18.12.2008 | 00:10
Dómharkan eykst dag frá degi
Það sem fólk kýs að kalla mótmæli er að taka á sig mynd einhverskonar ofsókna. Þessar ofsóknir snúast gegn fólki á mjög ófyrirleitinn hátt. Hvað eru allar kjaftasögurnar að segja okkur, eitthvað sem einhver heldur að geti hugsanlega verið rétt. Við búum í lýðræðisríki og þar er réttarfar sem tekur á þeim afbrotum sem framin eru.
Í lýðræðisríkjum er það ekki dómstóll götunar sem tekur fólk, dæmir það og setur það í nokkurskonar Gapastokk. Þá er komin heimild til að kasta í það öllum þeim skít sem vegfarendum um netheima dettur í hug, svo ekki sé talað um þá sem komast í návígi við viðkomandi persónu/hóp. Þessa hegðun erum við Íslendingar nú að sýna okkar samborgurum og það finnst mér ekki sæma okkur.
Það er virkilega kominn tími til að við stöldrum við og hugsum okkar gang. Er það svona sem við viljum að viðmótið sé við okkur sjálf. Erum við sem manneskjur orðin svo fullkomin að mistök eru ekki lengur heimil. Erum við sjálf svo miklu betri en það fólk sem við erum að fordæma. Þó við séum reið, svekkt og sár, þá lagar svona hegðun og hugsunarháttur ekki nokkurn skapaðan hlut, nema síður sé.
Svona hegðun veldur okkur sjáfum vanlíðan og óþarfa kvöl. Við skulum heldur sameinast um að huga að því fólki sem á í erfiðleikum. Vera góð hvert við annað, hjálpsöm og skilningsrík.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 110484
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.