Skipulagsbreytingar í Heilbrigðiskerfinu

Hef ekki kynnt mér tillögurnar ýtarlega en við fyrsta yfirlestur eru þær skynsamlegar og praktískar. Vinsælar verða þær ekki og það hefði ekki skipt neinu máli hverjar þær hefðu orðið.
Það er eins og að ætla sér að slátra heilagri indverskri kú að ætla að breyta einhverju í því kerfi. Þar eru kóngar og drottningar á hverju horni og allir verja sitt vígi sem mest þeir mega.
Bara það að færa starfsemi milli hæða og endurskipuleggja eina litla 30 rúma stofnun úti á landi með stækkun og endurgerð á húsi, getur verið stórmál. Ég þekki slíkt af eigin raun og tel mig því vita nokk um hvað málið snýst. Það skal tekið fram að þessar breytingar tókust sérlega vel, svo ekki sé meira sagt. Nú er þessi stofnun sérlega notaleg og þægileg í alla staði, aðstaða vistmanna fyrir og eftir breytingar er eins og svart og hvítt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Mér sínist aðal sparnaðurinn vera fólginn í því að hækka þjónustugjöld og lengja vegalengdir á þjónustustað, þar með fækka þeim sem nýta sér þjónustuna og að lokum lækka tíman sem fólk þiggur lífeyrisgreiðslur. Ég myndi ekki treysta þessu fólki til að endurskiuleggja garðinn hjá mér, þaðan að síður heibrigðiskerfið mitt.

Héðinn Björnsson, 8.1.2009 kl. 10:03

2 identicon

Já þetta er auðvitað erfitt fyrir þá sem í því standa að þurfa að skipta um stað og fara kannski að keyra langar vegalengdir í staðinn til þess að komast í vinnuna. En eflaust er komin tími til að endurskipuleggja allt heilbrigðiskerfið og það verður ekki átakalaust þetta hefur alltaf verið umdeildur vettvangur og sennilega óvinsælasta ráðuneytið.

Hafðu það gott í dag, sem alla daga.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 13:24

3 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Mér líst engan vegin á þetta, ég hef gott heilbrigðiskerfi hér í mínu héraði og vill halda því áfram.    Er ekki hægt af hálfu Ríkisstjórnar að skera annað niður ?  Og einnig af hálfu sveitarstjórnar ? Því ég tel svo mikilvægt að við höfum áfram okkar heilbrigðisstofnun eins og hún er núna....

Erna Friðriksdóttir, 8.1.2009 kl. 13:44

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Jónína, þarna ert þú að tala um St Jósefs í Hafnarfirði. Það á ekki að loka húsinu og þarverður þjónusta fyrir aldraða. Það útheimtir starfsfólk og svo er nátturlega sá möguleiki til staðar að skurðstofa/ur verði nýttar af sjálfstætt starfandi læknum til aðgerða sem ekki krefjast innlagna yfir nótt. En það er með ólíkindum hvað aðlögunarhæfni til breytinga virðist lítil hjá heilbrigðisstarfsmönnum.

Erna, satt er það að við höfum gott kerfi hérna og það verður væntanlega gott áfram. Það er eitt sem klárlega vinnst með þessu og það er að misræmi á milli fjárveitinga til sambærilegra stofnana mun væntanlega hverfa/minnka.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.1.2009 kl. 16:26

5 identicon

Mér sýnist nú að það eigi að loka á fleiri stöðum en St Jósefs í Hafnarfirði það fólk sem missir vinnuna þar sem hefur verið að vinna á skurðstofunum fer tæplega að vinna við öldrunarhjúkrun þannig að þau verða að fara eitthvað annað í vinnu það er nokkuð ljóst. Þeir segja að skurðstofurnar þurfi svo mikla endurnýjun að það borgi sig ekki að fara út í þann kostnað. Það er bara þannig Hólmfríður mín að hver og einn vill vera á sínum bás, það fann ég þegar við fluttum aftur á milli hæða núna á mánudaginn en það voru tvær deildir hjá okkur sameinaðar um jól og áramót. Við vorum mjög hamingjusöm að fara aftur HEIM og ekki bara starfsfólkið heldur líka skjólstæðingarnir.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 21:46

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Auðvitað veit ég að það er erfitt fyrir fólk að missa vinnuna, en þegar verið er að breyta heili þjóðfélagi eins og okkar, þá verða margir að skipta um starf og það er eðlilegt en ekki öllum auðvelt.

Ef 3.500 fyrirtæki eiga eftir að verða gjaldþrota á næstu mánuðum (kom fram í 10 fréttunum ef ekki verða gerða ráðstafanir ) þá verða margir að breyta til. Ef við spyrnum við fótum og búumst við hinu versta, þá fáum við líka það versta. Þess vegna er best að taka öllum þessum breytingum með jákvæðum huga og laga sig að þeim. Fyrir 11 árum fékk ég heilablæðingu og var með ýmiskonar skerðingar fyrstu 2 til 4 árin á eftir. Ég hef alltaf prjónað mjög mikið og eitt af því sem gat ekki var að prjóna, fékk þá verki í einhverjar taugar á hálsinum. Ég sagði vinkonu minn frá þessu og hún sagði með skelfingu í röddinni "og hvað gerir þú þá" - "ég prjóna ekki og það er bara allt í lagi" svarði ég og henni fannst ég mjög léttlynd að taka þessu svona.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.1.2009 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

220 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband