetta sé að gerast á 21. öldinni í elsta lýðræðisríki veraldar. Ég skammast mín í hrúgu fyrir að hafa á árum áður tilheyrt þessum gjörspillta söfnuði einkahagsmunagæðinga sem kallar sig Sjálfstæðisflokk.
Stjórnlagaþingið út af borðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:48 | Facebook
Um bloggið
20 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta var lélegt!
ThoR-E, 14.4.2009 kl. 19:48
Mjög lélegt. Þetta er sárt....
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 21:21
Lýðræðið 0 - Flokksræðið 1
Valan, 14.4.2009 kl. 21:24
Ég bið og vona að heiðarlegir Sjálfstæðismenn hafi kjark til þess að gefa Sjálfstæðisflokknum, sem í dag á ekkert skylt við nafnið sem hann ber, frí og kjósi í þetta skipti Borgaraflokkinn til þess eins að byggja upp og tryggja það lýðræði sem allir heiðarlegir Sjálfstæðismenn sem og aðrir pólitíkusar sem bera hag Íslands og íbúa þess fyrir brjósti vilja sjá verða að veruleika. Eftir að heiðarlegt Nýtt Ísland verður stofnað þá munu flokkarnir fylgja á eftir þar sem flokksmenn hugsanlega fara að þora að vinna sjálfstætt, samkvæmt samvisku sinni, fyrir hönd þjóðarinnar og verði verðir því trausti sem þjóðin sýnir þeim.
Gerður Pálma, 14.4.2009 kl. 21:49
Gerður Pálma ert þú ekki að meina Borgarahreyfinguna, ekki það að ég styðji það framboð, en höfum nafnið rétt. Ég skil samt vel að fólk ruglist á þessum nöfnum.
Ég vil minna á www.nyttlydveldi.is en þar er hægt að skrifa undir áskorun um að efna til Stjórnlagaþings
Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.4.2009 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.