12.4.2009 | 13:30
Mín skoðun og þín skoðun
Við höfum öll skoðanir og það er okkar réttur að hafa þær. Rétt skoðun er ekki til, en sumar skoðanir eru hagstæðari en aðrar, eru að okkar mati réttlátri, skynsamlegri, gáfulegri en aðrar, eða hvað við viljum kalla hlutina. Meðan skoðunum okkar er ekki beitt til að kúga annað fólk, til að hafa vald yfir öðru fólki eða misbeitt með öðrum hætti, eru þær ekki til skaða.
Okkar aðal lærdómur í lífinu felst í að virða skoðanir annarra, án þess að láta þær stjórna okkur. Við hlustum og íhugum rök þess sem rætt er við og viðkomandi gerir slíkt hið sama. Ef við þurfum að ná samkomulagi við einhvern um eitthvað, þá verður að finna leið sem báðir/allir geta samþykkt. Fari svo að samkomulag náist ekki, er það meiri hlutinn sem sker úr og tekur ákvörðum.
Þetta vita nú allir, segir þú réttilega. En hvernig gengur þér eða mér að fara eftir þessu og það er stóra málið, að virða í ALVÖRU skoðanir annarra. Hér á blogginu talar fólk (ég örugglega líka) um skoðanir annarra eins og heimsins mesta rugl og vitleysu. Einstaklingar eru ataðir auri með skömmum og skætingi. Þannig er það líka oft í okkar daglega lífi. Við getum hæglega verið ósammála við einhvern án þess að vera ókurteis eða reið, svo einfalt er það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:32 | Facebook
Um bloggið
150 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð grein og hæfir vel deginum.
Jóhann Elíasson, 12.4.2009 kl. 14:31
Góður pistill eða grein. Hafðu góðan dag Hólmfríður mín.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 15:44
Vera ósammála er hið besta mál en umfram allt kurteis þegar maður kíkir í heimsókn
Finnur Bárðarson, 12.4.2009 kl. 16:15
Ég tek heilshugar undir þennan skynsamlega pistil.
Hilmar Gunnlaugsson, 13.4.2009 kl. 01:15
Ég er alveg hjartanlega sammála þér í þessum pistli Hólmfríður mín. Það væri líka lítið gaman ef allir hefðu sömu skoðun.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 01:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.