Ótti við breytingar

Þegar til stendur að gera eitthvað sem veldur breytingum í umhverfi okkar, daglegum háttum eða öðru sem við "höldum" að muni raska einhverju í okkar daglega ramma förum við gjarnan í vörn. Ég er engin undantekning frá því þó ég sé að reyna að sjá breytingar fyrir með jákvæðum augum.

Ég man þegar nágrannar mínir byggðu húsin sín og ég missti svolítið að þeirri víðáttu sem ég sá út um gluggana hjá mér. Svo komu húsin og heimurinn hélt áfram að vera til eins og ekkert væri, skrítið nei kannski smá og þó. Heimurinn breytist á hverjum degi hvað sem við segjum, sumt er aðeins betra en annað aðeins lakara. Það er reyndar oft vesen meðan verið er að breyta. Umræður um skipulagsmál eru fyrirferðarmiklar og hafa orðið meiri með hverju árinu sem líður. Mér dettur stundum í hug að fólkið sem mótmælir hæst sé í svo miklu stofufangelsi heima hjá sér að það komist bara ekki út fyrir hússins dyr. Það sé verið að negla endanlega fyrir gluggana hjá því og nú sé ekkert eftir nema myrkur og volæði. Vanafestan er slík að ekki má neinu hagga og svo gleymdist að spyrja um leyfi hjá kóngum og prestum. Við verðum að opna augun og skoða þróun í heiminum. Ef alltaf hefði verið hlustað á öll mótmæli þá værum við trúlega á steinöld ennþá. Bændur mótmæltu símanum 1906, ef á þá hefði verið hlustað þá værum við enn einangruð frá umheiminum, vistarbandið trúlega enn við líði og flest okkar værum enn að hokra í sveitum landsins. Það er nógu slæmt að vera einangruð hvað varðar landbúnaðarafurðir og vera með hæsta matarverð sem vitað er um. Heimurinn er ein heild og það eru svo fáránlegar reglur í gangi sem hindra miljónir menna í að komast betur af. Hvort það er hús í nágrenninu eða aðrar breytingar sem nauðsynlegar eru til framþróunar, þá skulum við taka þeim með opnum huga og vera bjartsýn jákvæð og hlusta á þá sem útskýra fyrir okkur til gang breytinganna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband