Obama og umhverfismálin - Bush og skókastið !

Nú kveður við nýjan tón í umhverfismálum í Bandaríkjunum.Obama er að velja sé samstafsmenn og nú verða brettar upp ermar trúi ég. Mér finnst í raun táknrænt að Bush skuli enda feril sinn í Írak  með skókasti sem sýnir vel þá fyrirlitningu sem hinn múslenski heimur hefur á honum.

Obama mun vafalaust njóta virðingar í starfi, sem er rökrétt afleiðin af því að hann sýnir glögglega að hann ber virðingu fyrir öðru fólki. Virðingarleysi Bush fyrir mannslífum hefur komið fram í margskonar myndum. Hernaður er þar efst á blaði, pyntingar og hvers kyns ofsóknir eru líka allt of stór þáttur í hans stjórnun. Áherslur hans í umhverfismálum hafa líka sýnt ákveðna mannfyrirlitningu og að peningar og mannslíf vega ekki jafnt á hans vogaskálum. Skókastið í Írak segir svo mikið og miklu meira en margar langar greinar.


mbl.is Ný forysta í loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Því fer fjarri að andúð á Bush takmarkist við "hinn múslenska heim" eins og þú kallar það. Jafnvel í hans eigin heimalandi bíða menn með fúlgur fjár og herskara lögfræðinga eftir að hann verði óbreyttur svo hægt verði að lögsækja hann fyrir þá stríðsglæpi og stjórnarskrárbrot sem hann er ábyrgur fyrir.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.12.2008 kl. 10:12

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið rétt, andúð á Bush nær um allan heim þar sem fólk veit á annað borð eitthvað um karlinn sem er með Guðsorð á vörum og vopn í báðum höndum. Það sem ég átti við var að þarna var hinn múslímski heimur að sýna honum þá mestu óvirðingu sem þar þekkist. Þau verkefni sem Obama fær í hendur eru líka risavaxin á öllum sviðum, bæði innan lands og utan

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.12.2008 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

96 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband