13.3.2009 | 03:38
Tjöldin alls ekki fallin - bara rétt byrjað að draga frá
Tjöldin alls ekki fallin, bara rétt byrjað að draga frá og bíðum bara. Hef trú á að ýmislegt eigi eftir að koma í ljós. Olíufélögin verða vonandi rannsökuð núna í alvöru, hvað með tryggingarfélögin, kvótabraskið, gjafakvótann, bankasölurnar, og fleira og fleira. Þegar byrjað verður að gramsa er erfitt að hætta, líkt og verið sé að gera við gamalt hús. Fúinn hefur læðst um allt og rífa þarf heilu veggina, sem virtust í lagi. Við lifum í fúnu þjóðfélagi sem stendur á 150 ára skökkum grunni. Er nema von á hrikti í og braki víða. Skipstjórinn okkar er frábær og þolir ekki slór eða slugs. Skúringakonan mætt og sýslumaðurinn af Skaganum tekur svo óþekktar ormana og lokar í smíðakofanum eins og Emil í Kattholti. Þetta verður mikill sjónleikur og umheimurinn mun gapa af undrun yfir driftinni hér. Konur sem eru að hreinsa til eftir karlana og ekki veitir af.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:43 | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Fríða.
Ekki langur pistill en segir allt sem segja þarf.
Svona á að skrifa.
Takk fyrir.
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 05:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.