Jökulhlaup hugans - Nýtt Lýðveldi

Næsta sunnudag eru 4 vikur frá því Njörður P Njarðvík kom í Silfri Egils og kynnti sínar hugmyndir um Nýtt lýðveldi á Íslandi. Þessi flekklausi prúði fræðimaður og mannvinur sagði í fáum orðum frá þeim leiðum sem hann telur bestar. Kjósa til Stjórnlagaþings sem endurskoði stjórnarskrá og kosningalög. Egill Helgason sagði fátt, en glampinn í augunum túlkaði vel hans viðhorf.

Seinna um daginn var bloggið orðið logandi, allir hrifust af hugmyndun Njarðar. Ellefu dögum síðar opnaði netsíða þar sem kjósendur geta skrifað undir áskorun til stjórnvalda að hrinda hugmyndum Njarðar í framkvæmd. Núna, 2 vikum seinna eru 6.855 nöfn komin undir þessa áskorun.

Verið er að undirbúa framboð (eftir því sem ég best veit) Lýðveldibyltingin kallast sá hópur.

Málið er komið í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar, gera á ákveðnar breytingar fyrir kosningar og frumvarp væntanlegt um málið. Í Kastljósinu í kvöld fór Björg Thoroddsen lögfræðingur yfir málið, en hún er að vinna í því.

Þvílík undur og stórmerki eru að gerast á Íslandi núna. Það má í raun líkja áhuga og framkvæmdum við þetta mál, við hugarfarslegt jökulhlaup. Áhuginn, eldmóðurinn, orkan og bjartsýnin sem brýst nú fram er með slíkum ólíkindum að ég leyfi mér að kalla það KRAFTAVERK.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Allt er hægt ef fólk gerir kröfur og sýnir samstöðu.

hilmar jónsson, 5.2.2009 kl. 22:45

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er miklu meira, þetta er viðsnúningur sem mér finnst alveg einstakur. Stjórnin hennar Jóhönnu er líka einstök og hún til komin vegna kröfu frá þjóðinni sem fylgt var eftir með pottaslætti. Krafan um nýja stjórnarskrá kom bara og allt fór á fullt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.2.2009 kl. 23:47

3 identicon

Mér líst vel á þetta hjá honum. Hann stendur sig vel. Hafðu það rosalega gott Hólmfríður mín. Þú ert að gera góða hluti.

Með bestu kveðju.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 110484

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband