2.4.2009 | 21:47
Hvað er Sjálfstæðisflokkurinn í raun og veru ?
Hegðun Sjálfstæðismanna á Alþingi Íslendinga er með slíkum eindæmum að að fólki blöskrar. Þeir eru með málþóf út í eitt og segja svo um leið að ekki sé hægt að ræða vanda heimila og fyrirtækja, vegna aðgerðarleysi stjórnarinnar. Hvað er Sjálfstæðisflokkurinn í raun og veru.
Ég mundi segja hagmunagæslu - veruleikafyrt - trúfélag. Svo eru þeir skelfingu lostnir, sjá að spilaborgin þeirra skelfur og skjögrar og gera BÓKSTAFLEGA ALLT til að hún hangi uppi. Hafa sennilega haldið í vetur að með því að þegja um vandann og bíða aðeins, mundi hann líða hjá eins og vond kveisa. Svo væri bara hægt að halda leiknum áfram.
Málið er bara ekki svona einfalt og nú er búið að mennta þjóðina svo vel að hún getur tekið sjálfstæðar ákvarðanir. Nú er ekki hægt að segja fólki hvað sem er eins og hefur verið gert um áraraðir. Blaðran er sprungin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:50 | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ertu búinn að gleyma hvernig samfylking og vg stóðu að málþófi í fjölmiðla frumvarpinu og fleiri málum
Ólafur Th Skúlason, 2.4.2009 kl. 22:01
Það er hlutverk stjórnarandstöðu að vera í stjórnarandstöðu, það eru grundvöllur lýðræðis! nú standa yfir umræður á Alþingi og vil ég benda á 2 punkta sem komið hafa fram:
1. Hvernig verða stjórnlagaþingmenn valdir á stjórnlagaþing?
Svar: Með sama móti og nú, það er með kosningu fulltrúa (reyndar 41 í stað 63).
Munu flokkarnir ekki þá að sama skapi leggja áherslu á frambjóðendur til stjórnlagaþings og jafnvel ýta undir að almenningur kjósi ákveðna menn. Flokkarnir eru jú ekkert annað en sameinaður hópur fólks og þjóðin er samansett af einstaklingum sem hafa mismunandi skoðanir.
2. Það þarf að færa valdið til þjóðarinnar.
Þetta snýst um að kasta boltanum til þjóðarinnar... hvernig bolta? hver ákveður hvernig bolti þetta er, handbolti fótbolti eða hafnarbolti. Hver ákveður hvernig boltinn er í laginu? það eru alltaf einstaklingar og líklega hópur einstaklinga, er þessi hópur þjóðin? Meirihluti þjóðarinnar vill breytingar, en hverjar verða þessar breytingar og hver ræður hverjar þessar breytingar verða.
"Gamla" stjórnarfarið er fulltrúalýðræði, stjórnlagaþing er að sama skapi fulltrúalýðræði. Niðurstaðan er því sú að með flokkakerfinu fær fólk tækifæri til að staðsetja skoðun sína meðal jafningja, í því felst margsannreynt lýðræði.
Kristinn Svanur Jónsson, 2.4.2009 kl. 22:05
Mér finnst svolítið barnalegt hvernig þeir haga sér í pontu núna, það er hægri menn. En þeir láta kannski bara svona vegna þess að þeir vilja ekki þessi mál í gegn um þingið. Það er nú bara þannig. Þeir höfðu svo ófá árin sjálfir til að gera braga breytingar á þessum málum. Voru þau ekki 18 eða voru þau 16. Mig minnir allavega að þeir hafi verið við völd í18 ár. En það getur verið mis minni hjá mér.
En takk fyrir að vekja máls á þessu.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 23:38
Ólafur Th Skúlason
Nei, ég er ekki mjög gleymin sem betur fer, en það kemur ekki í veg fyrir að mér finnist málþóf Sjálfstæðismanna kjánalegt. Sérstaklega í ljósi þess að meiri hluti þjóðainnar vill bætt lýðræði á Íslandi og um það snýst málið. Fjölmiðlafrumvarpið snérist um allt aðra hluti og þá var þjóðin ekki komin i bullandi vandræði eins og nú. Það frumvaarp hefði verið fellt í þjóðaratkvæði, en ekki furmvarp um Stjórnlagaþing
Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.4.2009 kl. 16:17
Kristinn
Valdið til þjóðarinnar, það er einmitt málið og Stjórnlagaþingið er vissulega leið til þess. Hin fullkomna leið er að mínu viti ekki til, en Stjórnlagaþingið er áfangi á leiðinni. Sjálfstæðismenn eru bara búnir að byggja sér alls hyns valdablokkir í kerfinu og á fyrirtækjamakrkaðnum, svo ekki sé talað um ráðherravaldið sem er innifalið í stjórnarskránni núna. Á því verður að taka.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.4.2009 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.