Obama að leggja nýjar línur.

Það er virkilega áhugavert að fylgjast með undirbúningi Obama fyrir forsetatíð sína í USA. Með skipun hans í embætti eru samkvæmt fréttum um að ræða mikil tímamót og það er vel. Svo bíða Rússar spenntir eftir því hvernig hann bregðist við í eldflaugamálum. Það er mjög  hætt við að tónninn verði annar frá USA eftir 20. jan 2009 og kominn tími til.

Þess má vænta að regluverkið í fjármálaheiminum þar vestra verði endurskoðað vel og rækilega og þá ekki síður slakinn í eftirlitskerfinu. Þessi endurskoðun verður líka framkvæmd á heimsvísu og nú er umhverfi þess að setja slíkar reglur svo gjörbreytt. Við erum á mjög stórum tímamótum núna hér á jörð.

Getum við ekki vænst þess í framtíðinni að grunnhugsun í málefnum á heimsvísu muni breytast verulega og þá til hins betra. Mér finnst eins og þessi breyting sé í pípunum og sé í raun byrjuð að þróast. Það er örugglega ekki tilviljun að við Íslendingar skulum lenda í okkar fjármálakrísu og þeim pólitíska viðsnúningi sem verða mun í kjölfarið. Það er kannski réttast að tala um stjórnarfarslegan viðsnúning, þar sem horfið verður frá losaralegri hægri stefnu, til mótaðs samfélags þar sem velferð allra verður gætt í hvívetna. Þar erum við að tala um frjálslynda jafnaðarstefnu þar sem stunduð verða gagnsæ samræðu stjórnmál. Það er og verður gott að búa á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

96 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband