5.12.2008 | 01:41
Ingibjörg svarar Davíð
Mikið er gott að þessi yfirlýsing skuli koma fram frá ISG. Það er með ólíkindum hvernig Davíð hendir allskyns glósum útí loftið um jafn alvarleg mál og nú eru efst á baugi í okkar samfélagi.
Það vekur furðu margra, og þar á meðal mína að hann skuli enn sitja á þessum háa valdastóli, miðað við framkomu hans undanfarnar vikur og mánuði. Það sem gleður mig hins vegar er, að nú skuli vera búið að opna á uppgjör fyrirtækja í evrum, en það var mikið baráttumál fjármálafyrirtækjanna sem hér störfuðu.
Davíð tók sér það vald að neita þeirri málaleitan og fjármálaráðherra baðst undan því að úrskurða í málinu. Lá eins og lúbarinn hundur við fætur húsbónda síns. Þeir sem hamast nú við að gera Samfylkinguna tortryggilega fyrir setu í stjórn með Sjálfstæðisflokknum, ættu að hafa það í huga að Samfylkingin er flokkur sem ekki kom nærri þeim stjórnvaldsaðgerðum sem skópu það fjármálaumhverfi sem leiddi til hrunsins í haust.
Af þeim stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á Alþingi Íslendinga nú um stundir, eru hann sá flokkur sem helst getur komið skikki á þá gríðarlegu óreiðu sem nú ríkir.
Slíkt er ekki áhlaupsverk og ekki auðvelt þegar samstafsflokkurinn er ekki einhuga í því grundvallarmáli sem umsókn um ESB er nú. Væntanlega verður breyting á því í janúar, annars er úr vöndu að ráða fyrir Samfylkinguna og um leið fyrir þjóðina.
Ingibjörg: Aldrei talað um 0% líkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:44 | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.