7.12.2008 | 01:12
Fólk gleypir heilu smjörklípufjöllin
Það er alveg furðulegt hvernig fólk gleypir heilu smjörklípufjöllin ef þau koma frá Davíð. Aðvaranir um bankahrunið sem hann er að tala um, kannast enginn við og það vill nú svo til að ég trúi ríkisstjórninni betur en honum í þessu málin.
Þegar Geir HH er farinn að andmæla bullinu úr Davíð þá er sá hrokkinhærði búinn að ofbjóða meira að segja besta vini sínum og verndara.
Óskaplegur barnaskapur er þetta allt saman, fólk er enn að tala um að frysta eigur viðskiptamanna án dóms og laga. Og svo er bullað um auðlindaafsal þegar við göngum í ESB.
Við erum með staðbundna fiskistofna og við erum með staðbundnar auðlindir í fallvötnum, hverum, vatni og hvað þetta er allt saman. ESB er ekki ræningjasamfélag og þar er samið um hlutina.
Með inngöngu mundum við sjá á eftir verðtryggingunni, vaxtaokrinu og gengissveiflunum. Vill einhver viðhalda þeim ósköpum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er sammála þér um það að Davíð virðist í það óendanlega troða ógeði í fólk. Hinsvegar hefur innganga í ESB engin áhrif á verðtrygginguna.
Þeir sem halda því fram að einhver tengsl séu á milli verðtryggingar og ESB eru að blekkja.
Verðtryggingin fellur niður ef við tökum upp nýjan gjaldmiðil hvaða nafni sem hann nefnist. Það er ekki gefið að við fáum að taka upp Evru þótt við göngum í ESB.
ESB hefur kúgað íslensku þjóðina til þess að ganga að afarkostum varðandi Icesave. Ég skil ekki þá sem vilja lúta í duftið fyrir þá.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.12.2008 kl. 01:26
Ég er ekki að halda neinu fram öðru en því að vertryggingin mundi fara af með inngöngu þar sem við mundum fá að tengja krónuna við evru og síðan taka hana upp. Þetta Icesavemál var blásið upp af andstæðingum ESB og það liggur nokkuð ljóst fyrir að eignir bankanna munu í fyllingu tímans duga að mestu fyrir lánaskuldbindingunum. Þetta er ein af stóru smjörklipunum frá Davíð, þessi úr Kastljósinu. Sjálfsmat okkar sem þjóðar er meira en svo að við þurfum ekki að tala um að lúta einum eða neinum. Það er verst fyrir okkur að taka Icesave svona inn á okkur.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.12.2008 kl. 01:50
Er ESB að kúga íslensku þjóðina? Í fyrsta lagi eigum við aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og eigum þannig aðgang að ýmsum verkefnum sem ESB þjóðir styrkja. Við erum líka skuldbundin til að taka upp ýmis úmbætamál á sviði félags og jafnréttismála, vegna samstarfs þess sem við þegar höfum við evrópuríki.
Við menntum stóran hluta af okkar fólki í ESB löndum og flytjum út meiri hluta útfluttra afurða.
Ef við göngum í ESB mun samkeppnisstaða fyrirtækja okkar batna enn frekar. Við höfum minnsta gjaldmiðil í heimi og það atriði skerðir lífskjör hvers einasta manns í okkar litla landi.
Þegar við vorum kúguð til að ganga að kröfum vegna Icesave, þá var verið að ýta á okkur til að standa við okkar skuldbindingar.
Þegar íslenskur banki opnar útibú annars staðar í Evrópska efnahagssvæðinu þá myndast skuldbinding íslenska ríkisins, sem við urðum að standa við.
Það er verið að leysa það mál og ég veit ekki betur en Bretar og fleiri þjóðir Evrópu hafi verið að koma til móts við okkur í því máli.
Það sem seðlabanakastjórinn okkar sagði stuðaði þá hins vegar og kann að hafa ollið því að minna fásit fyrir eignir íslenku bankanna erlendis.
En ég tek undir með Jakobínu, það eru aðrar leiðir til að taka upp annan gjaldmiðil til en innganga í ESB.
Flestir hagfræðingar og aðilar vinnumarkaðarains eru þó á því að innganga og upptaka evru séu besta leiðin fyrir okkur.
Góðar kveðjur.
Jón Halldór Guðmundsson, 7.12.2008 kl. 17:29
Jón Halldór
Það er auðséð að þú ert ættaður af Vatnsnesinu, þaðan kemur svo skynsamt og gott fólk. Vissir þú að Ingibjörg Sólrún er ættuð af Vatnsnesinu. Ein formæðra hennar bjó meira að segja á Almenningi, en aðallega eru þó tengingar hennar utar á nesinu. Hún mun vera skyld Þórði Skúlasyni í gegnum hans föðurættlegg, Skúli Magg, Magnús Þorleifsson og þar fyrir aftan.
Það eru margar Grýlurnar dregnar fram núna gegn ESB sem eru gamlar, úreltar og jafnvel ósannar, en þær ganga í fólk og flakka um netið þvertog endilengt.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.12.2008 kl. 22:38
Íslenska ríkið skuldbatt sig ekki til þess að ábyrgjast útibúin. Það var klúður ríkisstjórnarinnar með yfirtöku bankanna og neyðarlögum og þvingun af hálfu ESB sem varð þess valdandi að gengist var við þessum skuldbindingum.
Innganga í ESB á ekki að vera háð blekkingum heldur opinni og heiðarlegri umræðu. Ég er ekki með eða á móti ESB en mér finnst ráðamenn sýna heigulshátt að taka upp þessa umræðu núna.
Það er verið að notfæra sér ringulreiðina í þjóðfélaginu og það finnst mér vera níðingsháttur stjórnmálamanna.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.12.2008 kl. 02:52
Það er meinið að það var ekki búið að stofna útibú bankanna og þessvegna var móðurbankinn ábyrgur. Umræðan um ESB nú er meira en sjálfsögð þar sem ráðmönnum ber að leita llara leið til að koma okkur aftur á réttann kjöl. Það er mikill misskilningur að okkur muni takast á stuttum tíma að ná okkur upp úr þessari lægð með krónuna og utan ESB. Þeir sem halda slíku fram eru beinlínis að blekkja fólk, þar á meðal Steingrímur Joð og hans fólk. LÍÚ er að verja sína sérhagsmuni og það er bara allt annað. Þar eru peningamenn að passa sína peninga og völd.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.12.2008 kl. 01:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.