8.11.2008 | 23:46
Ofríki og mistök Davíðs Oddssonar
Var að horfa á Sigurð Einarsson í Markaðnum hjá Birni Inga. Þar kom ýmislegt fram sem varpar ljósi á það sem verið hefur að gerast undanfarið. Mér er reyndar gjörsamlega hulið hvernig Davíð Oddsson hefur á sínum valda tímatekist að ná þvílíku kverkataki á öllum í kringum sig að hann hefur í mög ár getað hagað sér eins og fíll í glervörubúð, án þess að vera stöðvaður.
Að geta með hótunum (þó hann sé Seðlabankastjóri) komið í veg fyrir að stærsti banki landsins gerði upp í evrum, þó það væri fyllilega lögleg, bara af því það hentaði ekki hans duttlungum.
Að fjármálaráðherra landsins væri nánast á hnjánum að biðja Kaupþing um að draga umsóknina til baka, svo hann þyrfti ekki að úrskurða í málinu. Trúlega vegna þess að hann hefur ekki talið sig lagalega séð, geta úrskurðað að Kaupþing hefði ekki heimild til að gera upp í evrum og ef hann gerði á móti vilja foringjans þá væri hann sjálfur úti í kuldanum.
SE talaði líka um skýrslu frá 2003 sem ekkert hefði verið gert með neitt með, en þar var bent á leiðir til að bæta umhverfi á fjármálamarkaði. Það væri fróðlegt að komast í innihald hennar og sjá hvað tillögur þar væri að finna.
Mér er til efs að ráðherra eða háttsettur einstaklingur í stjórnkerfi lands í okkar heimshluta hefði komist upp með að gera eitt af þeim mistökum sem DO hefur gert, hvað þá meira og sitja enn sem fastast.
Mistök og geðþóttaákvarðanir DO hafa kostað þjóðarbúið, fyrirtækin og fólkið í landinu, gríðarlegt fjárhæðir.
Hér eru 3 dæmi sem ég vil kalla pólitísk og stjórnunarleg mistök og rekja má til ofríkis DO.
- Að Ísland gekk ekki í ESB á 10. áratugnum. Þá værum við ekki í þeim gríðarlega vanda sem er hér í dag. Davíð var því andsnúinn og fékk sitt fram.
- Að bankarnir fengu ekki að gera upp í evrum. Þá værum við ekki í þeim gríðarlega vanda sem er hér í dag. Davíð var því andsnúinn og fékk sitt fram.
- Að Glitnir hefði ekki verið þjóðnýttur. Þá værum við ekki í þeim gríðarlega vanda sem er hér í dag. Davíð var því andsnúinn og fékk sitt fram.
Um bloggið
223 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.5.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110622
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku vina trúir þú Sigurði ? Davíð er ekki góður en hinn verri
Guðrún (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 12:20
Hvort ég trúi Sigurði eða ekki kemur málinu ekki við. Fréttir af því að Seðlabankinn kom í veg fyrir að bankarnir fengju að gera upp í evrum, voru í öllun fjölmiðlum vikum og mánuðum saman á síðasta ári. Sigurður hefur gert mistök eins og margir aðrir. Hann og aðrir sem ganga undir nafninu "útrásarvíkingarnir" spiluðu djarft, það vitum við. En djarfasta útspilið og það langdýrasta var þjóðnýting bankanna, þar sem Davið óð um eins og fíll í glervörubúð.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.11.2008 kl. 02:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.