Verðtrygging eða ekki verðtrygging

Taka ekki lóðakaupendur oft verðtryggð lán til að kaupa lóðir og er nokkuð óeðlilegt að verðtryggingin gildi í báðar áttir Gunnar Birgisson. Ástandið núna er ekki venjulegt og kemur vonandi ekki aftur. Launþegar fá ekki verðtryggð laun og er þeim of gott að fá raunvirði greitt til baka þegar skila verður inn eignum í fjármálafárviðri.


mbl.is Lögunum verður að breyta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna erum við greinilega EKKI sammála og verð ég að segja að þarna hefur Gunnar I Birgisson sitthvað til síns máls, þótt ég verði að segja það að ég er honum afskaplega sjaldan sammála.   Þegar fólk kaupir lóðir, burtséð frá fjármögnun kaupanna, þá tekur það á sig ákveðnar skuldbindingar, ef það tekur lán fyrir lóðakaupunum þá er nokkuð ljóst að það getur bara hreinlega ekki byggt á viðkomandi lóð og því alls ekki staðið við sínar skuldbindingar.  Ég get ekki með nokkru móti séð að ef tveir aðilar gera með sér samning, að það sé eingöngu annar aðilinn sem þurfi að uppfylla hann að ÖLLU leyti og einnig að taka ALLA áhættu vegna þeirra þjóðfélagslegu og efnahagslegu breytinga sem kunna að verða.

Jóhann Elíasson, 19.10.2008 kl. 11:22

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæl.  Ég tek undir blogg Kristins Sigurjónssonar að meginstofni til. Ingibjörg Sólrún kom þessu okurkerfi lóða á með því að byrja borgarstjóraferil sinn á því að slá af 12-14.000 manna byggð sem meirihluti Sjálfstæðisflokksins var með í skipulagsvinnu á Geldinganesi og var langt komin. Í framhaldi þessa gerræðis Ingibjargar Sólrúnar varð verulegur lóðaskortur á höfuðborgarsvæðinu og ISG fór að bjóða upp fáeinar lóðir sem fáanlegar voru með þéttingar gamallar byggðar svo sem í Seljahverfi. Þarna fékkst fáránlega hátt verð. Þetta nýtti auðvitað dr. Gunnar Ingi sér ásamt með öðrum bæjarstjórum og snarhækkaði verð lóða hjá sér snimmhendis. Kópavogur naut góðs af framsýni Sjálfstæðismanna sem á undan dr. Gunnari voru sem höfðu undirbúið jarðveginn fyrir stækkun bæjarins m.a. með lagningu hins feykidýra, þá umdeilda, Kópavogsræsis, sem að samanlögðu varð til þess að dr. Gunnar gat með miklum hraða stóraukið framboð lóða - sem aftur vegna okurlóðaverðs varð bæjarsjóði stórkostleg tekjulind. Í þá sjóði gæti hagkvæmt rekinn bæjarsjóður núna sótt fé til að mæta innlögðum lóðum. Áður fyrr var lóðaverð metið með hliðsjón af kostnaði bæjarins við að leggja vegi og lagnir. N'una er það verð fundið og margfaldað með - tja kannski fjórum ? SIðlaust ?

Blogg Kristins :

Kristinn Sigurjónsson18.10.2008 | 13:05

Þjófur tapar þýfi

Sveitastjórnir kvarta vegna skilagjalda á lóðum.
Sveitarstjórnir höfuðborgarinnar ákváðu að stórhækka lóðaverð, langt langt umfram gatnagerðagjöld. Þetta var og er ekkert annað en skattlagning sem á sér enga lagastoð, og ég kalla það þjófnað. Lóðaverðið fór í það að verða 4-falt gatnagerðagjöldin. Ef sveitastjórnirnar þurfa ekki að skila 1/4 af lóðunum, þá halda þeir eftir útlögðum kostnaði vegna gerð hverfanna. En þær væla eins og stunginn grís fyrir að þurfa að skila því sem þeir með „ólögmætum“ hætti höfðu af saklausum byggjendum sem flönuðu út í vitleysuna vegna gylliboða bankanna.

Fyrir mér er þetta eins og að hafa samúð með þjófi sem þarf að skila hluta þýfisins. 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.10.2008 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

240 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 110233

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband