Mín skoðun og þín skoðun

Við höfum öll skoðanir og það er okkar réttur að hafa þær. Rétt skoðun er ekki til, en sumar skoðanir eru hagstæðari en aðrar, eru að okkar mati réttlátri, skynsamlegri, gáfulegri en aðrar, eða hvað við viljum kalla hlutina. Meðan skoðunum okkar er ekki beitt til að kúga annað fólk, til að hafa vald yfir öðru fólki eða misbeitt með öðrum hætti, eru þær ekki til skaða.

Okkar aðal lærdómur í lífinu felst í að virða skoðanir annarra, án þess að láta þær stjórna okkur. Við hlustum og íhugum rök þess sem rætt er við og viðkomandi gerir slíkt hið sama. Ef við þurfum að ná samkomulagi við einhvern um eitthvað, þá verður að finna leið sem báðir/allir geta samþykkt. Fari svo að samkomulag náist ekki, er það meiri hlutinn sem sker úr og tekur ákvörðum.

Þetta vita nú allir, segir þú réttilega. En hvernig gengur þér eða mér að fara eftir þessu og það er stóra málið, að virða í ALVÖRU skoðanir annarra. Hér á blogginu talar fólk (ég örugglega líka) um skoðanir annarra eins og heimsins mesta rugl og vitleysu. Einstaklingar eru ataðir auri með skömmum og skætingi. Þannig er það líka oft í okkar daglega lífi. Við getum hæglega verið ósammála við einhvern án þess að vera ókurteis eða reið, svo einfalt er það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góð grein og hæfir vel deginum.

Jóhann Elíasson, 12.4.2009 kl. 14:31

2 identicon

Góður pistill eða grein. Hafðu góðan dag Hólmfríður mín.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 15:44

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Vera ósammála er hið besta mál en umfram allt kurteis þegar maður kíkir í heimsókn

Finnur Bárðarson, 12.4.2009 kl. 16:15

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég tek heilshugar undir þennan skynsamlega pistil.

Hilmar Gunnlaugsson, 13.4.2009 kl. 01:15

5 identicon

Ég er alveg hjartanlega sammála þér í þessum pistli Hólmfríður mín. Það væri líka lítið gaman ef allir hefðu sömu skoðun.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

150 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband