29.12.2008 | 02:11
Viljum við breytingar og þá hverjar ??
Var að hlusta á viðtalið við Pál Skúlason og fannst það athyglisvert á margan hátt. Hann er heimsspekingur og hefur fylgst með þjóðfélaginu okkar verða að því sem það er. Hann talar um að markaðsmálin hafi verið komin of víða í samfélagið okkar og að misskipting peninganna hafi verið of mikil. Ég get vel tekið undir það og að nú þurfi að byggja upp á nýjum grunni. Þetta eru aðalumræðuefnin í dag og svo sem ekkert nýtt sem þar kom fram.
Hugsun okkar er að breytast, ekki bara hér á Íslandi heldur um heiminn allan. Við skulum endilega vanda okkur vel og ræða um málefnin á skynsamlegan hátt. Við þurfum sjálf að móta það munstur sem við viljum nota. Ekki svo að skilja að nú þurfi að finna upp hjólið, heldur að hugsa svo marga hluti upp á nýtt.
Og spurningarnar eru margar.
Viljum við halda okkar núverandi kjördæmum, gera landið að einu kjördæmi eða fara einhverja allt aðra leið.
Viljum við breyta fyrirkomulagi kosninga og gera hana persónubundnari og þá með hvaða hætti.
Viljum við kjósa okkur forsætisráðherra og að hann velji sér aðra í ríkisstjórn og þá hvernig, úr hópi þingmanna eða með öðrum hætti.
Viljum við gera sveitarstjórnarstigið öflugra og færa því frekari verkefni og þá hver og viljum við breyta tekjuöflun sveitarfélaga.
Viljum við innkalla fiskveiðiheimildir og hafa fiskveiðistjórnun/hafrannsóknir með öðrum hætti.
Þetta eru aðeins sýnishorn af þeim viðfangsefnum sem þarf að skoða og það er alveg tímabært að hefjast handa á einhverju sviði. Til þess að þannig umræður verið gagnlegar og ábyrgar, verða allir sem í þeim taka þátt að að gera það undir fullu nafni. Það er vel hægt að stofna umræðuhópa um ákveðin málefni á netinu og móta síðan samskiptaform í framhaldinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:13 | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.