Viðskiptaráðherra stendur vaktina

Það er ljóst af fréttum Stöðvar 2 að viðskiptaráðherra hefur staðið vaktina. Efnahagsbrotadeildin er farin að rannsaka millifærslur sem þykja grunsamlegar. Þarna sést að verið er að fylgja málum eftir af festu og samkvæmt lögum.

Mikið hefur verið rætt um að sönnunargögn í formi pappíra hafi og muni verða eyðilagðir. Þar sem viðskipti í dag fara fram í tölvum er hættan á að gögn glatist alveg hverfandi.

Hæfir tölvunarfræðingar finna gögn á tölvum þó hinn venjulegi notandi telji sig vera búinn að eyða þeim vel og vandlega. Þetta veit ég að var mikilvægt við rannsókn Olíusamráðsins. Þar fundust tölvupóstar sem olíuforstjórarnir töldu sig vera búna að eyða og sönnuðu að hluta til samráðið.

Pappístætarar eru góðir svo langt sem þeir ná en eru þó ekki lokaeyðsla gagna.

 


mbl.is Rannsaka millifærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Heyrði einhverstaðar að tölvur hefðu verið fjarlægðar.....það tók Björgvin marga mánuði að fara að sinna þessu máli.....er það ekki kallað sinnuleysi.....búið að eyða gögnum?.....

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.12.2008 kl. 20:43

2 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Gott til þess að vita að gögn eyðist ekki í tætaranum einum saman.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 27.12.2008 kl. 20:59

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þegar svona gögn eru send milli aðila og ekki síst bankastofnana, þá eru þau afrituð og þá er mjög líklegt að hægt sé að rekja marga hluti. Og hvað vitum við hvað er verið að rannsaka nú þegar. Auðvitað eru svona rannsóknir ekki framkvæmdar í fjölmiðlum og því ekki að marka hvað fréttast hefur enn sem komið er. Verum ekki of dómhörð, það eiga mörg kurla eftir að koma til grafar. Ég hef miklu meiri trú á að verið sé að vinna á fullu, en að "ekkert" sé gert eins og margir tala um.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.12.2008 kl. 21:02

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Nei Ægir þau gera það svo sannarlega ekki.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.12.2008 kl. 21:04

5 Smámynd: Róbert Viðar Bjarnason

Þú segir: "Hæfir tölvunarfræðingar finna gögn á tölvum þó hinn venjulegi notandi telji sig vera búinn að eyða þeim vel" - Heldur þú virkilega að bankamenn sem hafa eitthvað að fela viti þetta ekki?  Ef þú ert tölvunarfræðingur er mjög auðvelt að eyða gögnum sem aldrei munu aftur finnast, og sekir bankamenn með milljarða í vasanum hafa aðgang að bestu tölvunarfræðingum sem rosalaun geta keypt...

Með sinnuleysi sínu er Viðskiptaráðherra einn af þeim sem bera hvað mesta sök í þessum eftirmálum og ef hann væri ekki svona "góður strákur" og "krúttlegur" gæti maður haldið að hann væri beintengur í að fela slóðina til að reyna að bjarga sínum pólitíska ferli og orðspori Samfylkingarinnar...

Róbert Viðar Bjarnason, 28.12.2008 kl. 02:32

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Róbert Viðar 

Ég ætla nú eingu að síður að halda þessu fram og tel mig hafa aðgang að nokkuð færum einstakling á þessu sviði sem ég hef þetta eftir. Auðvitað vita margir býsna mikið um tölvur í dag, en sumir eru einfaldlega færari en aðrir.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.12.2008 kl. 04:16

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Svo er það um viðskiptaráðherra að segja að hann er örugglega stórlega vanmetin, af þér og fleirum. 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.12.2008 kl. 04:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband