8.3.2009 | 17:13
Geiri á Goldfinger á góða vini.
Það er margt skrítið í kýrhausnum. Las á sínum tíma viðtalið í Vikunni við stúlkuna sem hafði verið í vinnu hjá Geira. Þar fannst mér svo sem ekki koma neitt nýtt fram nema að þarna kom fram einstaklingur sem staðfesti þann grun sem lengi hafði verið til staðar.
Það næsta sem heyrðist var að Geiri hefði kært og það fannst mér reyndar líkjast meira auglýsingu, en að manninum væri alvara. Ég bjóst alveg fastlega við að nú væri hafin rannsókn á starfseminni og næsta frétt yrði um kæru á hendur honum og lokun Goldfinger. Ekki hefur enn bólað á neinu slíku. Hann tapaði málinu í héraði og þar með hugsaði ég ekki meira um þann málarekstur.
Svo kemur fréttin sem vekur furðuna stóru. Geiri vinnur málið í Hæstarétti, hvað er í gangi. Fór ekki fram nein rannsókn á vændinu sjálfu, var stúlkan ekki látin gefa skýrslu hjá yfirvöldum, hélt allt karlastóðið að þetta væri bull eða voru þeir búnir að prófa þjónustuna og fóru bara með veggjum.
Mér finnst full ástæða til þess að við konur á Íslandi förum fram á að þessi staður og fleiri verði rannsakaðir. Vændi við Hlemm í næsta húsi við Lögreglustöðina svo dæmi sé tekið, viðtalið í Vikunni og fleira og fleira.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er bara þannig að spillingin er ekki í einu heldur í öllu, líka dómskerfinu.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 20:26
Það er rétt að spillingin er allsstaðar. Við lifum enn í karlaveldi nákvæmlega eins og þegar Íslendingasögurnar voru skrifaðar svo ég tali næu ekki um The big book. Við verðum að taka okkur tak og hrista þetta karlaveldi af okkur.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 9.3.2009 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.