2.4.2009 | 11:32
Hatton-Rockall svæðið
Á áttunda áratugnum var Eyjólfur Konráð Jónsson þingmaður Sjálfstæðismanna og hefja baráttu okkar Íslendinga fyrir hafrétti á Hatton-Rockall svæðinu. Mörgum fannst þetta örugglega langsótt og fjarlægt. Nær væri að hugsa um eitthvað hér á Norðurlandi vestra, en fjallahrygg neðansjávar í órafjarlægð.
Það er reyndar löngu ljóst að Eykon var að vinna til framtíðar og enn er málið í vinnslu. Hver væri staðan okkar núna gagnvart svæðinu, ef ekki hefði verið byrjað svona snemma. Mig skortir kunnáttu til að svara því, en finnst ærin ástæða til að minna á þessa framsýni Eykons. Hann hélt helta tölu um málið til að útskýra þetta fyrir ungri konu á Hvammstanga, sem hafði jú meiri áhuga fyrir ýmsu öðru. Hann náði þó að vekja eitthvað og æ síðan hef ég spert eyrun þegar svæðið er nefnt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Breta hafa löngum verið erfiðir í samskiptum við okkur Íslendinga. Það er nú bara þannig.
Bretar vilja hafa full yfirráð yfir þessu svæði og það getum við Íslendingar bara ekki sætt okkur við. Það er nú bara svo.
En hafðu það sem best vinur.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.