9.11.2008 | 20:13
Eldarnir brenna - við þurfum að skipta út krónunni á næstu vikum
Við erum í kapphlaupi við tímann, eldarnir brenna enn og við þurfum að skipta út krónunni á næstu vikum. Þetta segir Baldur Pétursson, aðstoðarframkvæmdastjóri Þróunarbanka Evrópu.
Daginn sem bankaútrásin dó - mánudaginn 6. okt. og allar götur síðan hafa satt að segja fáir mælt krónunni bót. Söguleg tíðindi urðu á ársfundi ASÍ nýverið þegar sambandið lýsti yfir löngun til að Ísland færi í Evrópusambandið og tæki upp evru.
Lengra er síðan að Samtök atvinnulífsins lýstu krónuna steindauða og Samtök iðnaðarins hafa í mörg ár barist fyrir upptöku evru. Þá er ótalinn fjöldinn allur af málsmetandi mönnum, ráðherrum í öðrum ríkisstjórnarflokknum, varaformaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið að fikra sig í þessa átt og kynstrin öll af blaðagreinum frá áhyggjufullum almenningi hafa verið birtar nú í blábyrjun kreppunnar.
Um bloggið
222 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Reyndar finnst mér þessi umræða um að skipta krónunni út fyrir EURO vera alveg stórklikkuð. Verðlag í öllum þeim löndum sem tekið hafa upp EURO hefur hækkað mikið. Svo þessu fylgir hækkað verðlag.
Vandamálið liggur ekki í krónunni sjálfri. Hún er allra góðra gjalda verð. Vandamálið liggur í því að ódugandi og gersamlega þekkingarlausir aðilar hafa stýrt krónunni. Krónan er aldrei betri en þeir sem stýra henni, það sanna dæmin. Töfralausn er ekki fáanleg með EURO, heldur missum við allar ráðstöfunar og stjórnunarmöguleika gjaldmiðilsins ef við göngumst EURO á hönd. Það verður ekki aftur snúið. Vandinn er bara að þeir sem stjórna áttu gengi krónunnar gerðu það ekki.
Baldur Gautur Baldursson, 9.11.2008 kl. 20:21
Það á að taka upp gjaldmiðil einhliða eins og Ársæll Valfells er að stinga upp á í Silfur Egils. Mun hagkvæmari leið en að koma jafnvægi á krónuna. Þetta getum við sjálf ákveðið að gera.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2008 kl. 21:09
Tillaga Ársæls er allrar skoðunar verð. Ef við komumst hjá griðarlegum lántökum, eða minnstakosti ef þær yrðu minni, er þá ekki til mikils að vinna. Krónan er ónýr og búin, við verðum að viðurkenna staðreyndir og bregðast við því eins og hægt er. Valkostirnir eru ekki margir.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.11.2008 kl. 02:01
Tillaga Ársæls er allrar skoðunar verð. Ef við komumst hjá gríðarlegum lántökum, eða minnsta kosti ef þær yrðu minni, er þá ekki til mikils að vinna. Krónan er ónýt og búin, við verðum að viðurkenna staðreyndir og bregðast við því eins og hægt er. Valkostirnir eru ekki margir.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.11.2008 kl. 02:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.