19.1.2009 | 09:37
Tangsl Framsóknarflokksins við atvinnulifið !
Ég tel að það viti allir sem það vilja sjá ,að um áratugaskeið fór Framsóknarflokkurinn og stórfyrirtæki Framsóknarmanna, SÍS og kaupfélögin með mestan hluta viðskipta á landsbyggðinni. Leifar þess eru enn til staðar og má þar nefna gamla Kaupþing, Olíufélagið ESSO nú N1, Samvinnusjóðinn, SÍS, þau kaupfélög sem eftir eru, VÍS, heildsölufyrirtæki BÚR sem flutti/flytur inn fyrir kaupfélögin, Mjólkursamsöluna, hluta sláturhúsa í landinu og fleira.
Ef það er ekki spilling að hafa einokunaraðstöðu í mörgum byggðarlögum áratugum saman, þá kann ég ekki að útskýra það orð. Eitt stórt byggðarlag er enn í slíkri stöðu að þar er Kaupfélagið allt í öllu. Kaupfélagið gerði víst samning við Baug um að setja ekki upp verslun í byggðarlaginu gegn því að fá kjötvörur á góðum prís. Þetta er að sjálfsögðu Skagafjörður en þar ríkir Kaupfélag Skagfirðinga með Þórólf Gíslason við stjórnvölinn. Ég veit ekki um neinn annan stjórnmálaflokk, nema þá Sjálfstæðisflokkinn, með eins mikil og sterk eignatengsl inn í atvinnuvegi landsmanna eins og Framsóknarflokkinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.